Vinnumarkaður Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins efna til kosningafundar með formönnum flokka í dag klukkan 12:00. Þar verður ljósi varpað á framtíðarsýn atvinnulífsins og áherslur ólíkra flokka. Fundurinn er í beinni á Vísi en yfirskrift hans er: SOS - Höldum okkur við aðalatriðin. Viðskipti innlent 7.11.2024 11:30 Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir mörg dæmi þess að fólk í atvinnuleit fái engin svör við umsóknum sínum. Sérfræðingurinn biðlar til atvinnurekenda um að svara, stór hluti atvinnuleitenda greini nú frá því að atvinnuleitin sé orðin þeim ansi þungbær. Viðskipti innlent 6.11.2024 14:05 Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Flest höfum við þurft og eigum eftir að þurfa á einhverjum tímapunkti í lífinu að leggja inn atvinnuumsókn, í þeim tilgangi að reyna að landa starfi. Þetta gæti verið draumastarfið eða starf sem við ákveðum að sækja um af því að það hentar vel aðstæðum okkar hverju sinni. Skoðun 6.11.2024 14:02 Meirihluti er haldinn loddaralíðan Markþjálfi segir að rannsóknir sýni að mikill meirihluti fólks sé haldinn svokallaðri loddaralíðan. Konur og minnihlutahópar eru þar í miklum meirihluta en sé ekkert að gert geti það verið ávísun á kvíða, þunglyndi og að viðkomandi dragi sig til baka. Lífið 4.11.2024 13:01 Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 0,1% í ár. Samkvæmt þjóðhagsreikningum dróst verg landsframleiðsla saman um 1,9% á fyrri hluta ársins sem einkenndist af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta og birgðabreytinga, meðal annars vegna loðnubrests. Viðskipti innlent 4.11.2024 10:26 Engin tilkynning um hópuppsögn í október Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í liðnum októbermánuði. Viðskipti innlent 1.11.2024 13:59 Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. Atvinnulíf 1.11.2024 07:02 Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Félag atvinnurekenda lýsir yfir stuðningi við frumvarp Diljár Mistar Einarsdóttur og fleiri þingmanna um að jafnlaunavottun verði ekki lagaskylda fyrir fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn, heldur valkvæð. Skoðun 31.10.2024 11:30 Auknar kröfur til atvinnurekenda með nýrri tilskipun ESB Eldri tilskipunin sem nú fellur úr gildi var á sínum tíma innleidd með kjarasamningum milli aðila vinnumarkaðarins. Enn á eftir að koma í ljós hvaða leið verður farin við innleiðingu á þessari nýju tilskipun ESB. Hins vegar hlýtur innleiðingin að kalla á breytingar á kjarasamningum, á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði. Umræðan 30.10.2024 08:57 „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Ég viðurkenni að ég var sjokkeraður. Að átta mig á því hvernig einhver annar gæti haft svona mikil áhrif á mig og mína framtíð. Að aðgerðir og gjörðir annarra gætu haft þær afleiðingar að ég varð ekki aðeins atvinnulaus heldur stóð ég ekki lengur undir mínum fjárhagskyldum,“ segir Kári Þór Rúnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Cliezen. Atvinnulíf 28.10.2024 07:01 Það er ekkert til sem heitir full vinnustytting með 15 mínútna neysluhléi Jæja, kostulegt, en viti menn ég er aftur sest niður til þess að skrifa um útfærslu á vinnustyttingu, í þetta skiptið á það ekki bara við um útfærslu í leikskólum landsins, ó nei, heldur á það við um þá mörgu vinnustaði sem rituðu undir kjarasamning veturinn 2019-2020 þar sem heimild er til þess að gera breytingu á vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 stundir á viku. Skoðun 27.10.2024 10:01 Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Hlutfall atvinnulausra tvöfaldaðist á milli mánaða í september og var 5,2 prósent þegar leiðrétt hefur verið fyrir árstíðarbundnum sveiflum. Vinnumálastofnun segist ekki sjá sömu þróun í sínum gögnum. Viðskipti innlent 23.10.2024 09:16 „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Ég heyri það oft þegar ég ræði við til dæmis gamla skólafélaga eða aðra, að það er misskilningur á því í hverju starf verkefnastjóra felst. Ég segi kannski að ég starfi sem verkefnastjóri og þá segir fólk: Já er það? Ég líka! Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum,“ segir Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri hjá Orku náttúrunnar. Atvinnulíf 17.10.2024 07:02 „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ „Áður var litið á verkefnastjórnun sem eitthvað sem bara einkafyrirtæki þurfa. Þeir tímar eru í fortíðinni. Í dag sjáum við hvernig opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra,“ segir Inga Minelgaite, Ph.D., prófessor við Háskóla Íslands. Atvinnulíf 16.10.2024 07:02 Segir aðför Eflingar með ólíkindum Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. Viðskipti innlent 12.10.2024 12:22 Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins „Ég hef oft lent í aðstæðum þar sem fólk sem þekkir mig ekki er að hrósa mér og segja mér hvað ég tali rosalega góða íslensku. Ég veit þá ekki alveg hvernig ég á að bregðast við, ég meina ég er fædd á Íslandi þannig að hvaða annað tungumál á ég að tala?“ segir Ósk Hoi Ning Chow sem er hálf íslensk og hálf kínversk. Þrátt fyrir að vera fædd og uppalin á Íslandi hefur Ósk þurft að takast á við ýmsar hindranir fyrir það eitt að bera kínverskt eftirnafn, og þá ekki síst á vinnumarkaðnum. Lífið 12.10.2024 08:02 Stofnun Félags Hafnarverkamanna: Ástæður og áhrif Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Skoðun 10.10.2024 16:01 Hagstofan biðst velvirðingar og tekur talnaefnið úr birtingu Hagstofa Íslands hefur tekið úr birtingu talnaefni um fjölda starfandi eftir rekstarformi eftir að kom í ljós að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna voru ofmetnar. Gögnin voru unnin fyrir forsætisráðuneytið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í dag slíkar villur hið versta mál. Innlent 9.10.2024 17:08 Ríkisstarfsmenn ofmetnir um fimm þúsund Fimm þúsund manns skráðir í fæðingarorlof voru ranglega taldir sem ríkisstarfsmenn í opinberum gögnum Hagstofunnar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir villur sem þessar í opinberum gögnum vera hið versta mál og vill bæta hagskýrslugerð. Innlent 9.10.2024 13:37 Telja óstaðbundin störf of kostnaðarsöm Mannauðsstjórar ríkisstofnana telja mikinn kostnað helsta ókost óstaðbundinna starfa og að hann geti dregið úr hvata til þess að auglýsa slík störf. Óstaðbundin störf geti aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Innlent 9.10.2024 11:05 Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Magnús Þór Jónsson formaður KÍ er þögull sem gröfin um nöfn þeirra skóla þar sem verkfall gæti hafist í lok mánaðar. Greidd verða atkvæði um verkfall í níu skólum og atkvæðagreiðslu lýkur á fimmtudag. Innlent 8.10.2024 20:24 Kennarar greiða atkvæði um verkfall Félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll sem hefjast eiga í lok mánaðar. Atkvæðagreiðslurnar hófust á hádegi í dag en ekki er greint frá í hvaða skólum er greitt atkvæði um verkföll. Innlent 8.10.2024 14:08 Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp. Innlent 8.10.2024 12:18 „Hvert stefnirðu?“ Ég var spurð fyrr í vetur hvert ég stefndi. Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum. Svarið var því einfalt: „Ég stefni á að verða enn betri kennari.” Skoðun 7.10.2024 13:01 Uppsagnir hjá Veitum Þrettán manns var sagt upp hjá Veitum í lok septembermánaðar. Uppsagnirnar tengjast breytingum tengdum flutningi mælaþjónustu Veitna til Securitas. Viðskipti innlent 7.10.2024 08:34 Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Kulnun smitar út frá sér á vinnustað og samkvæmt rannsóknum er viðkomandi ekki fær um að veita viðskiptavinum jafn góða þjónustu og ella væri,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents þegar niðurstöður nýrrar könnunar Prósents eru ræddar. Atvinnulíf 7.10.2024 07:02 Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu. Enda hef ég aldrei lent í neinu svona,“ segir Sævar Garðarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi um atvinnumissinn hjá Controlant á dögunum. Atvinnulíf 4.10.2024 07:02 Engar hópuppsagnir í september Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar í nýliðnum septembermánuði. Viðskipti innlent 3.10.2024 10:25 Hvíta húsið og Ennemm segja upp fólki Markaðs- og auglýsingastofurnar Hvíta húsið og Ennemm gripu til uppsagna fyrir mánaðamótin. Alls missa þrettán vinnuna. Framkvæmdastjórar segjast finna fyrir samdrætti og leitt að sjá á eftir góðu fólki. Viðskipti innlent 2.10.2024 09:54 Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. Innlent 1.10.2024 21:28 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 97 ›
Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins efna til kosningafundar með formönnum flokka í dag klukkan 12:00. Þar verður ljósi varpað á framtíðarsýn atvinnulífsins og áherslur ólíkra flokka. Fundurinn er í beinni á Vísi en yfirskrift hans er: SOS - Höldum okkur við aðalatriðin. Viðskipti innlent 7.11.2024 11:30
Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir mörg dæmi þess að fólk í atvinnuleit fái engin svör við umsóknum sínum. Sérfræðingurinn biðlar til atvinnurekenda um að svara, stór hluti atvinnuleitenda greini nú frá því að atvinnuleitin sé orðin þeim ansi þungbær. Viðskipti innlent 6.11.2024 14:05
Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Flest höfum við þurft og eigum eftir að þurfa á einhverjum tímapunkti í lífinu að leggja inn atvinnuumsókn, í þeim tilgangi að reyna að landa starfi. Þetta gæti verið draumastarfið eða starf sem við ákveðum að sækja um af því að það hentar vel aðstæðum okkar hverju sinni. Skoðun 6.11.2024 14:02
Meirihluti er haldinn loddaralíðan Markþjálfi segir að rannsóknir sýni að mikill meirihluti fólks sé haldinn svokallaðri loddaralíðan. Konur og minnihlutahópar eru þar í miklum meirihluta en sé ekkert að gert geti það verið ávísun á kvíða, þunglyndi og að viðkomandi dragi sig til baka. Lífið 4.11.2024 13:01
Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 0,1% í ár. Samkvæmt þjóðhagsreikningum dróst verg landsframleiðsla saman um 1,9% á fyrri hluta ársins sem einkenndist af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta og birgðabreytinga, meðal annars vegna loðnubrests. Viðskipti innlent 4.11.2024 10:26
Engin tilkynning um hópuppsögn í október Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í liðnum októbermánuði. Viðskipti innlent 1.11.2024 13:59
Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. Atvinnulíf 1.11.2024 07:02
Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Félag atvinnurekenda lýsir yfir stuðningi við frumvarp Diljár Mistar Einarsdóttur og fleiri þingmanna um að jafnlaunavottun verði ekki lagaskylda fyrir fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn, heldur valkvæð. Skoðun 31.10.2024 11:30
Auknar kröfur til atvinnurekenda með nýrri tilskipun ESB Eldri tilskipunin sem nú fellur úr gildi var á sínum tíma innleidd með kjarasamningum milli aðila vinnumarkaðarins. Enn á eftir að koma í ljós hvaða leið verður farin við innleiðingu á þessari nýju tilskipun ESB. Hins vegar hlýtur innleiðingin að kalla á breytingar á kjarasamningum, á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði. Umræðan 30.10.2024 08:57
„Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Ég viðurkenni að ég var sjokkeraður. Að átta mig á því hvernig einhver annar gæti haft svona mikil áhrif á mig og mína framtíð. Að aðgerðir og gjörðir annarra gætu haft þær afleiðingar að ég varð ekki aðeins atvinnulaus heldur stóð ég ekki lengur undir mínum fjárhagskyldum,“ segir Kári Þór Rúnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Cliezen. Atvinnulíf 28.10.2024 07:01
Það er ekkert til sem heitir full vinnustytting með 15 mínútna neysluhléi Jæja, kostulegt, en viti menn ég er aftur sest niður til þess að skrifa um útfærslu á vinnustyttingu, í þetta skiptið á það ekki bara við um útfærslu í leikskólum landsins, ó nei, heldur á það við um þá mörgu vinnustaði sem rituðu undir kjarasamning veturinn 2019-2020 þar sem heimild er til þess að gera breytingu á vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 stundir á viku. Skoðun 27.10.2024 10:01
Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Hlutfall atvinnulausra tvöfaldaðist á milli mánaða í september og var 5,2 prósent þegar leiðrétt hefur verið fyrir árstíðarbundnum sveiflum. Vinnumálastofnun segist ekki sjá sömu þróun í sínum gögnum. Viðskipti innlent 23.10.2024 09:16
„Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Ég heyri það oft þegar ég ræði við til dæmis gamla skólafélaga eða aðra, að það er misskilningur á því í hverju starf verkefnastjóra felst. Ég segi kannski að ég starfi sem verkefnastjóri og þá segir fólk: Já er það? Ég líka! Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum,“ segir Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri hjá Orku náttúrunnar. Atvinnulíf 17.10.2024 07:02
„Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ „Áður var litið á verkefnastjórnun sem eitthvað sem bara einkafyrirtæki þurfa. Þeir tímar eru í fortíðinni. Í dag sjáum við hvernig opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra,“ segir Inga Minelgaite, Ph.D., prófessor við Háskóla Íslands. Atvinnulíf 16.10.2024 07:02
Segir aðför Eflingar með ólíkindum Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. Viðskipti innlent 12.10.2024 12:22
Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins „Ég hef oft lent í aðstæðum þar sem fólk sem þekkir mig ekki er að hrósa mér og segja mér hvað ég tali rosalega góða íslensku. Ég veit þá ekki alveg hvernig ég á að bregðast við, ég meina ég er fædd á Íslandi þannig að hvaða annað tungumál á ég að tala?“ segir Ósk Hoi Ning Chow sem er hálf íslensk og hálf kínversk. Þrátt fyrir að vera fædd og uppalin á Íslandi hefur Ósk þurft að takast á við ýmsar hindranir fyrir það eitt að bera kínverskt eftirnafn, og þá ekki síst á vinnumarkaðnum. Lífið 12.10.2024 08:02
Stofnun Félags Hafnarverkamanna: Ástæður og áhrif Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Skoðun 10.10.2024 16:01
Hagstofan biðst velvirðingar og tekur talnaefnið úr birtingu Hagstofa Íslands hefur tekið úr birtingu talnaefni um fjölda starfandi eftir rekstarformi eftir að kom í ljós að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna voru ofmetnar. Gögnin voru unnin fyrir forsætisráðuneytið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í dag slíkar villur hið versta mál. Innlent 9.10.2024 17:08
Ríkisstarfsmenn ofmetnir um fimm þúsund Fimm þúsund manns skráðir í fæðingarorlof voru ranglega taldir sem ríkisstarfsmenn í opinberum gögnum Hagstofunnar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir villur sem þessar í opinberum gögnum vera hið versta mál og vill bæta hagskýrslugerð. Innlent 9.10.2024 13:37
Telja óstaðbundin störf of kostnaðarsöm Mannauðsstjórar ríkisstofnana telja mikinn kostnað helsta ókost óstaðbundinna starfa og að hann geti dregið úr hvata til þess að auglýsa slík störf. Óstaðbundin störf geti aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Innlent 9.10.2024 11:05
Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Magnús Þór Jónsson formaður KÍ er þögull sem gröfin um nöfn þeirra skóla þar sem verkfall gæti hafist í lok mánaðar. Greidd verða atkvæði um verkfall í níu skólum og atkvæðagreiðslu lýkur á fimmtudag. Innlent 8.10.2024 20:24
Kennarar greiða atkvæði um verkfall Félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll sem hefjast eiga í lok mánaðar. Atkvæðagreiðslurnar hófust á hádegi í dag en ekki er greint frá í hvaða skólum er greitt atkvæði um verkföll. Innlent 8.10.2024 14:08
Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp. Innlent 8.10.2024 12:18
„Hvert stefnirðu?“ Ég var spurð fyrr í vetur hvert ég stefndi. Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum. Svarið var því einfalt: „Ég stefni á að verða enn betri kennari.” Skoðun 7.10.2024 13:01
Uppsagnir hjá Veitum Þrettán manns var sagt upp hjá Veitum í lok septembermánaðar. Uppsagnirnar tengjast breytingum tengdum flutningi mælaþjónustu Veitna til Securitas. Viðskipti innlent 7.10.2024 08:34
Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Kulnun smitar út frá sér á vinnustað og samkvæmt rannsóknum er viðkomandi ekki fær um að veita viðskiptavinum jafn góða þjónustu og ella væri,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents þegar niðurstöður nýrrar könnunar Prósents eru ræddar. Atvinnulíf 7.10.2024 07:02
Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu. Enda hef ég aldrei lent í neinu svona,“ segir Sævar Garðarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi um atvinnumissinn hjá Controlant á dögunum. Atvinnulíf 4.10.2024 07:02
Engar hópuppsagnir í september Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar í nýliðnum septembermánuði. Viðskipti innlent 3.10.2024 10:25
Hvíta húsið og Ennemm segja upp fólki Markaðs- og auglýsingastofurnar Hvíta húsið og Ennemm gripu til uppsagna fyrir mánaðamótin. Alls missa þrettán vinnuna. Framkvæmdastjórar segjast finna fyrir samdrætti og leitt að sjá á eftir góðu fólki. Viðskipti innlent 2.10.2024 09:54
Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. Innlent 1.10.2024 21:28