Sportpakkinn

Sportpakkinn: Íslandsmeistarar KR með þrjú mörk á síðustu tíu á Skaganum
Íslandsmeistarar KR-inga unnu 4-2 sigur á ÍA í Akraneshöllinni í gær í fyrsta leik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Arnar Björnsson segir frá leiknum og sýnir mörkin sex sem skoruð voru í gærkvöldi.

Sportpakkinn: Bjóða leikmönnum upp á að taka þjálfaranámskeið á Pinatar
Íslensku landsliðskonurnar geta tekið fyrstu stigin í þjálfaranámi KSÍ á Pinatar þangað sem liðið fer í æfingaferð í næsta mánuði.

Sportpakkinn: Allir bestu kylfingarnir með á Genesis mótinu í Kaliforníu
Golfurum er boðið upp á mikla veislu næstu daga því allar stjörnurnar ætla að mæta til leiks á Genesis PGA-mótinu í Kaliforníu þar á meðal Tiger Woods sem hefur aldrei unnið það. Arnar Björnsson kynnti sér mótið betur.

Sportpakkinn: Ætti að styrkja færri sambönd?
Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%.

Sportpakkinn: HSÍ er brugðið eftir að sambandið fékk tíu milljónum lægri styrk en það bjóst við
Handknattleiksamband Íslands þarf að skera niður um tíu milljónir á þessu ári eftir að hafa búist við að fá sama styrk úr Afrekssjóði í ár og í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra sambandsins.

Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“
Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca Cola-bikar karla í síðustu viku.

Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“
Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar.

Sportpakkinn: Fjórar Bjarkarstúlkur keppa á móti sem kennt er við Simone Biles
Á morgun fara fjórar íslenskar stelpur úr fimleikafélaginu Björk til Texas þar sem þær keppa á móti sem er kennt við bestu fimleikakonu heims.

„Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn á von á Evrópumeistara“
Júlían J. K. Jóhannsson ætlar sér að verða Evrópumeistari, líftryggður eða ekki.

Sportpakkinn: „Mjög mikið svekkelsi og sjokk“
Einn besti ungi leikmaður Olís-deildar kvenna hefur leikið sinn síðasta leik á tímabilinu.

Sportpakkinn: Israel Martin fær gömlu lærisveinana í heimsókn
Það er spennandi leikur fram undan í kvöld í Dómínósdeild karla í körfubolta þegar Haukar og Tindastól berjast um stigin tvö í Hafnarfirði. Liðin eru jöfn að stigum og eiga í harðri baráttu um að verða í fjórum efstu sætum deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði þennan leik betur.

Sportpakkinn: Janúar mjög krefjandi fyrir starfsmenn Laugardalsvallar en völlurinn leit vel út í dag
Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag.

Sportpakkinn: Mourinho viðurkenndi að betra liðið hefði tapað
Tottenham komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni eftir sigur í markaleik á nýja Tottenham leikvanginum. Arnar Björnsson skoðað mörkin úr leiknum og sýndi viðtal við knattspyrnustjórann Jose Mouriinho.

Sportpakkinn: Segir umræðuna um þjóðarleikvang í Laugardalnum á villigötum
Fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ vill að nýr þjóðarleikvangur fyrir allar íþróttir rísi annars staðar en í Laugardalnum.

Sportpakkinn: Stjörnumenn óstöðvandi og ójöfn framlenging í Njarðvík
Sautjándu umferð Domino's deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi.

Sportpakkinn: Nóg að gera hjá myndbandsdómurum í sigri Napoli
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær.

Sportpakkinn: Valsmenn notuðu samviskuna á Finn Atla
Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði.

Sportpakkinn: Öruggt hjá Keflavík og Haukar á flugi
Keflavík lét tapið fyrir Stjörnunni ekki á sig fá. Haukar eru næstheitasta lið Domino's deildar karla á eftir Stjörnunni.

Sportpakkinn: Sjóðheitir framherjar hjá Internazionale og Lazio
Guðjón Guðmundsson fór yfir sigra Internazionale og Lazio í ítölsku Seríu A í fótbolta í gærkvöldi en bæði elta þau topplið Juventus.

Sportpakkinn: Kóngurinn lagði upp fyrir krónprinsinn
Barcelona vann Levante þökk sé tveimur mörkum ungstirnisins Ansu Fati.

Sportpakkinn: Hundsvekktur KR-þjálfari eftir tap á Króknum
KR-ingum tókst ekki að komast upp fyrir Tindastól og í þriðja sæti Domino´s deildar karla í körfubolta í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikinn í Síkinu í gærkvöldi.

Sportpakkinn: Keflvíkingar röðuðu niður þristum í sigri á Hlíðarenda
Keflvíkingar voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í sigri á Valsmönnum á útivelli.

Sportpakkinn: Fimmti sigur Vals í röð
Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í gær. Toppliðin tvö unnu bæði sína leiki.

Sportpakkinn: „Finnst við búnir að stimpla okkur almennilega inn aftur“ | Sjáðu allt viðtalið við Guðmund
Guðmundur Guðmundsson fór yfir Evrópumótið 2020 með Arnari Björnssyni.

Sportpakkinn: Ánægður með nýju miðjublokkina
Frammistaða Elvars Arnar Jónssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar í miðri vörn Íslands á EM 2020 í handbolta vakti athygli.

Sportpakkinn: Tapið fyrir Ungverjum sveið sárast
Guðmundur Guðmundsson segir að tapið fyrir Ungverjalandi á EM 2020 sitji enn í sér.

Sportpakkinn: Stöngin inn og stöngin út í Dalhúsum og Eyjum
Mesta dramatíkin í Olís-deild karla í gær var í Grafarvogi og Vestmannaeyjum.

Sportpakkinn: „Þurfum að taka til hendinni í líkamlega þættinum“
Guðmundur Guðmundsson segir að bæta þurfi líkamlegt atgervi íslenskra handboltamanna.

Sportpakkinn: Refirnir geta komist í úrslit í fyrsta sinn í 20 ár
Aston Villa tekur á móti Leicester City í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Sportpakkinn: Þórsarar fóru á flug eftir skellinn í Njarðvík
Þór Ak. gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara KR í margfrestuðum leik.