Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 16:59 Sandstormur í Kimberley, í Vestur-Ástralíu. Mynd úr safni. Getty Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríki mættu höfða mál hvert gegn öðru vegna loftslagsbreytinga, meðal annars vegna sögulegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Dómarinn við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi benti þó á við dómsuppkvaðningu í dag að það gæti reynst erfitt að sanna hver olli hvaða loftslagsbreytingum. Úrskurðurinn er ekki bindandi að sögn BBC, sem hefur þó eftir lögfræðingum að hann gæti haft miklar afleiðingar. Má hann teljast sigur fyrir ríki sem finna hvað mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Aðgerðarsinnar sofa værar Málið á rætur að rekja til ársins 2019 þegar laganemar frá Kyrrahafseyjum, sem eru í fremstu víglínu loftslagsbreytinga vegna hækkandi sjávarborðs, fengu hugmyndina að málsókninni. „Í kvöld mun ég sofa værar,“ hefur BBC eftir Floru Vano, aðgerðarsinna frá Kyrrahafseyjunni Vanúatú sem er talin vera landið sem er hvað viðkvæmast fyrir öfgaveðri á heimsvísu. „Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur viðurkennt það sem við höfum gengið í gegnum, þjáningu okkar, seiglu og rétt okkar til framtíðar“ Alþjóðadómstóllinn í Haag er talinn æðsti dómstóll heims og hefur lögsögu um allan heim. Lögfræðingar hafa sagt BBC að hægt væri að nota álitið strax í næstu viku. Bandaríkin ekki sloppin þó þau dragi sig úr Parísarsáttmálanum Aðgerðarsinnar og loftslagslögfræðingar vonast eftir því að þessi tímamótaákvörðun ryðji brautina fyrir bætur frá ríki sem hafa sögulega brennt mest af jarðefnaeldsneyti og talin bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar. Mörg fátækari ríki studdu málið og héldu því fram að þróuð ríki stæðu ekki við núverandi loforð um að takast á við vaxandi vandamálið. En þróuð ríki héldu því fram að núverandi loftslagssamningar, þar á meðal samningur Parísarsáttmálinn frá 2015, væru fullnægjandi og að ekki þyrfti að leggja á frekari lagalegar kvaðir. Dómstóllinn hafnaði því. Dómari Iwasawa Yuji sagði einnig að ef ríki þróuðu ekki metnaðarfyllstu mögulegu áætlanir til að takast á við loftslagsbreytingar myndi það fela í sér brot á loforðum þeirra í Parísarsáttmálanum. Hann bætti við að víðtækari alþjóðalög giltu, sem þýðir að ríki sem hafa ekki skrifað undir Parísarsamninginn — eða vilja draga sig úr honum, eins og Bandaríkin — eru samt skyldug til að vernda umhverfið, þar á meðal loftslagskerfið. Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Dómarinn við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi benti þó á við dómsuppkvaðningu í dag að það gæti reynst erfitt að sanna hver olli hvaða loftslagsbreytingum. Úrskurðurinn er ekki bindandi að sögn BBC, sem hefur þó eftir lögfræðingum að hann gæti haft miklar afleiðingar. Má hann teljast sigur fyrir ríki sem finna hvað mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Aðgerðarsinnar sofa værar Málið á rætur að rekja til ársins 2019 þegar laganemar frá Kyrrahafseyjum, sem eru í fremstu víglínu loftslagsbreytinga vegna hækkandi sjávarborðs, fengu hugmyndina að málsókninni. „Í kvöld mun ég sofa værar,“ hefur BBC eftir Floru Vano, aðgerðarsinna frá Kyrrahafseyjunni Vanúatú sem er talin vera landið sem er hvað viðkvæmast fyrir öfgaveðri á heimsvísu. „Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur viðurkennt það sem við höfum gengið í gegnum, þjáningu okkar, seiglu og rétt okkar til framtíðar“ Alþjóðadómstóllinn í Haag er talinn æðsti dómstóll heims og hefur lögsögu um allan heim. Lögfræðingar hafa sagt BBC að hægt væri að nota álitið strax í næstu viku. Bandaríkin ekki sloppin þó þau dragi sig úr Parísarsáttmálanum Aðgerðarsinnar og loftslagslögfræðingar vonast eftir því að þessi tímamótaákvörðun ryðji brautina fyrir bætur frá ríki sem hafa sögulega brennt mest af jarðefnaeldsneyti og talin bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar. Mörg fátækari ríki studdu málið og héldu því fram að þróuð ríki stæðu ekki við núverandi loforð um að takast á við vaxandi vandamálið. En þróuð ríki héldu því fram að núverandi loftslagssamningar, þar á meðal samningur Parísarsáttmálinn frá 2015, væru fullnægjandi og að ekki þyrfti að leggja á frekari lagalegar kvaðir. Dómstóllinn hafnaði því. Dómari Iwasawa Yuji sagði einnig að ef ríki þróuðu ekki metnaðarfyllstu mögulegu áætlanir til að takast á við loftslagsbreytingar myndi það fela í sér brot á loforðum þeirra í Parísarsáttmálanum. Hann bætti við að víðtækari alþjóðalög giltu, sem þýðir að ríki sem hafa ekki skrifað undir Parísarsamninginn — eða vilja draga sig úr honum, eins og Bandaríkin — eru samt skyldug til að vernda umhverfið, þar á meðal loftslagskerfið.
Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira