Samkeppnin tryggir hag neytenda Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. júní 2025 15:02 Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu? Við þurfum öll að vera vel á verði varðandi verðlag. ASÍ hefur unnið mikilvægt starf í verðlagseftirliti og m.a. þróað smáforritið Nappið, sem gerir fólki kleift að bera saman verð milli verslana með einfaldri skönnun. Um 25 þúsund notendur hafa sótt forritið, og viðtökurnar sýna skýrt að neytendur kalla eftir auknu gagnsæi í verðlagningu. Varðandi nýlegar verðhækkanir skera þrír flokkar matvöru sig sérstaklega úr; kaffi og kakó, grænmeti og ávextir og kjötvörur. Heimsmarkaðsverð á kaffi og kakó hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og má aðallega rekja þá þróun til áhrifa loftslagsbreytinga sem hafa valdið uppskerubresti víða um heim. Hér á landi hafa kartöflur hækkað um 20% á undanförnu ári þó heimsmarkaðsverð hafi ekki verið lægra í fjögur ár. Ástæður þess má meðal annars rekja til óhagstæðs veðurfars. Þá hafa grænmetisbændur talað um að hækkun á orkuverði hafi mikil áhrif á reksturinn og má vera að sú hækkun sé komin fram í afurðaverðinu. Að auki hefur mjög skæður plöntusjúkdómur herjað á sítrusávexti og valdið miklum afföllum hjá ræktendum í helstu framleiðslulöndum. Kjötið hækkar sérstaklega Verðhækkun á kjöti þarf að skoða nánar – sérstaklega í ljósi þeirrar umfangsmiklu undanþágu sem innlendum kjötafurðastöðvum var veitt frá ákvæðum samkeppnislaga með breyttum búvörulögum á síðasta ári. Með breytingunum geta afurðastöðvar nú sameinast án eftirlits samkeppnisyfirvalda óháð því hversu mikilli yfirburða samkeppnisstöðu þær eru í, Samkeppniseftirlitið getur ekki rannsakað áhrif samruna á hag neytenda. Þessar breytingar áttu að veita afurðastöðvum tækifæri til þess að hagræða með tilheyrandi ábata fyrir bændur og neytendur. Verðhækkunin vekur hins vegar áleitnar spurningar. Hefur undanþágan verið nýtt til slíkrar hagræðingar – eða til að hækka verð? Frjáls og opin samkeppni er besta leiðin til þess að tryggja neytendum hagstætt verð. Verðhækkun stafar af margvíslegum þáttum eins og hér er rakið en skortur á samkeppni viðheldur hærra verði. Skortur á samkeppni dregur líka úr hvata til nýsköpunar og umbóta sem kemur neytendum til góða. Þess vegna er nú í meðferð Alþingis frumvarp mitt þar sem þessar illa ígrunduðu undanþágur frá samkeppnislögum eru afturkallaðar. Í haust mun ég síðan leggja fram annað frumvarp sem tryggir bændum sambærileg tækifæri til samstarfs og tíðkast í nágrannaríkjunum án þess að mikilvægum leikreglum samkeppninnar sé fórnað. Matarverð kemur okkur öllum við. Það skiptir máli að stjórnvöld séu vakandi fyrir því ef það hækkar óeðlilega mikið. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar á öfluga neytendavernd og virka samkeppni hef ég sett á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins. Verkefni teymisins er að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matvöruverslun Fjármál heimilisins Verðlag Landbúnaður Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Sjá meira
Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu? Við þurfum öll að vera vel á verði varðandi verðlag. ASÍ hefur unnið mikilvægt starf í verðlagseftirliti og m.a. þróað smáforritið Nappið, sem gerir fólki kleift að bera saman verð milli verslana með einfaldri skönnun. Um 25 þúsund notendur hafa sótt forritið, og viðtökurnar sýna skýrt að neytendur kalla eftir auknu gagnsæi í verðlagningu. Varðandi nýlegar verðhækkanir skera þrír flokkar matvöru sig sérstaklega úr; kaffi og kakó, grænmeti og ávextir og kjötvörur. Heimsmarkaðsverð á kaffi og kakó hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og má aðallega rekja þá þróun til áhrifa loftslagsbreytinga sem hafa valdið uppskerubresti víða um heim. Hér á landi hafa kartöflur hækkað um 20% á undanförnu ári þó heimsmarkaðsverð hafi ekki verið lægra í fjögur ár. Ástæður þess má meðal annars rekja til óhagstæðs veðurfars. Þá hafa grænmetisbændur talað um að hækkun á orkuverði hafi mikil áhrif á reksturinn og má vera að sú hækkun sé komin fram í afurðaverðinu. Að auki hefur mjög skæður plöntusjúkdómur herjað á sítrusávexti og valdið miklum afföllum hjá ræktendum í helstu framleiðslulöndum. Kjötið hækkar sérstaklega Verðhækkun á kjöti þarf að skoða nánar – sérstaklega í ljósi þeirrar umfangsmiklu undanþágu sem innlendum kjötafurðastöðvum var veitt frá ákvæðum samkeppnislaga með breyttum búvörulögum á síðasta ári. Með breytingunum geta afurðastöðvar nú sameinast án eftirlits samkeppnisyfirvalda óháð því hversu mikilli yfirburða samkeppnisstöðu þær eru í, Samkeppniseftirlitið getur ekki rannsakað áhrif samruna á hag neytenda. Þessar breytingar áttu að veita afurðastöðvum tækifæri til þess að hagræða með tilheyrandi ábata fyrir bændur og neytendur. Verðhækkunin vekur hins vegar áleitnar spurningar. Hefur undanþágan verið nýtt til slíkrar hagræðingar – eða til að hækka verð? Frjáls og opin samkeppni er besta leiðin til þess að tryggja neytendum hagstætt verð. Verðhækkun stafar af margvíslegum þáttum eins og hér er rakið en skortur á samkeppni viðheldur hærra verði. Skortur á samkeppni dregur líka úr hvata til nýsköpunar og umbóta sem kemur neytendum til góða. Þess vegna er nú í meðferð Alþingis frumvarp mitt þar sem þessar illa ígrunduðu undanþágur frá samkeppnislögum eru afturkallaðar. Í haust mun ég síðan leggja fram annað frumvarp sem tryggir bændum sambærileg tækifæri til samstarfs og tíðkast í nágrannaríkjunum án þess að mikilvægum leikreglum samkeppninnar sé fórnað. Matarverð kemur okkur öllum við. Það skiptir máli að stjórnvöld séu vakandi fyrir því ef það hækkar óeðlilega mikið. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar á öfluga neytendavernd og virka samkeppni hef ég sett á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins. Verkefni teymisins er að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun