Scooter til landsins með risatónleika í Laugardalshöll Þýska teknósveitin Scooter er á leið til landsins og mun koma fram á tónleikum í Laugardalshöll föstudagskvöldið 18. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna í Nordic Live Events. Tónlist 18. júní 2024 16:17
Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Á áttatíu ára afmæli lýðveldisins var blásið til hátíðarhalda víða um land. Að vanda var fjallkona valin til að klæðast þjóðbúningi og flytja ljóð í hér um bil hverju sveitarfélagi. Lífið 18. júní 2024 15:51
Myndaveisla: Níu líf of stórkostleg fyrir eftirsjá Þakið ætlaði að rifna af salnum þegar leikarar Níu lífa hneigðu sig í síðasta skipti á lokasýningunni síðastliðið laugardagskvöld eftir hvorki meira né minna en 250 sýningar. Er um að ræða einhverja farsælustu sýningu í sögu Borgarleikhússins og var þessum tímamótum svo fagnað með pomp og prakt. Menning 18. júní 2024 13:00
Slæmt jafnvægi á milli Baggalúts og Sinfóníunnar Þegar ég var einstæður faðir og dóttir mín, sjö eða átta ára, var með mér í bílnum, þá spilaði ég oftar en ekki lagið Pabbi þarf að vinna í nótt. Það fjallar um drykkfelldan pabba sem segist þurfa að fara að vinna, en er auðvitað bara á leiðinni á barinn, „til að hitta mennina,“ „þótt mamma skelli hurðum.“ Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Baggalút og síðan þá hef ég verið aðdáandi sveitarinnar. Gagnrýni 18. júní 2024 10:02
McKellen heill á húfi Ian McKellen er heill á húfi og ber sig vel, eftir að hafa fallið af leiksviði í gær. Búist er við því að hann snúi aftur á leiksviðið í vikunni. Lífið 18. júní 2024 08:02
Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. Erlent 17. júní 2024 22:54
Maðurinn sem uppgötvaði Bieber kveður bransann Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas. Tónlist 17. júní 2024 21:01
Fyllist stolti við að líta til fyrri fjallkvenna Ebba Katrín Finnsdóttir, fjallkona ársins 2024 í Reykjavík, kveðst full af stolti og þakklæti eftir daginn. Ávarp hennar var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, rithöfundi og uppistandara. Ebba segir ávarpið ádeilu á hraða samfélagsins og vanrækslu náttúrunnar. Lífið 17. júní 2024 18:34
Öxar við ána nú til í salsaútgáfu Hljómsveitin Salsakommúnan gaf út ábreiðu af laginu Öxar við ána í salsa stíl í dag í tilefni þjóðhátíðardagsins. Tónlist 17. júní 2024 15:04
„Gaman hvað verið er að tala fallega um samstarfsfólkið mitt“ Kvikmyndin Snerting hefur hlotið lof í mörgum af stærstu bíómyndamiðlum vestanhafs. Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar fagnar góðu dómunum sem og góðu áhorfi í bíóhúsum hérlendis. Bíó og sjónvarp 17. júní 2024 13:49
Heilmikil skemmtidagskrá og samsöngur á Þingvöllum í dag Mikið hefur verið og verður áfram um að vera í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina. Boðið verður upp á margháttaða dagskrá til að minnast þeirra merku tímamóta er Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní 1944. Í kvöld verður söngvavaka á gamla Valhallarreitnum. Lífið 16. júní 2024 16:53
Lofar svakalegri veislu „Ég lofa aldrei upp í ermina á mér en í þetta skipti ætla ég að gera það; þetta verður svakaleg veisla,“ segir Friðrik Dór tónlistarmaður sem heldur tvenna tónleika í Háskólabíói í kvöld. Tónlist 16. júní 2024 09:29
„Ég hef aldrei reynt að verða nokkur skapaður hlutur“ „Þegar mig langaði að gera eitthvað þá var aldrei sagt við mig finnst þér það nógu karlmannlegt eða er þetta ekki of kvenlegt? Það var bara ekki til. Og þegar ég sagði að ég ætlaði að fara að spila og syngja þá var ekki til að það væru einhverjar efasemdir eða að það væri ekki nógu flott,“ segir tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Jógvan Hansen. Hann ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna. Tónlist 16. júní 2024 07:01
Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin. Lífið 15. júní 2024 07:01
Einstakur Fender Telecaster í Hljóðfærahúsinu Arnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins, hafði frétt af handsmíðuðum Fender Telecaster sem þakinn er íslenskum frímerkjum og var fljótur að festa sér gripinn. Lífið 14. júní 2024 14:11
Frikki Dór er til í allt í þriðja skiptið Frikki Dór gaf út á miðnætti þriðja hluta Til í allt, sem er nú orðið lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Með Frikka í för í þetta skiptið eru þeir Herra Hnetusmjör og Steindi jr. Frikki segir lagið eiga sérstakan stað í hjarta sér. Tónlist 14. júní 2024 10:20
Teknóhátíð á Radar alla helgina Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dubfire spilar á tónlistarhátíðinni Libertyfest á klúbbnum Radar um helgina. Hátíðin er haldin í annað sinn um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skipuleggjendur stefna á að halda hana árlega héðan í frá. Lífið 14. júní 2024 08:00
Banjóleikari frá Nashville með Baggalúti og Sinfó Baggalútur og Sinfóníuhljómsveit Íslands sameina krafta sína á stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Þeim til fulltingis verða heimsklassa banjó- og gítarleikarar frá Nashville í Bandaríkjunum. Lífið 13. júní 2024 20:19
Hugsar hlýtt til áranna í Los Angeles „Við áttum margar góðar stundir í sólinni að elta draumana okkar en kunnum líka að njóta lífsins. Þetta lag fjallar um þessa tilfinningu, þegar maður nær að vera alveg í núinu og er að njóta lífsins með vinum sínum á góðum sumardegi. Svo lítur maður til baka og á ennþá þessar fallegu minningar sem tilheyra allt í einu fortíðinni. Það er svolítil nostalgía í þessu lagi,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Lífið 13. júní 2024 20:02
Frikki fellir heimsmetið á miðnætti með Steinda jr. beran að ofan Friðrik Dór Jónsson segir að heimsmetið muni falla á miðnætti í kvöld þegar hann gefur út Til í allt part 3. Lagið verður þá lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Tónlist 13. júní 2024 17:30
Tónlistarmaðurinn Róbert Örn er fallinn frá Róbert Örn Hjálmtýsson er fallinn frá en hann var einkum þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Hljómsveitin Ég og PoPPaRoFT. Innlent 13. júní 2024 16:26
Sjö daga afmælissæla í Reykjanesbæ Sveitarfélagið Reykjanesbær fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu með stórtónleikum fyrir utan Hljómahöllina síðastliðinn þriðjudag þann 11. júní. Tímamótin marka sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem verða fagnað með hátíðardagskrá fram til 17. júní. Lífið 13. júní 2024 15:00
Daði keypti hús Jóns Jónssonar með mömmu sinni á yfirverði Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi handboltamaður og framkvæmdarstjóri viðskiptaþróunar hjá Sisu Group, festi kaup á húsi tónlistarmannsins Jóns Jónssonar og eiginkonu hans Hafdísar Bjarkar Jónsdóttur tannlæknis. Móðir Daða, Hildigunnur Hilmarsdóttir, á rúmlega tuttugu prósent í húsinu með honum. Uppsett verð var 182 milljónir en mæðginin borguðu 185 millónir fyrir húsið. Lífið 13. júní 2024 09:43
Þjóðaróperan alls ekki „úti í kuldanum“ Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, segir það alrangt að Þjóðaróperan sé „úti í kuldanum“. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að hún verði að veruleika og taki til starfa 1. janúar á næsta ári, 2025. Innlent 13. júní 2024 08:55
Gamall handritsbútur reyndist úr guðspjalli um æsku Krists Fræðimenn við Humboldt-háskólann í Berlín hafa uppgötvað að gamall handritsbútur, sem hefur legið ósnertur á bókasafni í Þýskalandi um áratugaskeið, er úr svokölluðu Bernskuguðspjalli Tómasar. Um er að ræða elstu útgáfu af guðspjallinu sem vitað er um. Erlent 12. júní 2024 22:01
Bjór, bingó og bíó í Vinabæ á ný Búið er að opna bruggstofu í gamla Tónabíó og Vinabæ. Bráðum verður hægt að spila bingó þar á ný en eigandinn var óviss um hvort hann næði að opna staðinn allt fram á síðustu stundu. Viðskipti innlent 12. júní 2024 21:00
Lykilmaður íslensku rappsenunnar stígur inn í sviðsljósið Pródúserinn og plötusnúðurinn Arnar Ingi, betur þekktur sem Young Nazareth, hefur komið víða að í tónlistinni og er búsettur í Berlín um þessar mundir. Hann hefur unnið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins og er nú að fara að senda frá sér danslaga EP plötu undir eigin nafni. Tónlist 12. júní 2024 20:00
Friðrik Ómar setur Reykhúsið aftur á sölu og lækkar verðið Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur sett einbýlishús sitt á Akureyri á sölu. Hann setti húsið einnig á sölu í júlí í fyrra. Þá var ásett verð fyrir eignina rúmar 68 milljónir en er nú 64,5 milljónir. Lífið 12. júní 2024 16:00
Tengdasonur Íslands trúðaði Simon Cowell upp úr skónum Tengdasonur Íslands, trúðurinn Jelly Boy the Clown, heillaði Simon Cowell og félaga í dómnefndinni í raunveruleikaþættinum America's Got Talent upp úr skónum með ótrúlegu áhættuatriði. Sjá má atriðið í myndbandi neðst í fréttinni. Bíó og sjónvarp 12. júní 2024 15:07
Linda lætur sér Lindarbraut lynda Linda Jóhannsdóttir, hönnuður og myndlistarkona, og eiginmaður hennar, Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki, hafa fest kaup á 183 fermetra einbýlishúsi í 70' stíl við Lindarbraut á Seltjarnarnesi. Lífið 12. júní 2024 15:00