

Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica.
Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag.
Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði öll þrjú mörk Breiðabliks sem vann 3-0 sigur á Slovacko frá Tékklandi í Þrándheimi í Noregi í morgun. Um er að ræða síðari leik Kópavogsliðsins í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Tap fyrir Rosenborg í miðri viku gerði út um vonir Kópavogskvenna um áframhald í keppninni.
Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir lék seinasta hálftíma leiksins fyrir Juventus er liðið vann afar öruggan 4-0 sigur gegn Racing Luxemborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna eftir 4-2 tap gegn norska liðinu Rosenborg í dag.
Íslendingalið Brann með þær Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs vann 1-0 sigur er liðið mætti tyrkneska liðinu ALG Spor í dag.
Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur, er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 3-1 tap gegn Ajax er liðin mættust í Hjörring í Danmörku. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir byrjuðu leikinn á bekknum hjá Kristianstad.
Íslandsmeistarar Vals unnu 2-0 sigur á armenska félaginu Hayasa í undanúrslitum undanriðils þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.
Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna.
Engin íslensk knattspyrnukona kemst á listann yfir fimmtíu bestu knattspyrnukonur heims en þennan lista tóku sérfræðingar ESPN saman í tilefni af Evrópumóti landsliða sem er fram undan í Englandi.
Kanadíska-íslenska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse er á leiðinni á stórmót eins og íslensku landsliðskonurnar en þó ekki með íslenska landsliðinu.
Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks leika bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þar leika einnig nokkur Íslendingalið. Nú er verið að draga í riðla.
Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks verða í efri styrkleikaflokkum þegar dregið verður í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna á morgun.
Norska markadrottningin Ada Hegerberg var eðlilega í sjöunda himni eftir magnaðan 3-1 sigur Lyon á Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ada var að sjálfsögðu á skotskónum en það er ekki sjálfsagt eftir undanfarin misseri hjá þessari mögnuðu íþróttakonu.
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon eru Evrópumeistarar kvenna í fótbolta eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Barcelona. Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Lyon.
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag þar sem Barcelona og Lyon mætast klukkan 17. Flest augu beinast að hinni norsku Messi hjá Barcelona.
Alexia Putellas er prímusmótor Barcelona, besta fótboltaliðs í heimi. Hún mun stýra spili liðsins er það mætir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í dag. Þar mætast nútíð og fortíð, besta lið heims gegn liðinu sem drottnaði yfir Evrópu til fjölda ára.
Löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur halda áfram að vekja mikla athygli. Meðal þeirra sem dáist að þeim er fyrrverandi markvörður enska landsliðsins.
Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri gegn PSG í kvöld.
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Barcelona í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum bundu þær enda á 40 leikja sigurhrinu Börsunga, en eru þrátt fyrir það úr leik eftir 5-1 tap í fyrri leiknum.
Áhorfendametið hjá Wolfsburg verður slegið rækilega á morgun þegar liðið tekur á móti Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta.
Það eru áfram læti í kringum frönsku landsliðskonuna Kheira Hamraoui og nú er ljóst að hún verður ekki með Paris Saint-Germain í seinni undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon.
Lyon vann 3-2 endurkomusigur í ótrúlegum leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Var þetta fyrri viðureign liðanna af tveimur en leikið var á Groupama leikvanginum, heimavelli Lyon. Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Lyon.
Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona halda áfram að brjóta glerþök en liðið setti í kvöld nýtt heimsmet í áhorfendafjölda á fótboltaleik kvenna. Fyrra metið var sett fyrr á þessu ári og nú er spurningin hvort Barcelona þurfi stærri heimavöll til að koma öllum sem vilja fyrir.
Evrópumeistarar Barcelona sýndu mátt sinn og megin er þeir mættu Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staðan var orðin 2-0 eftir aðeins tíu mínútur og lauk leiknum með 5-1 sigri Börsunga.
Sveindís Jane Jónsdóttir er í byrjunarliði Wolfsburg sem mætir Barcelona á Nývangi í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag.
Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun leika fyrir framan rúmlega níutíu þúsund áhorfendur þegar Wolfsburg heimsækir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta síðar í mánuðinum.
Sveindís Jane Jónsdóttir nýtti heldur betur tækifærið er hún byrjaði stórleik Wolfsburg og Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún lagði upp bæði mörk Wolfsburg í 2-0 sigri og átti risastóran þátt í að liðið er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon snéru taflinu við gegn Juventus í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið vann 3-1 sigur eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-1 og er því á leið í undanúrslit.