Upp­gjörið: KA - Aftur­elding 1-0 | KA af botninum

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
KA Anton Brink
vísir/Anton

KA tók á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag. Fyrir leikinn voru KA á botni deildarinnar með fimm stig. Leiknum lauk með 1-0 sigri KA, þrjú mikilvæg stig fyrir heimamenn.

Fyrri hálfleikur var nokkuð bragðdaufur og sóknarleikurinn náði sér aldrei almennilega á strik. Bæði lið áttu erfitt með að finna taktinn í uppspilinu og lítið um markverð tækifæri.

Baráttan var þó til staðar og mikið um brot og aukaspyrnur en vantaði að koma upp skipulögðum sóknum beggja megin. Níu gul spjöld fengu að líta dagsins ljós og fjöldi aukaspyrna í leiknum rauf flæði og takt. Gæði og ákvarðanataka var ábótavant á síðasta þriðjungi vallarins þar sem mikið um hálffæri sköpuðust en varð svo lítið upp úr sóknunum.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 79. mínútu leiksins þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson fær boltann rétt fyrir utan teig og setur hann svo snyrtilega í netið.

Atvik leiksins

Á 90. mínútu fékk Jóan Símun Edmundsson marktækifæri til að klára leikinn. Hann slapp einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Hallgrími Mar, renndi boltanum framhjá Jökli Andréssyni í markinu en boltinn small í stönginni. Nær gat það varla orðið.

Stjörnur og skúrkar

Hallgrímur Mar var besti leikmaður vallarins hann var allt í öllu en hann tók flestar aukaspyrnur og hornspyrnur KA manna og var nokkuð líflegur þrátt fyrir að hafa ekki náð að skapa nein almennileg færi.

Dómarar

Twana Khalid Ahmed, Birkir Sigurðarson og Þórður Arnar Árnason dæmdu þennan leik. Ég var ekkert voðalega hrifin af dómgæslunni í leiknum. Það var vissulega mikið af brotum dæmd en skorti samræmi á tíðum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira