Liverpool til Tékklands í Evrópudeildinni Liverpool lenti á móti tékknesku meisturum þegar dregið var í dag í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Fótbolti 23. febrúar 2024 11:22
Nú geturðu fengið Haaland ís í Noregi Erling Haaland, framherji Manchester City og norska landsliðsins, hefur haslað sér völl á nýjum vettvangi, nefnilega í ísbransanum. Enski boltinn 23. febrúar 2024 11:00
Horfir á eigin klúður áður en hann fer að sofa Nicolas Jackson, framherji Chelsea, er með nokkuð sérstaka rútínu fyrir svefninn. Hann horfir nefnilega á eigin klúður áður en hann leggst til hvílu. Enski boltinn 23. febrúar 2024 10:00
Frambjóðendur um Ísraelsleikinn: „Undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun“ Frambjóðendur til formanns KSÍ eru á því að Ísland eigi að spila leikinn gegn Ísrael í umspili um sæti á EM í Þýskalandi í næsta mánuði. Fótbolti 23. febrúar 2024 09:01
Ferguson rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátum Þrátt fyrir að vera löngu hættur að þjálfa heldur Sir Alex Ferguson áfram að fagna sigrum. Það er þó ekki alltaf sársaukalaust. Enski boltinn 23. febrúar 2024 08:30
Segir að Ferdinand sé Van Dijk fátæka mannsins Jamie Carragher skaut hressilega á fyrrverandi samherja sinn í enska landsliðinu, Rio Ferdinand, í fyrradag. Enski boltinn 23. febrúar 2024 07:32
Þjálfarinn sá fjórtán ára Rooney á leið á skrallið með áfengi og sígarettur Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og um tíma markahæsti leikmaður enska landsliðsins, fór yfir víðan völl í viðtalsþættinum Stick to Football á dögunum. Enski boltinn 23. febrúar 2024 07:00
Svilar hetjan þegar Roma komst áfram eftir vítaspyrnukeppni Rómverjar skriðu áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu þökk sé sigri á Feyenoord í vítaspyrnukeppni. Þá sparkaði Sparta Prag tyrkneska liðinu Galatasaray úr keppni með 4-1 sigri. Fótbolti 22. febrúar 2024 23:25
Stefnir í frábært sumar hjá Inter og Sommer á sinn þátt í því Yann Sommer hefur verið hreint út sagt magnaður í marki Inter á leiktíðinni. Liðið trónir á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og fær varla á sig mark ásamt því að vera í fínum málum í einvígi sínu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 22. febrúar 2024 23:00
Kom inn af bekknum fyrir Kristian Nökkva og skaut Ajax áfram Ajax komst naumlega áfram í Sambandsdeild Evrópu þegar liðið lagði Bodø/Glimt í framlengdum leik í Noregi. Fótbolti 22. febrúar 2024 20:50
Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. Fótbolti 22. febrúar 2024 20:10
Aron Jó framlengir á Hlíðarenda Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur framlengt samning sinn við Val og mun því spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu næstu árin. Íslenski boltinn 22. febrúar 2024 18:16
Búinn að missa af tvö hundruð leikjum með Man. United Manchester United óttast það að tímabili sé búið hjá enska varnarmanninum Luke Shaw. Enski boltinn 22. febrúar 2024 17:30
Kroos snýr aftur í landsliðið Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, hefur ákveðið að gefa kost á sér í þýska landsliðið á nýjan leik. Hann varð við ósk landsliðsþjálfarans Julians Nagelsmann. Fótbolti 22. febrúar 2024 17:01
Guðni og Vignir með svipað fylgi | Gæti þurft að kjósa tvisvar Formannsframbjóðendur KSÍ voru í Pallborði dagsins á Vísi og í þættinum var birt niðurstaða könnunar íþróttadeildar meðal aðildarfélaga KSÍ. Það er að segja þeirra sem munu kjósa á ársþinginu á laugardag. Íslenski boltinn 22. febrúar 2024 14:47
Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. Íslenski boltinn 22. febrúar 2024 14:42
Svona var Pallborðið með frambjóðendum til formanns KSÍ Frambjóðendur til formanns Knattspyrnusambands Íslands mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Fótbolti 22. febrúar 2024 13:01
ÍTF greiddi félögum sínum 300 milljónir Félögin í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta fengu samtals 300 milljónir króna á síðasta ári frá Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaganna í þessum deildum. Íslenski boltinn 22. febrúar 2024 12:15
Ratcliffe: „Ekki viss um að Sjeikinn sé til“ Sir Jim Ratcliffe grínaðist með að hann væri ekki viss um að Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani, sem keppti við hann um kaup á hlut í Manchester United, sé til í raun og veru. Enski boltinn 22. febrúar 2024 12:01
Varar við afturhvarfi KSÍ: „Mikilvægara var að verja ofbeldismenn en brotaþola“ „Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður,“ skrifar Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í grein á Vísi. Tilefnið er kjör á nýjum formanni Knattspyrnusambands Íslands og ósk um fullvissu þess að sambandið taki ekki skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni, í gamalt far. Fótbolti 22. febrúar 2024 11:30
Leigubílstjóri olli Sveindísi vonbrigðum: „Þau eru bara eftir á hérna“ Þó að uppgangur og áhugi á knattspyrnu kvenna hafi aukist hratt víða um heim á síðustu árum þá er það ekki algilt eins og Sveindís Jane Jónsdóttir rak sig á við komuna til Serbíu. Hún segir Serba virðast aftarlega á merinni í þessum efnum. Fótbolti 22. febrúar 2024 10:32
Formannsframbjóðendur í Pallborðinu Pallborðið verður á Vísi klukkan 14.00 í dag og að þessu sinni mæta mennirnir sem berjast um formannsstólinn hjá KSÍ. Íslenski boltinn 22. febrúar 2024 10:03
KSÍ og kynferðisofbeldi Um helgina verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands kjörinn, eða reyndar ekki svo nýr ef marka má algengar spár um úrslitin. Guðni Bergsson sagði af sér árið 2021 í kjölfar ofbeldismála innan knattspyrnunnar og vanhæfni hans til að taka á þeim. Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Skoðun 22. febrúar 2024 09:31
Dani Alves dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dani Alves, einn sigursælasti fótboltamaður sögunnar, hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Fótbolti 22. febrúar 2024 09:29
Kerecis aðalstyrktaraðili Vestra: „Afar þakklát fyrir veglegan stuðning“ Líftæknifyrirtækið Kerecis er nýr aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra á Ísafirði. Heimavöllur félagsins fær nú nafnið Kerecisvöllurinn og munu öll lið Vestra leika í búningum merktum fyrirtækinu, sem í fyrra var selt fyrir 175 milljarða króna. Fótbolti 22. febrúar 2024 09:00
Messi vippaði yfir meiddan mann Lionel Messi var í sviðsljósinu þegar Inter Miami hóf nýja leiktíð í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta á því að vinna 2-0 sigur gegn Real Salt Lake í gærkvöld. Fótbolti 22. febrúar 2024 07:31
„Vantaði meiri ógnun“ Mikel Arteta sagði að lið hans Arsenal yrði að gera betur í seinni leiknum gegn Porto en Arsenal mátti sætta sig við 1-0 tap á útivelli í kvöld. Mark Porto kom í uppbótartíma. Fótbolti 21. febrúar 2024 23:00
Fullt hús stiga hjá KR í Lengjubikarnum KR vann sinn þriðja sigur í jafnmörgum leikjum í Lengjubikarnum þegar liðið vann 3-1 sigur á Njarðvík í kvöld. Fótbolti 21. febrúar 2024 22:45
„Völlurinn og liðið breyttu leiknum í sameiningu“ Jurgen Klopp var gríðarlega ánægður eftir sigur Liverpool á Luton Town í kvöld en toppliðið var 1-0 undir í hálfleik. Hann sagði liðið ekki vera sigurstranglegra fyrir úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea á sunnudag. Enski boltinn 21. febrúar 2024 22:31
Maradonaslagurinn í járnum eftir jafntefli í Napolí Það er allt galopið í einvígi Napoli og Barcelona eftir fyrri leik liðanna á Diego Armando Maradona-leikvanginum á Ítalíu í kvöld. Liðin mætast á ný eftir þrjár vikur á Spáni. Fótbolti 21. febrúar 2024 21:53