
Hestaíþróttir

Sir Alex er enn að vinna titla
Sir Alex Ferguson er sigursælasti knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en fyrrum stjóri Manchester United er ekkert hættur að vinna þótt að hann sé hættur í fótboltanum.

24 ára írskur afreksknapi lést
Írski knapinn Michael O'Sullivan er látinn af sárum sínum eftir að hafa fallið illa af hesti í keppni.

Ólympíumeistari í bann til ársins 2031
Hestaíþróttamaðurinn Eric Lamaze vann Ólympíugull í Peking árið 2008 en nú má hann ekki koma nálægt íþrótt sinni næstu árin. Hann hefur verið dæmdur í bann til ársins 2031.

Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið
Sigurvilji, ný íslensk heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara, verður frumsýnd laugardaginn 8. febrúar í Laugarásbíói. Myndin fer í kjölfarið í almennar sýningar í Laugarásbíói og í Bíóhúsinu á Selfossi.

Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ
Hestur sem tók þátt í kappreiðum í Englandi á dögunum fékk greinilega nóg af öllu saman og stakk bókstaflega af.

Í árs bann fyrir óhófleg svipuhögg
Þrefaldi ólympíumeistarinn Charlotte Dujardin hefur verið dæmd í árs bann og sektuð um eina og hálfa milljón króna, fyrir að slá hest með svipu, með „óhóflegum“ hætti.

Fimm ára keppnisbann fyrir að detta viljandi af hestbaki
Alvinio Roy hefur verið dæmdur í fimm ára keppnisbann fyrir að glata viljandi forystu í kappreiðum með því að kasta sér viljandi af baki hestsins þegar hann var með forystuna. Talið er að hann hafi verið þátttakandi í veðmálasvindli.

Hross Müllers vann Ólympíugull og truflaði útsendingu
Fótboltamaðurinn Thomas Müller gat fagnað á Ólympíuleikunum í París en hestur í hans eigu vann gull í hestaíþróttum. Mistök í útsendingu í Þýskalandi sýndu þá kómískt myndband af Müller og hestinum.

Kveikur frá Stangarlæk fallinn
Hesturinn Kveikur frá Stangarlæk var felldur í gær eftir að hafa fengið hrossasótt í Hollandi. Hann var tólf vetra gamall.

Lærifaðir og liðsfélagi fordæmir svipubeitingu Dujardin
Carl Hester, stjórnarmaður í alþjóðasambandi tamningamanna, lærifaðir Charlotte Dujardin og liðsfélagi hennar á síðustu þremur Ólympíuleikum hefur fordæmt þjálfunaraðferðir sem hún beitti.

Annar Ólympíuknapi ásakaður um dýraníð
Austurríski knapinn Max Kuehner, sem keppir í sýnistökki á Ólympíuleikunum í París, hefur verið ákærður fyrir dýraníð. Honum er gert að sök að hafa barið hest sinn með kylfu til að láta hann stökkva hærra.

Hætti við keppni á Ólympíuleikunum eftir að upp komst um dýraníð
Breski knapinn Chartlotte Dujardin stefndi á að verða sigursælasti keppandi í sögu þjóðarinnar á Ólympíuleikunum í París en hefur sagt sig frá keppni eftir að upp komst um dýraníð fyrir fjórum árum síðan.

Myndaveisla frá stjörnufans og gleðinni í Víðidal
Um fimm til sex þúsund manns eru nú á Landsmóti hestamanna sem fram fer á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Allt eru þetta áhugamenn um íslenska hestinn, flestir íslenskir en einnig um 2000 erlendir gestir. Búist er við talsverðri fjölgun næstu daga, talið að um sjö til átta þúsund manns verði á svæðinu um helgina.

Svindlsíður herja á landsmótsgesti
Gestir á Landsmóti hestamanna hafa verið varaðir við nokkrum svindlsíðum á samfélagsmiðlum og aðallega Facebook sem hafa peninga af fólki með því að lofa beinu streymi af keppni Landsmótsins sem fer nú fram í Reykjavík.

Kvikmyndastjarna slær í gegn á Landsmóti hestamanna
Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar.

Fannst eins og hann væri eini fulli í brekkunni fyrir hádegi
Daníel Jónsson hrossræktandi og hestamaður lenti í því leiðinlega atviki að þurfa að draga sig úr keppni á Landsmóti hestamanna daginn fyrir keppni vegna þess að hann fór úr axlarlið. Hann hafði áður farið úr axlarlið og kippti aftur í liðinn en fór svo aftur úr lið daginn fyrir keppni, allalvarlegar í það sinnið.

Hvatning til mótshaldara Landsmóts hestamanna
Stærsta hestamót hér á landi, Landsmót hestamanna, hefst í dag. Gjarnan er talað um að Landsmót sé uppskeruhátíð unnenda íslenska hestsins þar sem hundruð knapa keppa og sýna hross. Mót af þessari stærðargráðu er vissulega ánægjulegt fyrir mótshaldara, keppendur og áhorfendur. Hinsvegar er mikilvægt að ræða velferð hrossa í keppni og sýningum enda snýst mótið fyrst og fremst um þau.

Riðu um miðbæinn til að fagna Landsmóti
Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem mun standa yfir dagana 1. til 7. júlí er í fullum gangi. Búist er við þúsundum áhorfenda og keppendur eru á fullu að æfa sig. Í tilefni af mótinu var haldin miðbæjarreið í dag, þar sem 60 knapar riðu hestum sínum um miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við mótsstjóra og knapa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Lést eftir að hafa dottið af hestbaki
Breski knapinn Georgie Campbell lést eftir að hafa dottið af hestbaki í gær. Hún var 36 ára.

Draumur Stígs rættist með stóðhestinum Steini
Stóðhesturinn Steinn frá Stíghúsi vakti verðskuldaða athygli um síðustu helgi er hann safnaði 500 þúsund krónum fyrir stuðningsfélagið Einstök börn. Hann vakti þó ef til vill meiri athygli fyrir KR-ljómann í kringum sýningu hans, en við það rættist ósk eiganda hestsins.

Virkilega spennandi lokamót framundan
Lokamót Meistaradeildar Líflands fer fram föstudaginn 12. apríl næstkomandi í HorseDay höllinni Ingólfshvoli. Keppt verður í Tölti T1 og Flugskeiði í gegnum höllina ásamt því að í ljós kemur hverjir það verða sem standa uppi sem sigurvegarar Meistaradeildarinnar 2024.

Máttu ekki útiloka Jóhann úr landsliðinu ótímabundið
Áfrýjunardómstóll ÍSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hafi verið óheimilt að vísa Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðinu í hestaíþróttum.

Wow lifir enn góðu lífi í undraheimi Roosevelt Edwards
Michele Roosevelt Edwards sendi páskakveðju frá Wow Air til fylgjenda sinna á LinkedIn í ár eins og hún hefur gert síðustu fjögur ár. Hún endurnýtir eldgamlar myndir og auglýsingar með kveðjunum. Þar að auki virðist hún hafa víkkað starfsemina út í veðreiðar með Wow Equine Services.

Spennan magnast í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum!
Mótaröð Meistaradeildar Líflands er hálfnuð nú þegar fjórar keppnir er búnar og spennan magnast með hverju mótinu.

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum glæsileg að vanda
Það má segja að Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum sé hápunktur hestamennskunnar á þessum árstíma þótt við flóruna hafa bæst margar innanhúsdeildir undanfarin ár og eru haldnar víða um land.

Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal
Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal.

Glódís Rún og Breki frá Austurási sigruðu slaktaumatöltið
Fimmgangur á fimmtudaginn.

Ferguson rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátum
Þrátt fyrir að vera löngu hættur að þjálfa heldur Sir Alex Ferguson áfram að fagna sigrum. Það er þó ekki alltaf sársaukalaust.

Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana
Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu.

„Hluti af mér dó með honum“
„Ég er enn að syrgja pabba í dag og ég hætti því aldrei. Sorgin fylgir manni alla tíð,“ segir Dagmar Øder Einarsdóttir. Hún var á táningsaldri þegar faðir hennar, Einar Öder Magnússon lést af völdum krabbameins. Hann var einungis 52 ára gamall.