Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar 4. nóvember 2025 07:04 Talsvert hefur verið rætt um gengi krónunnar að undanförnu og þá aðalega vegna þess að ýmsir telja gengið of hátt skráð. Sterkt gengi hennar ætti til hins vegar að vera til hagsbóta fyrir neytendur þar sem allur innflutningur væri þá á lægra verði og við fengjum meira fyrir krónuna. Sterkt gengi krónunnar ætti líka að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta en það hefur hins vegar ekki gerst. Vegna styrkingar krónunnar hafa útflutningstekjur í krónum talið dregist saman og það hefur áhrif á allar okkar útflutningsgreinar og um leið stöðu þjóðarbúsins. Til þess að mæta sveiflum á gengi krónunnar rembist síðan Seðlabankinn sem rekinn er með tugmilljarða halla, eins og rjúpan við staurinn við reyna að halda einhverju jafnvægisgengi með því að kaupa og selja krónur. Ferðamenn hreyfa gengi krónunnar Ferðaþjónustan er ein af þeim greinum sem er sérlega útsett fyrir sveiflum á gengi. Ferðir til erlendra ferðaskrifstofa eru bókaðar með löngum fyrirvara, á ákveðnu gengi, en þegar gengið styrkist í millitíðinni verða krónunnar færri þegar greiðslan er loks innt af hendi og afkoman verri sem því nemur. Vegna þess hversu lítill íslenska krónan mun mikill fjöldi ferðamanna sem hingað kemur og kaupir sér krónur alltaf hafa þau áhrif að krónan styrkist í hlutfalli við fjölda og eyðslu þeirra. Það má því segja að velgegni ferðaþjónustunnar býti í skottið á henni sjálfri en hafi um leið neikvæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg. Hér áður fyrr var vandi útfutningsgreinanna leystur með gengisfellingum sem rýrðu um leið kaupmátt almennings en slíkar aðferðir duga ekki lengur. Almenningur situr í súpunni Mörg íslensk stórfyrirtæki hafa brugðist við þessari stöðu og gera nú upp í evrum og dollar. Eftir situr íslenskur almenningur og smærri fyrirtæki og glíma við þær aukaverkanir sem fylgja íslenskri krónu, geysiháum vöxtum og einhverjum óskapnaði sem heitir verðtryggð króna.Sú króna gerir það að verkum að fólk hangir í skuldahengingarsnöru alla sína ævi . Tækifæri til þess að breyta þessu er til staðar en hafa því miður ekki verið nýtt hingað til. Vonandi horfir það til bóta. Íslenskt atvinnulíf og íslenskur almenningur þurfa stöðugar undirstöður til að byggja á, en því fer fjarri að íslenska krónan uppfylli þau skilyrði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Íslenska krónan Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið rætt um gengi krónunnar að undanförnu og þá aðalega vegna þess að ýmsir telja gengið of hátt skráð. Sterkt gengi hennar ætti til hins vegar að vera til hagsbóta fyrir neytendur þar sem allur innflutningur væri þá á lægra verði og við fengjum meira fyrir krónuna. Sterkt gengi krónunnar ætti líka að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta en það hefur hins vegar ekki gerst. Vegna styrkingar krónunnar hafa útflutningstekjur í krónum talið dregist saman og það hefur áhrif á allar okkar útflutningsgreinar og um leið stöðu þjóðarbúsins. Til þess að mæta sveiflum á gengi krónunnar rembist síðan Seðlabankinn sem rekinn er með tugmilljarða halla, eins og rjúpan við staurinn við reyna að halda einhverju jafnvægisgengi með því að kaupa og selja krónur. Ferðamenn hreyfa gengi krónunnar Ferðaþjónustan er ein af þeim greinum sem er sérlega útsett fyrir sveiflum á gengi. Ferðir til erlendra ferðaskrifstofa eru bókaðar með löngum fyrirvara, á ákveðnu gengi, en þegar gengið styrkist í millitíðinni verða krónunnar færri þegar greiðslan er loks innt af hendi og afkoman verri sem því nemur. Vegna þess hversu lítill íslenska krónan mun mikill fjöldi ferðamanna sem hingað kemur og kaupir sér krónur alltaf hafa þau áhrif að krónan styrkist í hlutfalli við fjölda og eyðslu þeirra. Það má því segja að velgegni ferðaþjónustunnar býti í skottið á henni sjálfri en hafi um leið neikvæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg. Hér áður fyrr var vandi útfutningsgreinanna leystur með gengisfellingum sem rýrðu um leið kaupmátt almennings en slíkar aðferðir duga ekki lengur. Almenningur situr í súpunni Mörg íslensk stórfyrirtæki hafa brugðist við þessari stöðu og gera nú upp í evrum og dollar. Eftir situr íslenskur almenningur og smærri fyrirtæki og glíma við þær aukaverkanir sem fylgja íslenskri krónu, geysiháum vöxtum og einhverjum óskapnaði sem heitir verðtryggð króna.Sú króna gerir það að verkum að fólk hangir í skuldahengingarsnöru alla sína ævi . Tækifæri til þess að breyta þessu er til staðar en hafa því miður ekki verið nýtt hingað til. Vonandi horfir það til bóta. Íslenskt atvinnulíf og íslenskur almenningur þurfa stöðugar undirstöður til að byggja á, en því fer fjarri að íslenska krónan uppfylli þau skilyrði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun