Flýttu þér hægt Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 08:30 Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna hlutirnir í kringum mig þurfi alltaf að gerast svona hratt. Hver kannast ekki við að vakna að morgni og drífa sig af stað í kappi við klukkuna. Reka á eftir börnunum og hlaupa af stað út úr dyrunum til móts við annasaman daginn? Skutla, sækja, versla, elda, læra og allt sem viðkemur þessu daglega lífi. Daggæsla, hraði í skólakerfi og kappleikir. Hvað ætli börnin okkar heyri oft orðin: „drífðu þig” á einum degi? Erum við hlaðin nauðsynlegum verkefnum eða gerviþörfum? Getur verið að við setjum of miklar kröfur á okkur sjálf eða gerir umhverfið það? Það er margt uppbyggilegt, gefandi og fallegt í daglegu lífi og alls ekki allt sem veldur okkur streitu. En umræðan um kulnun og örmögnun hefur aukist til muna. Við viljum ekki þjóðafélag hlaðið örmagna og kulnuðum fjölskyldum. Það er mikilvægt að forðast það og til þess þurfum við að skoða okkur sjálf og okkar innsta kjarna - heimilin. Ég hef stundum áhyggjur af börnunum sem alast upp við þennan hraða. Þegar þau fæðast er það þeim ekki eðlislægt að drífa sig, en áður en við vitum af erum við farin að kenna þeim þennan taktfasta dans við klukkuna. Við gætum þurft inngrip og hjálp eða léttvægari áminningar til að vinna gegn streitunni og hægja á okkur. Að mínu mati er eitt lykilhugtakið í þessu meðvitund, meiri meðvitund fyrir okkur og börnin okkar. Erum við tengd okkur sjálfum eða er hugurinn sífellt á flakki? Erum við sífellt að slökkva elda í eigin lífi og uppeldinu? Veljum við það sem er orkugefandi frekar en það sem tekur frá okkur orku? Erum við meðvituð um það hvað hefur áhrif á líðan okkar og hegðun? Erum við til staðar og á staðnum fyrir okkur sjálf og aðra? Gerum við okkur grein fyrir að þol einstaklinga gagnvart streitu er misjafnt?Áttum við okkur á því að við getum stjórnað streitunni og hraðanum í kringum okkur og inn á okkar eigin heimilum? Gerum við okkur grein fyrir hve gríðarlega mikilvægt núverandi augnablik er? Við þurfum ekkert að umbreyta lífi okkar til að ná fram hægari takti. Bara taka lítil skref í rétta átt. Öll viljum við að okkur og börnunum okkar líði vel. Það er þannig að ef við hlúum af okkur sjálfum erum við fær um að hlúa að öðrum. Dempum hraðann, stígum á bremsuna, okkur og öllum öðrum til hagsbóta! Höfundur er grunnskólakennari að mennt og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna hlutirnir í kringum mig þurfi alltaf að gerast svona hratt. Hver kannast ekki við að vakna að morgni og drífa sig af stað í kappi við klukkuna. Reka á eftir börnunum og hlaupa af stað út úr dyrunum til móts við annasaman daginn? Skutla, sækja, versla, elda, læra og allt sem viðkemur þessu daglega lífi. Daggæsla, hraði í skólakerfi og kappleikir. Hvað ætli börnin okkar heyri oft orðin: „drífðu þig” á einum degi? Erum við hlaðin nauðsynlegum verkefnum eða gerviþörfum? Getur verið að við setjum of miklar kröfur á okkur sjálf eða gerir umhverfið það? Það er margt uppbyggilegt, gefandi og fallegt í daglegu lífi og alls ekki allt sem veldur okkur streitu. En umræðan um kulnun og örmögnun hefur aukist til muna. Við viljum ekki þjóðafélag hlaðið örmagna og kulnuðum fjölskyldum. Það er mikilvægt að forðast það og til þess þurfum við að skoða okkur sjálf og okkar innsta kjarna - heimilin. Ég hef stundum áhyggjur af börnunum sem alast upp við þennan hraða. Þegar þau fæðast er það þeim ekki eðlislægt að drífa sig, en áður en við vitum af erum við farin að kenna þeim þennan taktfasta dans við klukkuna. Við gætum þurft inngrip og hjálp eða léttvægari áminningar til að vinna gegn streitunni og hægja á okkur. Að mínu mati er eitt lykilhugtakið í þessu meðvitund, meiri meðvitund fyrir okkur og börnin okkar. Erum við tengd okkur sjálfum eða er hugurinn sífellt á flakki? Erum við sífellt að slökkva elda í eigin lífi og uppeldinu? Veljum við það sem er orkugefandi frekar en það sem tekur frá okkur orku? Erum við meðvituð um það hvað hefur áhrif á líðan okkar og hegðun? Erum við til staðar og á staðnum fyrir okkur sjálf og aðra? Gerum við okkur grein fyrir að þol einstaklinga gagnvart streitu er misjafnt?Áttum við okkur á því að við getum stjórnað streitunni og hraðanum í kringum okkur og inn á okkar eigin heimilum? Gerum við okkur grein fyrir hve gríðarlega mikilvægt núverandi augnablik er? Við þurfum ekkert að umbreyta lífi okkar til að ná fram hægari takti. Bara taka lítil skref í rétta átt. Öll viljum við að okkur og börnunum okkar líði vel. Það er þannig að ef við hlúum af okkur sjálfum erum við fær um að hlúa að öðrum. Dempum hraðann, stígum á bremsuna, okkur og öllum öðrum til hagsbóta! Höfundur er grunnskólakennari að mennt og fjögurra barna móðir.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun