Upp­gjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnu­menn á beinu brautina

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Örvar gulltryggði sigurinn i blálokin.
Örvar gulltryggði sigurinn i blálokin. vísir/anton

Stjarnan náði góðum úrslitum í kvöld með 2-0 sigri gegn Fram á Samsungvellinum í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Með þessum sigri bætir liðið við sig þremur mikilvægum stigum eftir þrjá tapleiki í röð. 

Fyrsta markið kom á 41. mínútu þegar Benedikt Warén sendi boltann laglega inn fyrir vörn gestanna og Emil Atlason kom eins og gammur á aftari stönginni og kláraði af öryggi. 

Bæði lið fengu sinn skammt af færum en tókst illa að nýta þau. Gestirnir fengu 13 hornspyrnur í leiknum og náðu ekki að nýta neina þeirra til þess að skora. 

Á 87. Mínútu skoraði Örvar Eggertsson glæsilegt mark eftir sendingu frá Benedikti Warén. Framarar náðu ekki að skapa sér fleiri færi eftir það. Lokastaða 2-0 sigur heimamanna. 

Atvik leiksins 

Á 48. Mínútu leiksins féll Vuk Oskar inn í teig Stjörnumanna og taldi Vilhjálmur Alvar hann hafa dýft sér. Vuk Oskar var mjög ósáttur með þessa ákvörðun og lét dómara leiksins heyra það og uppskar gult fyrir. Það er óvíst hversu mikið atvikið hafði áhrif á gang leiksins en spurning hvort það hefði kveikt aðeins í gestunum. 

Stjörnur og skúrkar 

Benedikt Warén var frábær á vinstri kanti stjörnumanna og var með tvær stoðsendingar hér í kvöld. 

Dómarinn 

Það má setja spurningarmerki við atvikinu á 48. mínútu þegar Vuk Oskar fellur í vítateig heimamanna. Vilhjálmur Alvar taldi það vera dýfu og dæmdi ekki vítaspyrnu. Leikurinn var annars svona heilt yfir bara þokkalega dæmdur. 

Stemning og umgjörð 

Hér á Samsungvellinum er mikil stemning og mjög góð umgjörð. Það var algjör kóngur í blaðamannaboxinu sem sá til þess að allir fengu mat og drykk. 497 stuðningsmenn mættu á völlinn og létu vel í sér í heyra með trommum og söng.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira