

Keppni hinna bestu í Evrópu.
Möguleiki á að Emre Can spili leikinn um helgina.
Cristiano Ronaldo er heill heilsu og verður klár í slaginn þegar Real Madrid mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir viku.
Gianluigi Buffon kveður Juventus á laugardaginn eftir 17 ára veru hjá félaginu.
Lionel Messi er af mörgum talinn besti fótboltamaður heims. Hann segir ekkert lið í heimi eins gott í því að vinna leiki þrátt fyrir slæma spilamennsku eins og Real Madrid.
Stuðningsmannatengiliður Liverpool vill fá skýringar á því afhverju úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu sé leikinn í Kænugarði. Allt of dýrt sé að ferðast til borgarinnar.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákært Gianluigi Buffon, markvörð Juventus, fyrir ógnandi hegðun gagnvart Michael Oliver í leik Juventus og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu fyrr í vetur.
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, staðfesti í dag að Cristiano Ronaldo verði orðinn klár í slaginn er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram.
Strákarnir í Messunni fóru yfir stórleik síðustu umferðar í ensku úrvalsdeildinni, leik Chelsea og Liverpool, á sunnudaginn en Chelsea vann 1-0 með marki frá Oliver Giroud.
Tveir íslenskir landsliðsmenn eru á meðal markahæstu leikmanna Meistaradeildarinnar.
Forseti Roma segir það algjöran brandara ef myndbandsdómgæsla verður ekki innleidd í Meistaradeild Evrópu eftir að félagið var slegið út úr keppninni í gær í ótrúlegu einvígi við Liverpool.
Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 4-2 tap gegn Roma í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Liverpool mun mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 26. maí en þetta varð ljóst eftir að Liverpool tapað gegn Roma, 4-2, í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool fer þó áfram samanlagt, 7-6.
Sven Ulreich, markvörður Bayern, baðst í dag afsökunar á mistökum sínum sem urðu til þess að Bayern féll úr leik í Meistaradeildinni er liðið datt út fyrir Real Madrid í gærkvöldi.
Marcelo, varnarmaður Real Madrid, viðurkenndi eftir leik Real og Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld að hann hefði handleikið boltann í fyrri hálfleik.
Jupp Heynckes, knattspyrnustjóri Bayern München, var sáttur með sína menn þrátt fyrir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu eftir jafntefli við Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á Spáni í kvöld.
Karem Benzema skoraði bæði mörk Real Madrid í jafnteflinu við Bayern München sem skilaði Real í þriðja úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í röð. Benzema getur þó þakkað markverði Bayern fyrir seinna markið.
Real Madrid mun spila til úrslita í Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð og freistar þess að verða fyrsta liðið í sögunni til þess að vinna keppnina þrjú ár í röð eftir að hafa haft betur gegn Bayern München í undanúrslitunum.
Adam Lallana og Sadio Mane eru í leikmannahóp Liverpool sem mætir Roma í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
Annað kvöld bíður leikmanna FC Bayern risaverkefni í Madrid og það verkefni þarf liðið að klára án Arjen Robben.
Stuðningsmenn Liverpool sem ætla að sjá síðari leik sinna manna gegn Róm ytra á miðvikudag eru á leið á mikið hættusvæði.
Liverpool hefur beðið forráðamenn Roma, lögregluna í Róm og fulltrúa evrópska knattspyrnusambandsins UEFA um áríðandi fund vegna öryggismála.
Real Madrid er í kjörstöðu eftir fyrri leikinn gegn Bayern Munchen í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikið var í Þýskalandi og hafði Real betur, 2-1.
Fyrirliði Rómverja veit að það er hægt að koma til baka eftir tapið í gær.
Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld.
Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld.
Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af.
Fyrirliði Liverpool segir Rómverja vera stóra liðið í undanúrslitaviðureign liðanna í Meistaradeildinni.
John W. Henry, eigandi Liverpool, var frekar ósáttur eftir að hafa fest kaup á Mohamed Salah frá Roma því hann taldi sig hafa greitt of mikið fyrir Egyptann.
Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984.
Jürgen Klopp og lærisveinar hans taka á móti Roma í Meistaradeildinni í kvöld.