Dauði George Floyd

„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“
Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd.

Hamilton vitstola af reiði vegna atburðanna í Bandaríkjunum
Heimsmeistari Formúlu 1 kappakstursins lét í sér heyra vegna þeirra atburða sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarna daga.

Fjölmenni á samstöðumótmælum á Austurvelli
Mörghundruð manns hafa nú safnast saman á samstöðumótmælum á Austurvelli sem hófust klukkan 16:30.

Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út.

Friðsamleg samstöðumótmæli á Austurvelli í dag
Samstöðumótmæli munu fara fram á Austurvelli klukkan 16:30 í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna eftir dauða George Floyd.

Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“
Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við.

Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra
Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu.

Veggirnir með myndum af Kobe Bryant hafa verið látnir í friði
Óeirðarseggirnir í Los Angeles hafa passað sig á að eyðileggja ekki flottu veggmyndirnar af Kobe Bryant sem eru út um alla borg.

Katrín Tanja: Ég bið ykkur innilega afsökunar ef ég er að fara yfir strikið
Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir tjáir sig um ástandið í Bandaríkjunum í stuttum pistil á Instagram og bæði Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir studdu líka réttindabaráttu svartra.

Hervæðing lögreglunnar
Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir um mótmælaölduna í Bandaríkjunum eftir að George Floyd var myrtur á hrottalegan hátt af lögreglumanni.

Mótmæli næturinnar að mestu friðsamleg
Mótmæli héldu áfram í nótt í Bandaríkjunum þrátt fyrir útgöngubann í fjölda borga.

Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun
Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis.

Trudeau þagði vel og lengi áður en hann svaraði spurningu um Trump
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, valdi orð sín afar gætilega er hann var spurður um ástandið í Bandaríkjunum og viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við því, á blaðamannafundi í dag.

Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington.

Íslendingur í New York segir mótmælin hluta af tímabærri samfélagslegri byltingu
Dauði hins 46-ára gamla George Floyd sem lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis hefur hrundið af stað mótmælaöldu um gervöll Bandaríkin og hafa samstöðumótmæli verið haldin víða um heiminn.

Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma
Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga.

Leikmenn Chelsea á hnén eins og leikmenn Liverpool
Leikmenn Chelsea sýndu stuðning sinn við George Floyd og réttindabaráttu svarta í Bandaríkjunum á táknrænan hátt á æfingu í morgun.

Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs
Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir.

Evrópusambandið lýsir áhyggjum af morðinu á George Floyd
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds.

Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump
Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag.

Instagram verður svart í dag
Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan.

Mayweather borgar fyrir útför George Floyd
Fjölskylda Georges Floyd hefur þegið boð Floyds Mayweather að greiða fyrir útför hans.

Vanessa Bryant brást við dauða George Floyd með gamalli mynd af Kobe
Sex ára gömul mynd af Kobe Bryant sýnir að ástandið í málum blökkumanna og hvítra lögreglumanna er langt frá því að vera nýtt á nálinni.

Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas
Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt.

Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta
Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans.

Vonarstjörnur tennisheimsins láta í sér heyra
Naomi Osaka og Coco Gauff hafa ákveðið að blanda sér í umræðuna um málefni svartra í Bandaríkjunum.

Hafna hugmyndum forsetans um að herinn verði látinn kveða niður mótmælin
Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa hafnað hugmynd Donalds Trump um að herinn yrði sendur á götur út til að kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur í landinu.

Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump
Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu.

Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin.

Liverpool og Manchester United standa við bakið á réttindabaráttu svartra
Ensku knattspyrnufélögin hafa bæði gefið það út að þau standi með þeim sem minna mega sín.