Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar 8. október 2025 16:00 Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Fyrirkomulagið er auðvitað ekki fullkomið og betur hefði farið á því ef allir borgarfulltrúar (ég þar með talin) hefðu haldið áfram af sama metnaði. Það á enn eftir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, fjölga leikskólakennurum og tryggja betra starfsumhverfi. Þrátt fyrir þetta eru leikskólarnir í grunninn góðir, börn upp til hópa sátt og foreldrar geta unnið sína vinnu. Foreldrar eru svo sem ekki heldur fullkomin, þó þau séu að gera sitt besta. Mörg þeirra hafa minni tíma til að vera með börnunum sínum en þau myndu vilja. Fólk vinnur mikið, stundar líkamsrækt og hittir vini, enda er nauðsynlegt að hafa fjármagn og heilsu (andlega og líkamlega) til að standa sig í foreldrahlutverkinu. Örþrifaráð við flóknum vanda Staðan á leikskólum Reykjavíkur er erfið. Langvarandi skortur á viðhaldi hefur leitt af sér varanlegar skemmdir á húsnæði með tilheyrandi raski. Launin eru of lág til að laða að nægilega marga kennara og halda í gott starfsfólk. Stuðningsúrræði eru of einsleit og fá. Reiknireglur um mönnun eru of knappar til að hægt sé að bregðast við forföllum, að ekki sé talað um að virða þá grundvallarreglu að starfsfólk sé aldrei eitt með börnum eins og hræðileg nýleg dæmi bera með sér. Til að bregðast við þessu hefur eitthvað sem kallast Reykjavíkurmódel verið kynnt til sögunnar. Án þess að ég nenni að kafa ofan í efnisatriði þess, þá snýst það um hækkun gjaldskrár umfram ákveðinn tímafjölda á viku og á óformlegum frídögum. Markmiðið er að auðvelda skipulag leiskólastarfsins með því að stytta leikskólaviku barnanna. Ekki besta leiðin Ég skil vel að leikskólastarfsfólk fagni tillögum sem auðvelda þeim að reka leikskólana við þær vonlausu aðstæður sem skapaðar hafa verið. En þetta er ekki eina leiðin og þetta er ekki besta leiðin. Og í raun er þessi leið engin lausn, heldur er fyrst og fremst verið að snúa niðurskurðarhnífnum í sárinu og beina honum að foreldrum í stað starfsfólks. Þessi lausn fjölgar ekki stöðugildum, eykur ekki öryggi og gerir ekki við húsnæðið. Reynslan af sambærilegum aðgerðum í Kópavogi er slæm (ég veit að það er ekki eins en algerlega nógu sambærilegt til að læra af). Bent hefur verið á að fyrirkomulagið bitnar fjárhagslega verst á foreldrum sem þéna minnst og að það setur auknar byrðar á fólk með lítinn sveigjanleika í vinnu og lítið félagslegt bakland. Hvað þá? Sanngjarnara væri að blása í glæður þess metnaðar sem Reykjavíkurlistinn hafði (eða jafnvel kveikja eldinn upp á nýtt). Að standa með leikskólunum, færa til fjármagn innan borgarkerfisins og setja trukk í viðhald, viðbætur og úrræði sem tryggja starfsfólki og börnum heilnæmar, öruggar og uppbyggilegar aðstæður á leikskólum í Reykjavík. Ef styttri vinnuvika dekkar ekki 42 tíma leikskólaviku, þá þarf að fjölga starfsfólki. Ef börn eru þreytt eftir of langan dag á leikskóla er betra að búa til rólegri umgjörð með fleira starfsfólki og smærri barnahópum en að þeyta þeim af stað í útréttingar í eftirmiðdagsumferðinni eða barnapössun líkamsræktarstöðva. Reykjavíkurmódelið Á kvennaárinu 2025, 50 árum eftir að konur lögðu niður störf í fyrsta skipti og 31 ári eftir að Reykjavíkurlistinn hóf uppbyggingu leikskóla í núverandi mynd, ætti meirihluti sem leiddur er af konum í fyrsta skipti í sögunni að dusta rykið af femínísku hugmyndafræðinni sem leikskólarnir eru byggðir á og endurskipuleggja rekstur borgarinnar í þeirra þágu. Það kann að hljóma óraunhæft, en þá minni ég á að heilsdagsvistun fyrir öll börn þótti óraunhæf árið 1994. Fyrst og fremst ætti núverandi meirihluti borgarstjórnar að fullfjármagna leikskólastigið svo sæmd sé að. Þær ættu að tryggja kvennastéttunum sem halda uppi leikskólunum almennileg laun. Þær ættu að tryggja þjónustu sem stuðlar að kynjajafnrétti á vinnumarkaði og dregur úr ólaunaðri vinnu kvenna. Og síðast en ekki síst ættu þær að tryggja öllum börnum í borginni öruggar og uppbyggilegar aðstæður með heilnæmu húsnæði og nægri mönnun. Það væri almennilegt Reykjavíkurmódel. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur og fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Fyrirkomulagið er auðvitað ekki fullkomið og betur hefði farið á því ef allir borgarfulltrúar (ég þar með talin) hefðu haldið áfram af sama metnaði. Það á enn eftir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, fjölga leikskólakennurum og tryggja betra starfsumhverfi. Þrátt fyrir þetta eru leikskólarnir í grunninn góðir, börn upp til hópa sátt og foreldrar geta unnið sína vinnu. Foreldrar eru svo sem ekki heldur fullkomin, þó þau séu að gera sitt besta. Mörg þeirra hafa minni tíma til að vera með börnunum sínum en þau myndu vilja. Fólk vinnur mikið, stundar líkamsrækt og hittir vini, enda er nauðsynlegt að hafa fjármagn og heilsu (andlega og líkamlega) til að standa sig í foreldrahlutverkinu. Örþrifaráð við flóknum vanda Staðan á leikskólum Reykjavíkur er erfið. Langvarandi skortur á viðhaldi hefur leitt af sér varanlegar skemmdir á húsnæði með tilheyrandi raski. Launin eru of lág til að laða að nægilega marga kennara og halda í gott starfsfólk. Stuðningsúrræði eru of einsleit og fá. Reiknireglur um mönnun eru of knappar til að hægt sé að bregðast við forföllum, að ekki sé talað um að virða þá grundvallarreglu að starfsfólk sé aldrei eitt með börnum eins og hræðileg nýleg dæmi bera með sér. Til að bregðast við þessu hefur eitthvað sem kallast Reykjavíkurmódel verið kynnt til sögunnar. Án þess að ég nenni að kafa ofan í efnisatriði þess, þá snýst það um hækkun gjaldskrár umfram ákveðinn tímafjölda á viku og á óformlegum frídögum. Markmiðið er að auðvelda skipulag leiskólastarfsins með því að stytta leikskólaviku barnanna. Ekki besta leiðin Ég skil vel að leikskólastarfsfólk fagni tillögum sem auðvelda þeim að reka leikskólana við þær vonlausu aðstæður sem skapaðar hafa verið. En þetta er ekki eina leiðin og þetta er ekki besta leiðin. Og í raun er þessi leið engin lausn, heldur er fyrst og fremst verið að snúa niðurskurðarhnífnum í sárinu og beina honum að foreldrum í stað starfsfólks. Þessi lausn fjölgar ekki stöðugildum, eykur ekki öryggi og gerir ekki við húsnæðið. Reynslan af sambærilegum aðgerðum í Kópavogi er slæm (ég veit að það er ekki eins en algerlega nógu sambærilegt til að læra af). Bent hefur verið á að fyrirkomulagið bitnar fjárhagslega verst á foreldrum sem þéna minnst og að það setur auknar byrðar á fólk með lítinn sveigjanleika í vinnu og lítið félagslegt bakland. Hvað þá? Sanngjarnara væri að blása í glæður þess metnaðar sem Reykjavíkurlistinn hafði (eða jafnvel kveikja eldinn upp á nýtt). Að standa með leikskólunum, færa til fjármagn innan borgarkerfisins og setja trukk í viðhald, viðbætur og úrræði sem tryggja starfsfólki og börnum heilnæmar, öruggar og uppbyggilegar aðstæður á leikskólum í Reykjavík. Ef styttri vinnuvika dekkar ekki 42 tíma leikskólaviku, þá þarf að fjölga starfsfólki. Ef börn eru þreytt eftir of langan dag á leikskóla er betra að búa til rólegri umgjörð með fleira starfsfólki og smærri barnahópum en að þeyta þeim af stað í útréttingar í eftirmiðdagsumferðinni eða barnapössun líkamsræktarstöðva. Reykjavíkurmódelið Á kvennaárinu 2025, 50 árum eftir að konur lögðu niður störf í fyrsta skipti og 31 ári eftir að Reykjavíkurlistinn hóf uppbyggingu leikskóla í núverandi mynd, ætti meirihluti sem leiddur er af konum í fyrsta skipti í sögunni að dusta rykið af femínísku hugmyndafræðinni sem leikskólarnir eru byggðir á og endurskipuleggja rekstur borgarinnar í þeirra þágu. Það kann að hljóma óraunhæft, en þá minni ég á að heilsdagsvistun fyrir öll börn þótti óraunhæf árið 1994. Fyrst og fremst ætti núverandi meirihluti borgarstjórnar að fullfjármagna leikskólastigið svo sæmd sé að. Þær ættu að tryggja kvennastéttunum sem halda uppi leikskólunum almennileg laun. Þær ættu að tryggja þjónustu sem stuðlar að kynjajafnrétti á vinnumarkaði og dregur úr ólaunaðri vinnu kvenna. Og síðast en ekki síst ættu þær að tryggja öllum börnum í borginni öruggar og uppbyggilegar aðstæður með heilnæmu húsnæði og nægri mönnun. Það væri almennilegt Reykjavíkurmódel. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur og fyrrverandi forseti borgarstjórnar.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun