Detroit 1 - Indiana 1 12. maí 2005 00:01 Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Detroit virtist vera á sömu keyrslu í leiknum í gær og leiddu í hálfleiknum, þannig að fátt benti til þess að liðið tapaði leiknum. Það var þó helst gamla brýnið Reggie Miller sem var maðurinn á bak við góða rispu Pacers í síðari hálfleiknum, þar sem hann skoraði 15 stig og átti alltaf svar við áhlaupum meistaranna. Þá má ekki gleyma Jeff Foster, miðherja Pacers, sem átti líklega besta leik sinn á ferlinum með því að skora 14 stig og hirða 20 fráköst. "Ég efast um að nokkurt lið hafi farið í gegn um eins mikið mótlæti og við höfum mætt í vetur, en okkar takmark er það sama og það hefur verið. Við ætlum í úrslitin og við ætlum að vinna titilinn," sagði Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana. "Þeir eru harðir þessir strákar. Þeir hafa þurft að þola ýmislegt í vetur, en þegar á móti blæs, berjast þeir til síðasta manns," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem var stoltur af sínum mönnum. "Þeir gerðu alla litlu hlutina sem við gerðum í fyrsta leiknum. Þeir börðust um hvern bolta og gerðu það sem þeir þurftu að gera til að vinna," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem eitt sinn þjálfaði lið Indiana og er því öllum hnútum kunnugur hjá liðinu - ekki síst því hversu góður leikmaður Reggie Miller er. "Hann var frábær þegar leikurinn var í járnum," sagði Brown. Atkvæðamestir hjá Detroit:Tayshaun Prince 24 stig (9 frák, 7 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Rasheed Wallace 14 stig, Chauncey Billups 13 stig (10 stoðs), Antonio McDyess 8 stig, Ben Wallace 3 stig (16 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (10 frák, 5 varin), Reggie Miller 19 stig, Jeff Foster 14 stig (20 frák), Stephen Jackson 13 stig, Jamaal Tinsley 12 stig (13 stoðs, 7 frák). NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Detroit virtist vera á sömu keyrslu í leiknum í gær og leiddu í hálfleiknum, þannig að fátt benti til þess að liðið tapaði leiknum. Það var þó helst gamla brýnið Reggie Miller sem var maðurinn á bak við góða rispu Pacers í síðari hálfleiknum, þar sem hann skoraði 15 stig og átti alltaf svar við áhlaupum meistaranna. Þá má ekki gleyma Jeff Foster, miðherja Pacers, sem átti líklega besta leik sinn á ferlinum með því að skora 14 stig og hirða 20 fráköst. "Ég efast um að nokkurt lið hafi farið í gegn um eins mikið mótlæti og við höfum mætt í vetur, en okkar takmark er það sama og það hefur verið. Við ætlum í úrslitin og við ætlum að vinna titilinn," sagði Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana. "Þeir eru harðir þessir strákar. Þeir hafa þurft að þola ýmislegt í vetur, en þegar á móti blæs, berjast þeir til síðasta manns," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem var stoltur af sínum mönnum. "Þeir gerðu alla litlu hlutina sem við gerðum í fyrsta leiknum. Þeir börðust um hvern bolta og gerðu það sem þeir þurftu að gera til að vinna," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem eitt sinn þjálfaði lið Indiana og er því öllum hnútum kunnugur hjá liðinu - ekki síst því hversu góður leikmaður Reggie Miller er. "Hann var frábær þegar leikurinn var í járnum," sagði Brown. Atkvæðamestir hjá Detroit:Tayshaun Prince 24 stig (9 frák, 7 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Rasheed Wallace 14 stig, Chauncey Billups 13 stig (10 stoðs), Antonio McDyess 8 stig, Ben Wallace 3 stig (16 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (10 frák, 5 varin), Reggie Miller 19 stig, Jeff Foster 14 stig (20 frák), Stephen Jackson 13 stig, Jamaal Tinsley 12 stig (13 stoðs, 7 frák).
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira