Toney spilaði síðast landsleik þegar hann lék úrslitaleikinn geng Spáni á EM fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur skorað 28 mörk í 42 leikjum fyrir Al-Ahli og þannig unnið sig inn í enska hópinn sem mætir Andorra í undankeppni HM 7. júní og svo Senegal í vináttulandsleik 10. júní. Hópinn má sjá hér að neðan.
„Við fylgjumst náið með honum [Toney] eins og öðrum leikmönnum á okkar lista. Ivan hefur spilað mikið og haft mikil áhrif með mörkum sínum í mikilvægum leikjum. Hann vann stóran titil með félaginu sínu, asíska meistaratitilinn,“ sagði Tuchel eftir að landsliðshópurinn var kynntur í dag.
"We want to see his personality in the group and see his quality." 👊
— England (@England) May 23, 2025
Thomas Tuchel on @IvanToney24, who returns to a #ThreeLions squad for the first time since #EURO2024. pic.twitter.com/9m68GFc4sW
„Ég hafði ekki tækifæri til að sjá hann með berum augum í Sádi-Arabíu svo við vildum nýta tækifærið til að fljúga honum til okkar og sjá hann í hópnum. Sjá persónuleikann hans í hópnum og hæfileika hans. Hann mun keppa við Harry Kane og Ollie Watkins um 9-stöðuna svo þetta verður áhugavert. Við erum með þrjá framherja í hópnum,“ sagði Tuchel.
Jude Bellingham er einnig í hópnum þrátt fyrir að eiga fyrir höndum aðgerð vegna þrálátra axlarmeiðsla í sumar, eftir HM félagsliða sem hefst 15. júní. Fleiri leikmenn sem keppa á HM félagsliða eru í enska hópnum, eins og fyrirliðinn Harry Kane, Cole Palmer og Conor Gallagher.
Á meðal þeirra sem voru ekki valdir eru Phil Foden og Jarrod Bowen. Þá á Manchester United engan fulltrúa í hópnum því Luke Shaw, Harry Maguire og Kobbie Mainoo voru ekki valdir auk þess sem Marcus Rashford, sem verið hefur að láni hjá Aston Villa, er meiddur í læri.
Enski hópurinn:
Markmenn: Jordan Pickford (Everton), Dean Henderson (Crystal Palace), James Trafford (Burnley).
Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Dan Burn (Newcastle), Trevor Chalobah (Chelsea), Levi Colwill (Chelsea), Reece James (Chelsea), Ezri Konsa (Aston Villa), Myles Lewis-Skelly (Arsenal), Kyle Walker (AC Milan, lán frá Manchester City).
Miðjumenn: Jude Bellingham (Real Madrid), Eberechi Eze (Crystal Palace), Conor Gallagher (Atletico Madrid), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Jordan Henderson (Ajax), Curtis Jones (Liverpool), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal), Morgan Rogers (Aston Villa), Anthony Gordon (Newcastle).
Sóknarmenn: Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ivan Toney (Al-Ahli), Ollie Watkins (Aston Villa).