
Skoðun

Auðlindarentan heim í hérað
Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.

Héraðsvötn og Kjalölduveitu í nýtingarflokk
Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Eru borgir barnvænar? Þétting byggðar og staða barna í skipulagi
Á síðustu árum hefur áhersla á þéttingu byggðar orðið sífellt meira áberandi í íslensku skipulagi. Þétting er oft talin leið til að stuðla að sjálfbærari þróun, draga úr útþenslu og nýta betur þá innviði sem fyrir eru.

Hvað kosta mannréttindi?
Í umræðunni um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umræðan um kostnað og hver á að borga ráðandi. En spurningin ætti auðvitað frekar að vera: Hvers vegna hefur fatlað fólk þurft að bíða svona lengi eftir því að njóta sömu réttinda og aðrir?

Faglegt mat eða lukka? I: Frá kennslustofu til stafbókar
Árið 2014 hóf ég störf sem kennari í félagsfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax eftir fyrstu önnina varð mér ljóst að hefðbundið námsefni stóð ekki undir þeim hraða og dýpt sem samfélagsbreytingar krefjast. Það vantaði efni sem náði tengingu við líf nemenda í samtímanum – efni sem horfði fram á við samhliða því að nýta það besta úr fortíðinni.

Hvers vegna ekki bókun 35?
Fjallað var um það á fréttavef Ríkisútvarpsins á dögunum að vel á annað hundrað samningsbrotamál gegn Íslandi væru í gangi hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna regluverks frá Evrópusambandinu sem ekki hefði verið afgreitt á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum.

1 stk. ísl. ríkisborgararéttur - kr. 1,600
Hvenær er maður íslendingur og hvenær ekki? Það eru víst ekki allir sammála um það en ég taldi mig þó vera íslending fyrstu 18 ár ævinnar enda fæddur í Reykjavík og ættaður að mestu úr Grímsnesinu og Flóanum. Langalangafi minn úr Hraungerðishreppi var sömuleiðis langafi Guðna Ágústssonar framsóknarfrömuðar með meiru og ég var alinn á rjómanum úr Búkollu greyinu og kjötfarsinu úr kaupfélaginu. Mat fyrir sjálfstæða íslendinga.

Ný nálgun fyrir börn með fjölþættan vanda
Á Íslandi eru í dag þúsundir barna og ungmenna sem standa frammi fyrir fjölþættum vanda en fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa frá hinu opinbera.

Setjum kraft í íslenskukennslu fullorðinna
Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur.

Áhrif veiðigjalda ná út fyrir atvinnugreinina
Sjávarútvegur hefur verið lykilstoð í atvinnulífi Hornafjarðar í áratugi og gegnir þar ómetanlegu hlutverki í að tryggja stöðugleika, verðmætasköpun og búsetu. Með tilkomu hátækni, bættrar nýtingar og nýsköpunar, hefur greinin þróast hratt og skapað ný tækifæri.

Við stöndum með Anahitu og Elissu
Við, undirrituð samtök, lýsum yfir stuðningi við Anahitu og Elissu, sem sæta nú ákæru vegna friðsamlegra mótmæla. Réttlætisbarátta hefur jafnan verið leidd af fólki með hugrekki til að mótmæla þegar valdakerfi voru úr takti við siðferðileg viðmið samtímans. Anahita og Elissa gerðu nákvæmlega það.

RÚV - ljósritunarstofa ríkisins?
Það er orðið neyðarlega augljóst að þegar kemur að erlendum fréttum þá lætur fréttastofa RÚV sér yfirleitt duga að endursegja gagnrýnis- og athugasemdalaust fréttir frá öðrum fréttamiðlum.

Að vera hvítur og kristinn
„Mamma komdu aftur til mín“ kallaði lítil grátandi stúlka sem hún stóð yfir látinni móður sinni sem hafði verið drepin við að reyna að sækja sér mat fyrir sig og börnin sín.

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika
4.júní 2025 markaði stór tímamót fyrir okkur í Suðurnesjabæ, því þá opnaði ný heilsugæsla í Vörðunni í Suðurnesjabæ. Þetta er árangur sem margir hafa beðið eftir lengi og sannar að samvinna, staðfesta og skýr forgangsröðun skilar raunverulegum árangri fyrir samfélagið okkar.

Komum heil heim eftir hvítasunnuhelgina
Hvítasunnuhelgin er nú fram undan og margir á leið í ferðalag. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er af stað og mikilvægt að hafa öryggið í fyrirrúmi.

Leiðin til Parísar (bókstaflega)
Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e.

Ósnertanlegir eineltisseggir og óhæfir starfsmenn
Umfjöllun og tillögur Viðskiptaráðs varðandi starfsumhverfi opinberra starfsmanna eru kærkomið innlegg í umræðu um starfsmannakerfi sem er löngu úrelt. Ráðið hefur sett fram áætlun þar sem fram kemur að ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kosti hið opinbera um 30-50 milljarða á hverju ári. Áætlun Viðskiptaráðs byggir á nýlegum evrópskum rannsóknum sem geta gefið góða vísbendingu um stöðuna hér á landi.

Opinber skýring til Sigurjóns Þórðarsonar
Sigurjón Þórðarson, útgerðarmaður, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins birti grein á Vísi í gær, Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin. Þar flutti hann þau tíðindi að orsök samþjöppunar í sjávarútvegi væri alls ekki auðlindagjaldtakan. Vart þarf að nefna að hann rökstyður þetta ekki frekar.

Ekkert kerfi lifir af pólitískan geðþótta
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti.

Þegar undirskrift skiptir máli – um gervigreind, vottun og verðmæti mannlegra athafna
Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini.

Hoppað yfir girðingarnar
Strandveiðar hafa skipað mikilvægan sess í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár, bæði sem vettvangur fyrir nýliðun og sem leið til að halda uppi lífi í smærri byggðum landsins. Það er því ekkert nýtt að strandveiðarnar njóta stuðnings í samfélaginu – og með réttu. Hins vegar eru nýlegar breytingar á framkvæmd strandveiðikerfisins og fyrirhugaðar lagabreytingar alvarlegt áhyggjuefni.

Þegar ég fékk séns
Þetta eru skilaboð sem ég sendi á starfsmann Keilis árið 2017. Síðan þá hef ég lokið téðum master og bætt við mig diplómu. Ég get séð fyrir mér og fjölskyldunni minni og lífsgæði mín eru langt um betri en þau hefðu að öllum líkindum annars verið.

Verður greinilega að vera Ísrael
„Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gaza,“ ritaði Einar Ólafsson í grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni grein eftir mig á sama miðli þar sem ég benti á það að ekki virtist þykja ástæða til þess að mótmæla ofbeldi í garð Palestínumanna nema Ísrael ætti í hlut.

Evrópumet! Háskólamenntun minnst metin á Íslandi
Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista.Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu.

Ríkið tekur – landsbyggðirnar fá minna
Óvissa, sundurlyndi og uggur einkennir umræðuna um hækkun veiðigjalda. Þar sem hún mun hafa mest áhrif. Vilji ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr um að gjöldin skuli hækka. Og um það virðist stór hluti þjóðarinnar sammála. Að í sameiginlega sjóði renni með beinum hætti aukin renta af fiskveiðiauðlindinni.

Snjallasta stefnubreyting Samfylkingarinnar
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Þingkona Samfylkingarinnar, skrifaði nýlega hvernig það færi fyrir brjóstið á henni að íslenski fáninn sé notaður af hópi fólks sem nýverið söfnaðist saman á Austurvelli til að berjast fyrir hertri útlendingalöggjöf. Fyrrverandi þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson lét svipuð orð falla.

Þegar samfélagið þagnar
Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni.

Stjórnleysi í íslenskri dýravernd
Það er sama hvar er borið niður í íslenskri dýravernd, alls staðar blasir við stjórn og agaleysi, skeytingarleysi flestra á lögum um velferð dýra.

Olíumjólk
Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva.

Leikskólagjöld í Kópavogi þau hæstu á landinu
Samleik – samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, og að teknu tilliti til regluverks hefur bærinn heimild til að hækka leikskólagjöldin allt að tvívegis til viðbótar á þessu ári.