Gamaldags hugsun í heilbrigðiskerfinu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:01 Nýlega fóru fram tvennar umræður þingmanna á Alþingi við heilbrigðisráðherra, annars vegar um fjarheilbrigðisþjónustu og hins vegar um geðheilbrigðismál. Oft var enda þörf en nú nauðsyn. Rannsóknir og mælingar benda til þess að geðheilsa hafi farið mjög versnandi og að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill. Þar spilar heimsfaraldur auðvitað sitt hlutverk, en aðgerðir stjórnvalda til að sporna við faraldrinum hafa haft sérstaklega slæm áhrif á andlega líðan fólks, ekki síst barna og ungmenna. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur verið veitt með góðum árangri í dreifbýlum löndum í áratugi. Enda eykur tæknin aðgengi þeirra sem búa í dreifbýli gríðarlega. Á sama tíma og eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur aukist, skýtur skökku við að hið opinbera hafi ekki nýtt fjarheilbrigðisþjónustu til að bæta aðgengi og vinna á geðheilbrigðisvandanum. Fjölmargar einkareknar stofur í geðheilbrigðisþjónustu nýta sér þessa tækni sem hefur gefist vel, en hins vegar nýtir engin opinber þjónustustofnun sér hana. Og það þrátt fyrir að til staðar sé íslensk tækni sem hefur öll tilskilin leyfi Landlæknis. Af hverju gengur hinu opinbera mun hægar en einkaaðilum að brjóta niður þá veggi sem stjórnvöld segja að séu til staðar á milli þjónustunnar og þeirrar tækni sem er til staðar? Með því að bjóða bæði upp á stað- og fjarþjónustu um allt land er hægt að stytta biðtíma og -lista, nýta tíma heilbrigðisstarfsfólks betur og byggja upp sterkt teymi stuðnings og aðstoðar. Efling geðheilbrigðisþjónustu er forgangsmál í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar líkt og í þeim fyrri. Getur verið að gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundsson Skoðun Mikilvægi þess að eiga hetjur Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Vaknaðu menningarþjóð! Ása Baldursdóttir Skoðun Geta íþróttir bjargað mannslífum? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Geta íþróttir bjargað mannslífum? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Fylkjum liði með kennurum og börnunum okkar Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Vaknaðu menningarþjóð! Ása Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjarðabyggð gegn kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir,Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir skrifar Skoðun Af styrkjum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi þess að eiga hetjur Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Sjá meira
Nýlega fóru fram tvennar umræður þingmanna á Alþingi við heilbrigðisráðherra, annars vegar um fjarheilbrigðisþjónustu og hins vegar um geðheilbrigðismál. Oft var enda þörf en nú nauðsyn. Rannsóknir og mælingar benda til þess að geðheilsa hafi farið mjög versnandi og að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill. Þar spilar heimsfaraldur auðvitað sitt hlutverk, en aðgerðir stjórnvalda til að sporna við faraldrinum hafa haft sérstaklega slæm áhrif á andlega líðan fólks, ekki síst barna og ungmenna. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur verið veitt með góðum árangri í dreifbýlum löndum í áratugi. Enda eykur tæknin aðgengi þeirra sem búa í dreifbýli gríðarlega. Á sama tíma og eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur aukist, skýtur skökku við að hið opinbera hafi ekki nýtt fjarheilbrigðisþjónustu til að bæta aðgengi og vinna á geðheilbrigðisvandanum. Fjölmargar einkareknar stofur í geðheilbrigðisþjónustu nýta sér þessa tækni sem hefur gefist vel, en hins vegar nýtir engin opinber þjónustustofnun sér hana. Og það þrátt fyrir að til staðar sé íslensk tækni sem hefur öll tilskilin leyfi Landlæknis. Af hverju gengur hinu opinbera mun hægar en einkaaðilum að brjóta niður þá veggi sem stjórnvöld segja að séu til staðar á milli þjónustunnar og þeirrar tækni sem er til staðar? Með því að bjóða bæði upp á stað- og fjarþjónustu um allt land er hægt að stytta biðtíma og -lista, nýta tíma heilbrigðisstarfsfólks betur og byggja upp sterkt teymi stuðnings og aðstoðar. Efling geðheilbrigðisþjónustu er forgangsmál í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar líkt og í þeim fyrri. Getur verið að gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar