Vinnumarkaður

Fréttamynd

Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skil­yrði

Samstarf lækna og stjórnvalda er í hættu ef af fyrirhuguðum breytingum á Sjúkratryggingum verður. Þetta segir Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur og að breytingarnar komi þvert á sátt sem náðist fyrir tveimur árum. 

Innlent
Fréttamynd

„Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023.

Innlent
Fréttamynd

Til­lögurnar í leik­skóla­málum séu von­brigði og upp­gjöf

Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstu­dögum

Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra.

Innlent
Fréttamynd

Segja falda launa­upp­bót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins

Níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu, það er laun fyrir ótímamælda yfirvinnu. Þá er slíkt fyrirkomulag algengast hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem telur tímabært að taka á fyrirkomulaginu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hjóla í for­seta ASÍ og segja hann af­vega­leiða um­ræðuna

Stjórn Eflingar stéttarfélagsins segir forseta ASÍ sýna vitundarleysi í skýringum sínum á niðurstöðum könnunar um stöðu launafólks á Íslandi. Það sé miður að forseti ASÍ skuli taka þátt í að afvegaleiða umræðuna þegar komi að baráttunni gegn misskiptingu í íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­þátt­taka inn­flytj­enda meiri en Ís­lendinga en fjár­hags­staða verri

Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Staða launa­fólks á Ís­landi

Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á stöðu launafólks á Íslandi núna klukkan 10:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu neðst í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldauppsagnir á Kefla­víkur­flug­velli

Rúmlega fimmtíu manns missa strax vinnuna hjá fyrirtækinu Airport Associates sem þjónustaði Play á Keflavíkurflugvelli og ekki er útilokað að til frekari uppsagna komi. Forstjóri fyrirtækisins segir gjaldþrot Play mikið högg.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­leysi 5,3 prósent í ágúst

Atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára mældist 5,3 prósent í ágúst 2025. Fjöldi atvinnulausra var um 12.800, hlutfall starfandi 78,6 prósent sem samsvarar tæplega 228.900 einstaklingum. Atvinnuþátttaka var 83 prósent eða um 241.700 manns á vinnumarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“

Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins segir gjaldþrot Play ekki skrifast á stéttarfélagið og vísar slíkum ásökunum aftur til föðurhúsanna. Deilur höfðu staðið yfir milli stéttarfélagsins og Play um að staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið átti að færa starfsemi sína til Möltu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta rekstri tveggja skipa í hag­ræðingar­skyni

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin ást eftir milli flug­manna og stjórn­enda

Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ó­vænt og líka mjög leiðin­legt“

„Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Fara yfir stöðuna vegna Play og skipu­leggja sig

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Enska verði orðin ráðandi í at­vinnu­lífi um miðja öld

Prófessor í íslenskri málfræði segir stjórnvöld verða að auka fjárframlög til íslenskukennslu, en ekki draga úr þeim líkt og stefnt sé að. Það sé raunhæfur möguleiki að enska verði orðið aðalsamskiptamál í íslensku atvinnulífi innan fárra áratuga.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst leggja af jafnlaunavottun í nú­verandi mynd

Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar.

Innlent