Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 19. maí 2025 11:32 Í heldur furðulegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu miðvikudaginn 14. þessa mánaðar gagnrýndi Harpa Magnúsdóttir, forstjóri Hoobla, ávarp mitt í tilefni 1. maí þar sem ég gerði „gigg-hagkerfið“ svonefnda að umtalsefni. Harpa kaus að túlka orð mín svo að þau ættu við sjálfstætt starfandi fólk, almennt og yfirleitt. Nefndi hún til sögu lögfræðinga, ráðgjafa og aðra sjálfstætt starfandi sérfræðinga og lýsti því yfir að gagnrýni mín væri svo „gamaldags“ að líkja mætti henni við að vera andvígur nýtingu gervigreindar! Mér kemur verulega á óvart að forstjóri fyrirtækis sem lýsir sér sem „markaðstorgi þekkingar“ skuli beita svo ómerkilegum útúrsnúningi. Réttleysi og þrælavinna Augljóst má vera hverjum þeim sem les ávarp mitt, sem birtist í Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins, að því fer víðs fjarri að orðum mínum sé beint gegn sjálfstætt starfandi fólki í landinu! Í ávarpinu fjalla ég um réttleysi fólks sem neyðist til „að stunda þrælavinnu fyrir lúsarlaun“. Vera kann að Harpa Magnúsdóttir þekki til sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem þannig er komið fyrir en ég leyfi mér að efast um að það sé algengt hlutskipti. Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), og í flestum ríkjum Vesturlanda hefur hin seinni ár farið fram umræða um hörmuleg kjör og réttleysi fólks sem sinnir þjónustustörfum í gegnum svonefnda „stafræna vettvanga“ (e. Digital platforms). Í því efni er nærtækt að vísa til leigubílaaksturs og sendlaþjónustu líkt og þekkist hér á landi. Það er í þessu ljósi sem ég fjalla í ávarpinu um samningsrétt á jafnréttisgrunni, veika samningsstöðu fólks í „gigg-hagkerfinu“ og þá hugmyndafræði að lífsgæði og réttindi annars fólks séu „afstæð við þarfir markaðarins hverju sinni“. Öllum má ljóst vera að með þessum orðum vísa ég til fólks, yfirleitt erlendra verkamanna og innflytjenda, sem almennt standa höllum fæti gagnvart atvinnurekendum sínum og samfélaginu. Veik staða þessa fólks er nýtt til að skerða kjörin og stuðla að félagslegum undirboðum. Skipulegt niðurbrot ráðningasambandsins er kjarninn í þessari hugmyndafræði sem byggist á misneytingu. Um leið er vegið að sjálfu vinnumarkaðslíkaninu sem reynst hefur íslensku launafólki vel og nauðsynlegt er að standa vörð um. Þessa framgöngu tel ég birtingarmynd blindrar auðhyggju og samfélagslegrar niðurrifsstefnu. Þetta er svartur blettur á okkar samfélagi jafnt sem öðrum. Hvað eru stéttarfélögin að gera? Í viðtalinu varð Hörpu tíðrætt um hvað stéttarfélögin eru ekki að gera til að laða þetta fólk að sér. Sjálfstætt starfandi einstaklingar hafa verið og eru í mjög mörgum tilfellum félagsfólk í stéttarfélögum. Svo hefur lengi verið og má þar nefna einyrkja í iðnaðarstörfum, sjálfstætt starfandi sölumenn og fleiri. Þetta er fólk sem hefur aðstöðu til að semja fyrir sig og vísa í gerða kjarasamninga. Félag tæknifólks, sem er innan RSÍ, gerði brautryðjandi kjarasamninga fyrir sitt fólk sem eru verktakar í tölvu-, kvikmynda-, og hljóðstörfum. Margt af þessu fólki þurfti áður fyrr að gera sér að góðu að sá sem ætlaði að fá þau í tímabundna vinnu setti skilyrðin fyrir ráðningu. Þau fengu ákveðna upphæð á sólahring, áttu að sjá um sig sjálf varðandi fæði og húsnæði, iðulega fjarri byggð, og innifalinn var vinnutími meðan unnið væri hvern sólarhring. Matarsendill hefur ekkert um það að segja hvað hann fær fyrir hverja sendingu. Verkalýðsfélögin eru að vinna í þeirra málum, svo og annarra sem undir þessa ánauð eru seld. Barátta kynslóðanna Þau réttindi sem launafólk á Íslandi nýtur eru afrakstur baráttu kynslóðanna fyrir velferð og virðingu fyrir mannlegri reisn. Þegar skipulega er unnið að því að grafa undan þeim árangri sem náðst hefur verður samfélagið að bregðast við í nafni almannahagsmuna. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Vinnumarkaður Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í heldur furðulegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu miðvikudaginn 14. þessa mánaðar gagnrýndi Harpa Magnúsdóttir, forstjóri Hoobla, ávarp mitt í tilefni 1. maí þar sem ég gerði „gigg-hagkerfið“ svonefnda að umtalsefni. Harpa kaus að túlka orð mín svo að þau ættu við sjálfstætt starfandi fólk, almennt og yfirleitt. Nefndi hún til sögu lögfræðinga, ráðgjafa og aðra sjálfstætt starfandi sérfræðinga og lýsti því yfir að gagnrýni mín væri svo „gamaldags“ að líkja mætti henni við að vera andvígur nýtingu gervigreindar! Mér kemur verulega á óvart að forstjóri fyrirtækis sem lýsir sér sem „markaðstorgi þekkingar“ skuli beita svo ómerkilegum útúrsnúningi. Réttleysi og þrælavinna Augljóst má vera hverjum þeim sem les ávarp mitt, sem birtist í Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins, að því fer víðs fjarri að orðum mínum sé beint gegn sjálfstætt starfandi fólki í landinu! Í ávarpinu fjalla ég um réttleysi fólks sem neyðist til „að stunda þrælavinnu fyrir lúsarlaun“. Vera kann að Harpa Magnúsdóttir þekki til sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem þannig er komið fyrir en ég leyfi mér að efast um að það sé algengt hlutskipti. Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), og í flestum ríkjum Vesturlanda hefur hin seinni ár farið fram umræða um hörmuleg kjör og réttleysi fólks sem sinnir þjónustustörfum í gegnum svonefnda „stafræna vettvanga“ (e. Digital platforms). Í því efni er nærtækt að vísa til leigubílaaksturs og sendlaþjónustu líkt og þekkist hér á landi. Það er í þessu ljósi sem ég fjalla í ávarpinu um samningsrétt á jafnréttisgrunni, veika samningsstöðu fólks í „gigg-hagkerfinu“ og þá hugmyndafræði að lífsgæði og réttindi annars fólks séu „afstæð við þarfir markaðarins hverju sinni“. Öllum má ljóst vera að með þessum orðum vísa ég til fólks, yfirleitt erlendra verkamanna og innflytjenda, sem almennt standa höllum fæti gagnvart atvinnurekendum sínum og samfélaginu. Veik staða þessa fólks er nýtt til að skerða kjörin og stuðla að félagslegum undirboðum. Skipulegt niðurbrot ráðningasambandsins er kjarninn í þessari hugmyndafræði sem byggist á misneytingu. Um leið er vegið að sjálfu vinnumarkaðslíkaninu sem reynst hefur íslensku launafólki vel og nauðsynlegt er að standa vörð um. Þessa framgöngu tel ég birtingarmynd blindrar auðhyggju og samfélagslegrar niðurrifsstefnu. Þetta er svartur blettur á okkar samfélagi jafnt sem öðrum. Hvað eru stéttarfélögin að gera? Í viðtalinu varð Hörpu tíðrætt um hvað stéttarfélögin eru ekki að gera til að laða þetta fólk að sér. Sjálfstætt starfandi einstaklingar hafa verið og eru í mjög mörgum tilfellum félagsfólk í stéttarfélögum. Svo hefur lengi verið og má þar nefna einyrkja í iðnaðarstörfum, sjálfstætt starfandi sölumenn og fleiri. Þetta er fólk sem hefur aðstöðu til að semja fyrir sig og vísa í gerða kjarasamninga. Félag tæknifólks, sem er innan RSÍ, gerði brautryðjandi kjarasamninga fyrir sitt fólk sem eru verktakar í tölvu-, kvikmynda-, og hljóðstörfum. Margt af þessu fólki þurfti áður fyrr að gera sér að góðu að sá sem ætlaði að fá þau í tímabundna vinnu setti skilyrðin fyrir ráðningu. Þau fengu ákveðna upphæð á sólahring, áttu að sjá um sig sjálf varðandi fæði og húsnæði, iðulega fjarri byggð, og innifalinn var vinnutími meðan unnið væri hvern sólarhring. Matarsendill hefur ekkert um það að segja hvað hann fær fyrir hverja sendingu. Verkalýðsfélögin eru að vinna í þeirra málum, svo og annarra sem undir þessa ánauð eru seld. Barátta kynslóðanna Þau réttindi sem launafólk á Íslandi nýtur eru afrakstur baráttu kynslóðanna fyrir velferð og virðingu fyrir mannlegri reisn. Þegar skipulega er unnið að því að grafa undan þeim árangri sem náðst hefur verður samfélagið að bregðast við í nafni almannahagsmuna. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ).
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun