KSÍ

Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide
Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði.

Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara
Þorvaldur Örlygsson kveðst fremur vilja íslenskan landsliðsþjálfara fremur en erlendan sem arftaka Åge Hareide. Fyrst og fremst verði þó valinn besti maðurinn í starfi.

Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir Åge Hareide, fráfarandi landsliðsþjálfara karla hafa stigið til hliðar að eigin ósk. Hann skilji sáttur við og formaðurinn þakkar Hareide sömuleiðis fyrir vel unnin störf.

Hareide hættur með landsliðið
Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk.

Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“
Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist ekki hafa rætt við landsliðsþjálfarann Age Hareide um framtíð hans í starfi. Staðan verði tekin eftir leik kvöldsins við Wales í Þjóðadeild karla.

Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram
Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega.

Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“
Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna.

Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“
Fyrsta skref í uppbyggingu Laugardalsvallar gengur vel og er á áætlun. Formaður KSÍ segir stefnuna svo að byggja völlinn enn frekar upp og enda með mannvirki sem við getum verið stolt af.

Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl
Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur.

Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður
Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir.

Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ
Ómar Ingi Guðmundsson, fráfarandi þjálfari HK, var ekki lengi að finna sér nýtt starf. Hann hefur verið ráðinn til Knattspyrnusambands Íslands.

Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum
Knattspyrnusamband Íslands hefur framlengt samning sinn við íþróttavöruframleiðandann PUMA og munu landslið Íslands í knattspyrnu leika í Puma-búningum til ársins 2030.

„Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi“
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hefur þurft að horfa á sína menn tapa fjórum leikjum í röð eftir að hafa bjargað sér frá falli. 1-4 varð niðurstaðan gegn KA í lokaleik tímabilsins.

Myndasyrpa: Fyrsta skóflustungan tekin og Ásmundur á traktornum
Borgarstjóri, formaður KSÍ og ráðherra íþróttamála tóku fyrstu skóflustunguna að nýja grasinu á Laugardalsvelli í dag.

Fyrsta skóflustungan tekin á Laugardalsvelli í dag
Í dag verður fyrsta skóflustungan að nýja grasinu á Laugardalsvelli tekin. Leggja á nýtt blandað gras á völlinn.

Myndasyrpa: Dómarinn í Crocs skóm þegar gamla grasið var kvatt
Starfsfólk KSÍ og gestir spiluðu síðasta leikinn á gamla grasinu á Laugardalsvelli í dag.

Landsleikurinn fer fram í kvöld
Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins.

Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað
Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns.

Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna
Bergrós Lilja Unudóttir var kosin besti dómari Bestu deildar kvenna, en það eru leikmenn deildarinnar sem kjósa.

Tarik í bann eftir fræknu frammistöðuna
Tarik Ibrahimagic, leikmaður Víkings, var í dag dæmdur í eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Hann missir af næsta leik Víkinga um komandi helgi.

Hélt hann væri laus við þessi mál
Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar.

KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár
Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ.

Fótboltaráðstefna Norðurlanda í Reykjavík næsta vor
Komandi vor mun Háskólinn í Reykjavík ásamt Knattspyrnusambandi Íslands standa fyrir Fótboltaráðstefnu Norðurlandanna.

UEFA sé að missa þolinmæðina gagnvart Íslandi
Eftir langt ferli liggur nú fyrir að Evrópuleikir Víkings fara fram hér á landi í vetur. Fara þarf í vissar aðgerðir áður en að Evrópuboltinn fer að rúlla.

Svona raðast leikirnir í Bestu deild karla
Drög að leikjaniðurröðun fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta hefur verið opinberuð á heimasíðu KSÍ. Spennan er að líkindum mest fyrir mögulegum úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í efri hlutanum en spennan er mikil víða í deildinni.

KSÍ lýsir yfir ánægju sinni með að Margrét taki mikilvæg verkefni að sér
Margrét Magnúsdóttir flytur sig til hjá Knattspyrnusambandi Íslands og það verður nóg að gera hjá þjálfaranum á næstunni.

Þórður tekur við starfi Margrétar
Margrét Magnúsdóttir, sem stýrði U19-landsliði kvenna í lokakeppni EM í fyrrasumar, er hætt þjálfun liðsins og mun nú taka að sér önnur störf hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Alþjóðlegar kröfur um króknandi en velupplýsta leikmenn
Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld.

Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta
Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs FHL í fótbolta, segir það ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvennaboltanum er sammála og segir það algjöran skandal að það séu aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna.

Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar
KSÍ vakti athygli á því í gær að framkvæmdastjóri sambandsins mun ekki lengur vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar.