

Subway-deild karla
Leikirnir

Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum
Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson er ekki með slitið krossband í hné eins og óttast var. Hann meiddist í leik Vals og Grindavíkur í fyrradag og verður að öllum líkindum frá næstu mánuðina.

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, hefur nú upplýst hvers vegna einn besti körfuboltadómari landsins hefur hvergi verið sýnilegur í stórleikjum undanfarið og í upphafi úrslitakeppni Bónus-deildanna.

„Ef maður er í búning er ekkert að manni“
Leikstjórnandinn Ægir Þór Steinarsson var að vonum sáttur eftir sigur Stjörnunnar á ÍR, 101-83, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í gær.

Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“
Á meðan besta körfuboltafólk landsins er komið af stað í úrslitakeppnum Bónus-deildanna hafa enn ekki fengist svör við því af hverju einn besti dómari landsins, Davíð Tómas Tómasson, dæmdi ekki einn einasta leik í fyrstu umferð. Málið var rætt í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

„Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“
Borche Ilievski þjálfari ÍR kallaði eftir framlagi frá fleiri leikmönnum í sínu liði í kvöld og talaði sérstaklega um hugarfar eins leikmanns í sínu liði. Hann sagði að ÍR-inga hefði vantað að taka lokaskrefið þegar liðið náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta.

„Mæti honum með bros á vör“
„Mjög erfiður leikur, eins og á að vera í úrslitakeppninni, ég er ánægður með að við höfum staðið saman fram á síðustu mínútu, spilað af hörku og sótt sigurinn“ sagði miðherjinn David Okeke eftir 89-95 sigur Álftaness á útivelli í fyrsta leik gegn Njarðvík, þar sem hann háði harða baráttu við fyrrum liðsfélaga sinn Domynikas Milka.

„Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“
Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með varnarleik sinna manna gegn ÍR í kvöld en var duglegur í klisjunum í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik.

Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik
Stjarnan er komin í 1-0 í einvígi liðsins gegn ÍR í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla eftir öruggan sigur í Garðabænum í kvöld. Liðin mætast á nýjan leik í Breiðholtinu á mánudag.

Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla
Álftanes sótti 89-95 sigur gegn Njarðvík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Tap varð því niðurstaðan í fyrsta úrslitakeppnisleik Njarðvíkinga á nýjum heimavelli, í IceMar höllinni við Stapaskóla, þar sem stemningin var mun minni en þekktist í Ljónagryfjunni gömlu.

Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld
Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli í kvöld þegar landsliðsmaðurinn Kári Jónsson meiddist illa í fyrsta leiknum í einvígi Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta.

Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin
Deildarmeistarar Tindastóls þurftu að hafa fyrir mikið hlutunum í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta.

Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn
Liðin sem mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, Valur og Grindavík, eigast núna við í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Það var því morgunljóst fyrir þetta einvígi að það yrðu töluverðar tilfinningar í spilinu.

„Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður deildarmeistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigurstranglegra liðið gegn Keflavík í fyrstu umferð í úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Nýleg úrslit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar.

Einn besti dómari landsins fær ekki leik
Athygli vekur að Davíð Tómas Tómasson, einn fremsti körfuboltadómari landsins, er ekki á meðal þeirra sem fá að dæma í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus-deildar karla.

Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga
Njarðvíkingar koma á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina eftir að hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Þeir mæta Álftnesingum í fyrstu umferð í einvígi sem er enginn hægðarleikur að spá fyrir um.

Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni
„Kannski hringir Lalli [Lárus Jónsson, þjálfari] á næsta ári og býður mér millu, þá þarf ég að vera í standi,“ grínaðist Emil Karel Einarsson þegar hann ræddi um þá ákvörðun sína að hætta í körfubolta.

Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út
Deildarmeistarar Tindastóls mæta Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Aðeins einu sinni hefur liðið í áttunda sæti unnið deildarmeistarana, en það gerðist einmitt undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Tindastóls í dag.

„Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“
Stjarnan og ÍR munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og endurtaka þar með stórkostlegt einvígi frá árinu 2019. Sérfræðingar Körfuboltakvölds spáðu í spilin.

„Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“
Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið.

Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu
Lesendur Vísis geta nú kosið um það hvaða tilþrif stóðu upp úr í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Úrslitin verða kynnt á Stöð 2 Sport þegar úrslitakeppnin hefst á miðvikudag.

Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð
Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Ægir Þór Steinarsson úr Stjörnunni eru leikmenn ársins í Bónus-deildunum í körfubolta. Þau voru verðlaunuð ásamt mörgum öðrum á lokahófi KKÍ á Fosshótelinu í Þórunnartúni í dag.

Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ
Nú þegar deildarkeppninni er lokið í Bónus-deildum karla og kvenna í körfubolta var í dag komið að lokahófi KKÍ þar sem fremsta fólk deildanna, sem og í 1. deildum karla og kvenna, var heiðrað.

„Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“
Sigmar Hákonarson lék í gærkvöldi sinn síðasta leik fyrir meistaraflokk Hattar í körfuknattleik þegar liðið vann Álftanes, 99-95, í lokaumferð úrvalsdeildar karla. Sigmar tók þátt í sínum 340. leik en hann varð í vetur leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Hattar.

Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hefði óneitanlega verið til í að sjá meira frá sínu liði þegar það tapaði 99-95 fyrir Hetti, sem var fallið úr úrvalsdeildinni, í lokaumferðinni í kvöld. Einbeitingin eftir leik fór strax á úrslitakeppnina sem er framundan.

„Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“
Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að finna fyrir áhyggjum vegna frekar slaks leiks hans manna í sigrinum gegn KR í kvöld. Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar.

„Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“
Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var að vonum ánægður í leikslok með sigur sinna manna og fyrsta deildarmeistaratitil Tindastóls.

Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir
Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar gat ekki glaðst yfir því að hafa náð að hanga á öðru sæti deildarinnar. Hann var pirraður út af tapinu og einnig út af dómurunum. Stjarnan tapaði fyrir Njarðvíkingur 103-107 og það eru mörg atriði sem þarf að hafa áhyggjur af hjá Stjörnunni.

„Verð áfram nema Jóhanna reki mig“
Þór Þorlákshöfn er ekki á leiðinni í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta. Það varð ljóst eftir tap liðsins gegn Keflavík í lokaumferð deildarinnar. Raunar höfðu önnur úrslit í leikjum nú þegar gert út um vonir Þórsara um að komast í úrslitakeppni þetta árið. Lárus Jónsson er vitanlega vonsvikinn með þá staðreynd.

„Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“
ÍR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppninni með sigri á Haukum. Leikurinn endaði 80-91 en ÍR-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og það var aldrei líkur á öðru en ÍR sigri. Borche Ilievski Sansa þjálfari liðsins var mjög ánægður með úrslitin og að vera kominn áfram.

„Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“
Sigurður Ingimundarson stýrði Keflavík inn í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta en liðið nældi sér í farseðil þangað með sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld.