Paul Pogba, leikmaður Manchester United, veiktist eftir brúðkaup bróður síns í Frakklandi á föstudaginn.
Franski miðjumaðurinn fór í skoðun hjá lækni United á laugardaginn og varð svo enn veikari daginn eftir.
Pogba hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í september. Hann átti að byrja að æfa í þessari viku en endurkomunni seinkaði vegna veikindanna.
Pogba hefur ekki leikið með United síðan í 1-1 jafnteflinu við Arsenal 30. september.
United tekur á móti Colchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins annað kvöld.
Pogba veiktist eftir brúðkaup bróður síns

Tengdar fréttir

Solskjær segir að Erling Håland sé búinn að ákveða hvar hann vilji spila
Margir eru að velta fyrir sér framtíð norska framherjans Erling Braut Håland sem sló í gegn með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í vetur og stuðningsmenn Manchester United eru eflaust hvað spenntastir.

Manchester United fer til Belgíu í Evrópudeildinni
Manchester United dróst á móti belgíska félaginu Club Brugge þegar dregið var í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag.