Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Hjörvar Ólafsson skrifar 23. apríl 2025 19:48 Patrick Pedersen hefur byrjað tímabilið vel með Val. Vísir/Anton Valsmenn unnu sannfærandi sigur, 3-1, þegar þeir fengu KA-menn í heimsókn á N1-völlinn að Hlíðarenda í kvöld í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Hvorugu liðinu hefur tekist að landa sigri í tveimur fyrstu tveimur umferðunum og sigurinn því kærkominn hjá Valsliðinu. Leikmenn Vals byrjuðu leikinn betur og voru búnir að banka á dyrnar við mark KA-manna áður en Jónatan Ingi Jónsson kom heimamönnum yfir eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Tryggvi Hrafn Haraldsson slapp til að mynda einn í gegn en Steinþór Már Auðunsson varði frá honum. Það var svo Tryggvi Hrafn sem lagði boltann á Jónatan Inga þegar kantmaðurinn braut ísinn fyrir Valsmenn. Þetta er annað mark Jónatans Inga í deildinni í sumar en hann hefur verið síógnandi í upphafi tímabilsins. Marcel Ibsen Romer sem gekk til liðs við KA frá Lyngby á dögunum átti góðan leik inni á miðsvæðinu en hann átti góða fyrirgjöf sem var nálægt því að finna kollinn Jóan Símum Edmundsson um miðbik fyrri hálfleiks. Jónatan Ingi fékk svo flott færi til þess að skora sitt annað mark og tvöfalda forystu Vals skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Patrick Pedersen þræddi þá Jónatan Inga í gegn en Steinþór Már lokaði á hann í tvígang með góðu úthlaupi. Tryggvi Hrafn kom svo Valsmönnum í 2-0 á 43. mínútu leiksins. Birkir Heimisson setti þá Tryggva Hrafn í gegn og framherjinn renndi boltanum laglega í markið. Tryggvi Hrafn var þarna að opna markareikning sinn á þessari leiktíð. Þannig var staðan í hálfleik og gestirnir að norðan í erfiðum málum. Sóknarþrenna Vals, Tryggvi Hrafn, Patrick Pedersen og Jónatan Ingi voru í miklu stuði í þessum leik og gerðu varnarmönnum KA lífið leitt. Jónatan Ingi gerði endanlega út um leikinn þegar tæplega klukkutími var liðinn af leiknum. Jónatan Ingi fékk þá langa sendingu frá Birki, labbaði framhjá Kára Gautasyni og slúttaði með góðu skoti í nærhornið. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði sárabótarmark skömmu síðar en lengra komust KA-menn ekki og 3-1 sigur Vals staðreynd. Valur hefur þar af leiðandi fimm stig eftir þrjá leiki en KA er aftur með eitt stig eftir jafn marga leiki. Besta deild karla Valur KA
Valsmenn unnu sannfærandi sigur, 3-1, þegar þeir fengu KA-menn í heimsókn á N1-völlinn að Hlíðarenda í kvöld í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Hvorugu liðinu hefur tekist að landa sigri í tveimur fyrstu tveimur umferðunum og sigurinn því kærkominn hjá Valsliðinu. Leikmenn Vals byrjuðu leikinn betur og voru búnir að banka á dyrnar við mark KA-manna áður en Jónatan Ingi Jónsson kom heimamönnum yfir eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Tryggvi Hrafn Haraldsson slapp til að mynda einn í gegn en Steinþór Már Auðunsson varði frá honum. Það var svo Tryggvi Hrafn sem lagði boltann á Jónatan Inga þegar kantmaðurinn braut ísinn fyrir Valsmenn. Þetta er annað mark Jónatans Inga í deildinni í sumar en hann hefur verið síógnandi í upphafi tímabilsins. Marcel Ibsen Romer sem gekk til liðs við KA frá Lyngby á dögunum átti góðan leik inni á miðsvæðinu en hann átti góða fyrirgjöf sem var nálægt því að finna kollinn Jóan Símum Edmundsson um miðbik fyrri hálfleiks. Jónatan Ingi fékk svo flott færi til þess að skora sitt annað mark og tvöfalda forystu Vals skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Patrick Pedersen þræddi þá Jónatan Inga í gegn en Steinþór Már lokaði á hann í tvígang með góðu úthlaupi. Tryggvi Hrafn kom svo Valsmönnum í 2-0 á 43. mínútu leiksins. Birkir Heimisson setti þá Tryggva Hrafn í gegn og framherjinn renndi boltanum laglega í markið. Tryggvi Hrafn var þarna að opna markareikning sinn á þessari leiktíð. Þannig var staðan í hálfleik og gestirnir að norðan í erfiðum málum. Sóknarþrenna Vals, Tryggvi Hrafn, Patrick Pedersen og Jónatan Ingi voru í miklu stuði í þessum leik og gerðu varnarmönnum KA lífið leitt. Jónatan Ingi gerði endanlega út um leikinn þegar tæplega klukkutími var liðinn af leiknum. Jónatan Ingi fékk þá langa sendingu frá Birki, labbaði framhjá Kára Gautasyni og slúttaði með góðu skoti í nærhornið. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði sárabótarmark skömmu síðar en lengra komust KA-menn ekki og 3-1 sigur Vals staðreynd. Valur hefur þar af leiðandi fimm stig eftir þrjá leiki en KA er aftur með eitt stig eftir jafn marga leiki.