Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2025 21:20 Sara Rún Hinriksdóttir lék vel fyrir Keflavík í kvöld. vísir/diego Keflavík hóf úrslitakeppnina með því að vinna Tindastól, 92-63, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar voru kraftmiklar í byrjun leiks, náðu strax góðu taki á leiknum og slepptu því ekki. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu og afar sannfærandi. Leikurinn gefur kannski ekki til kynna að einvígi liðanna verði spennandi en hafa verður í huga að Tindastóll er mun sterkari á sínum heimavelli á Sauðárkróki en á útivelli. Stólarnir verða þó að nýta tímann fram að næsta leik á föstudaginn vel og laga það sem misfórst í kvöld. Tindastóll átti í miklum sóknarvandræðum í fyrri hálfleik. Vörn gestanna var lek í 1. leikhluta en þéttist í 2. leikhluta. Sóknin fylgdi hins vegar ekki með. Keflavík var tíu stigum yfir eftir 1. leikhluta, 29-19, og í hálfleik munaði þrettán stigum á liðunum, 46-33. Keflvíkingar gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik heldur þéttu vörnina ef eitthvað var. Stólarnir skoruðu aðeins ellefu stig í 3. leikhluta og staðan að honum loknum var 64-46, Keflvíkingum í vil. Leiðin til baka var því orðin enn grýttari fyrir gestina frá Sauðárkróki og svo fór að heimakonur unnu 29 stiga sigur, 92-63. Atvik leiksins Fyrsta sókn Tindastóls. Keflvíkingar pressuðu þá gríðarlega stíft og gerðu Stólunum erfitt fyrir að hefja sóknina. Keflavík gaf þarna tóninn fyrir framhaldið en varnarleikur liðsins var til mikillar fyrirmyndar í kvöld. Stjörnur og skúrkar Jasmine Dickey var atkvæðamest í jöfnu liði Keflavíkur með þrjátíu stig og ellefu fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átján stig og Anna Ingunn Svansdóttir níu. Tíu leikmenn Keflavíkur komust á blað í leiknum. Randi Brown skoraði 21 stig fyrir Tindastól og Edyta Falenzcyk var með fimmtán stig og tíu fráköst hjá Tindastóli en hitti aðeins úr sex af 27 skotum sínum. Bérengér Biola Dinga-Mbomi vill svo eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hún skoraði aðeins tvö stig á þeim 29 mínútum sem hún spilaði og skoraði ekki körfu. Dómararnir Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson og Bjarni Rúnar Lárusson dæmdu leikinn og fórst það vel úr hendi. Þeir hafa þó eflaust oftast lent í meira krefjandi leikjum en í kvöld. Stemmning og umgjörð Ágætlega var mætt í Blue-höllina og Keflvíkingar buðu áhorfendum upp á flotta umgjörð. Leikmannakynning Keflavíkur var afar metnaðarfull þótt tæknileg vandamál hefðu sett strik í reikninginn. Væntanlega verður búið að leysa úr þeim fyrir næsta heimaleik. Viðtöl „Ef við leysum það verðum við í góðum málum“ Stólarnir hans Israels Martin fá annað tækifæri til að vinna Keflavík á föstudaginn, þá á heimavelli sínum.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir 29 stiga tap fyrir Keflavík var þjálfari Tindastóls, Israel Martin, hreykinn af framlagi síns liðs. „Mér líður vel. Auðvitað hefðum við frekar kosið að vinna leikinn en stelpurnar gáfu hundrað prósent í leikinn og börðust í fjörutíu mínútur,“ sagði Israel. „Keflavík voru betri en við í dag en það góða við úrslitakeppnina er að sama hvort þú tapar með einu stigi eða fimmtíu er staðan bara 1-0. Við reynum að vinna annan leikinn á Sauðárkróki.“ Israel segir að Stólarnir verði að finna betri lausnir við varnarleik Keflvíkinga en í kvöld. „Þær byrjuðu leikinn af mikilli ákveðni. Þær eru mjög harðar og með góða íþróttamenn í öllum stöðum. Ef við leysum það verðum við í góðum málum,“ sagði Israel að endingu. Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll
Keflavík hóf úrslitakeppnina með því að vinna Tindastól, 92-63, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar voru kraftmiklar í byrjun leiks, náðu strax góðu taki á leiknum og slepptu því ekki. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu og afar sannfærandi. Leikurinn gefur kannski ekki til kynna að einvígi liðanna verði spennandi en hafa verður í huga að Tindastóll er mun sterkari á sínum heimavelli á Sauðárkróki en á útivelli. Stólarnir verða þó að nýta tímann fram að næsta leik á föstudaginn vel og laga það sem misfórst í kvöld. Tindastóll átti í miklum sóknarvandræðum í fyrri hálfleik. Vörn gestanna var lek í 1. leikhluta en þéttist í 2. leikhluta. Sóknin fylgdi hins vegar ekki með. Keflavík var tíu stigum yfir eftir 1. leikhluta, 29-19, og í hálfleik munaði þrettán stigum á liðunum, 46-33. Keflvíkingar gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik heldur þéttu vörnina ef eitthvað var. Stólarnir skoruðu aðeins ellefu stig í 3. leikhluta og staðan að honum loknum var 64-46, Keflvíkingum í vil. Leiðin til baka var því orðin enn grýttari fyrir gestina frá Sauðárkróki og svo fór að heimakonur unnu 29 stiga sigur, 92-63. Atvik leiksins Fyrsta sókn Tindastóls. Keflvíkingar pressuðu þá gríðarlega stíft og gerðu Stólunum erfitt fyrir að hefja sóknina. Keflavík gaf þarna tóninn fyrir framhaldið en varnarleikur liðsins var til mikillar fyrirmyndar í kvöld. Stjörnur og skúrkar Jasmine Dickey var atkvæðamest í jöfnu liði Keflavíkur með þrjátíu stig og ellefu fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átján stig og Anna Ingunn Svansdóttir níu. Tíu leikmenn Keflavíkur komust á blað í leiknum. Randi Brown skoraði 21 stig fyrir Tindastól og Edyta Falenzcyk var með fimmtán stig og tíu fráköst hjá Tindastóli en hitti aðeins úr sex af 27 skotum sínum. Bérengér Biola Dinga-Mbomi vill svo eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hún skoraði aðeins tvö stig á þeim 29 mínútum sem hún spilaði og skoraði ekki körfu. Dómararnir Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson og Bjarni Rúnar Lárusson dæmdu leikinn og fórst það vel úr hendi. Þeir hafa þó eflaust oftast lent í meira krefjandi leikjum en í kvöld. Stemmning og umgjörð Ágætlega var mætt í Blue-höllina og Keflvíkingar buðu áhorfendum upp á flotta umgjörð. Leikmannakynning Keflavíkur var afar metnaðarfull þótt tæknileg vandamál hefðu sett strik í reikninginn. Væntanlega verður búið að leysa úr þeim fyrir næsta heimaleik. Viðtöl „Ef við leysum það verðum við í góðum málum“ Stólarnir hans Israels Martin fá annað tækifæri til að vinna Keflavík á föstudaginn, þá á heimavelli sínum.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir 29 stiga tap fyrir Keflavík var þjálfari Tindastóls, Israel Martin, hreykinn af framlagi síns liðs. „Mér líður vel. Auðvitað hefðum við frekar kosið að vinna leikinn en stelpurnar gáfu hundrað prósent í leikinn og börðust í fjörutíu mínútur,“ sagði Israel. „Keflavík voru betri en við í dag en það góða við úrslitakeppnina er að sama hvort þú tapar með einu stigi eða fimmtíu er staðan bara 1-0. Við reynum að vinna annan leikinn á Sauðárkróki.“ Israel segir að Stólarnir verði að finna betri lausnir við varnarleik Keflvíkinga en í kvöld. „Þær byrjuðu leikinn af mikilli ákveðni. Þær eru mjög harðar og með góða íþróttamenn í öllum stöðum. Ef við leysum það verðum við í góðum málum,“ sagði Israel að endingu.