Vinstri beygju bjargað fyrir horn Marta Guðjónsdóttir skrifar 23. október 2023 07:31 Í grein á Vísi á laugardag um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, hélt ég því fram að einni hugmynd þar að lútandi væri ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar, vestur Eiðsgrandann. Sú fullyrðing rataði í frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Á sunnudag birtist frétt á Vísi þar sem því er haldið fram að þetta sé misskilningur. Bann við vinstri beygju ætti við um útkeyrslu frá porti hins svo kallaða JL húss, ekki um gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta. Skilningur minn á hugmyndinni byggði hins vegar á þeirri einföldu staðreynd að Hringbraut 121, stendur við fyrrnefnd gatnamót og í greinargerð með tillögunni stendur orðrétt: „Tillagan gerir ráð fyrir að ekki verði unnt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121 vestur Eiðsgranda.“Lái mér hver sem vill þennan skilning. Ég fagna því þó heilshugar að vinstri beygju sé þannig bjargað fyrir horn. En skilningur minn var þó engu að síður byggður á afar tvíræðri og óljósri framsetningu tillögunnar. Fjölgun íbúa - aukinn umferðarþungi Kjarni málsins um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta, er hins vegar eftirfarandi: Íbúum vestast í Vesturbænum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum árum. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Hér er um að ræða íbúafjölgun sem nemur 2500 - 3000 íbúum. Til samanburðar eru íbúar Úlfarsársdals nú um 3000 talsins. Þessi fjölgun mun hafa í för með sér umferðaraukningu sem nemur fleiri þúsundum ökutækja á sólarhring. Þá ber að hafa í huga að fyrrnefnd gatnamót eru endapunktur megin umferðaræðar borgarinnar, frá Vesturlandsvegi og vestur í Ánanaust. Auk þess er Eiðsgrandinn önnur helsta umferðaræð til og frá Seltjarnarnesi. Umferðarþrengin á þessum slóðum hefur því óhjákvæmilega í för með sér umferðaraukningu um Hofsvallagötu og Nesveg, til og frá Seltjarnarnesi. Þessar staðreyndir hafa beinlínis hrópað á raunhæfar umferðarlausnir á þessum gatnamótum sem tryggja hvoru tveggja, umferðarflæði á svæðinu og umferðaröryggi þeirra sem þarna hjóla eða ganga. Öruggast væri að sjálfsögðu að halda þarna umferð hjólandi og gangandi vegfarenda í öðru plani, með hjóla- og göngubrú eða undirgöngum. Umferðaröryggi verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti En í stað þess að huga að raunhæfum samgöngubótum hafa borgaryfirvöld nú þegar þrengt mjög að gatnamótunum með afar þéttri nýtingu á BYKO reitnum. Síðan eru uppi hugmyndir um að bæta gráu ofan á svart með því sem ætíð hafa verið ær og kýr þessa borgarstjórnarmeirihluta: að fækka akreinum. Til vitnis um það er bókun meirihlutans við málið frá 8. mars sl., þar sem segir meðal annars: „Æskileg[t] væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Hugmyndir um T-gatnamót þar sem hringtorgið er nú, fækkun akreina og fjölgun ljósastýrðra gönguljósa á þessu svæði mun skapa þar umferðaröngþveiti á álagstímum, án þess að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Umferðaröryggi þeirra verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Umferðaröryggi Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í grein á Vísi á laugardag um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, hélt ég því fram að einni hugmynd þar að lútandi væri ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar, vestur Eiðsgrandann. Sú fullyrðing rataði í frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Á sunnudag birtist frétt á Vísi þar sem því er haldið fram að þetta sé misskilningur. Bann við vinstri beygju ætti við um útkeyrslu frá porti hins svo kallaða JL húss, ekki um gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta. Skilningur minn á hugmyndinni byggði hins vegar á þeirri einföldu staðreynd að Hringbraut 121, stendur við fyrrnefnd gatnamót og í greinargerð með tillögunni stendur orðrétt: „Tillagan gerir ráð fyrir að ekki verði unnt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121 vestur Eiðsgranda.“Lái mér hver sem vill þennan skilning. Ég fagna því þó heilshugar að vinstri beygju sé þannig bjargað fyrir horn. En skilningur minn var þó engu að síður byggður á afar tvíræðri og óljósri framsetningu tillögunnar. Fjölgun íbúa - aukinn umferðarþungi Kjarni málsins um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta, er hins vegar eftirfarandi: Íbúum vestast í Vesturbænum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum árum. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Hér er um að ræða íbúafjölgun sem nemur 2500 - 3000 íbúum. Til samanburðar eru íbúar Úlfarsársdals nú um 3000 talsins. Þessi fjölgun mun hafa í för með sér umferðaraukningu sem nemur fleiri þúsundum ökutækja á sólarhring. Þá ber að hafa í huga að fyrrnefnd gatnamót eru endapunktur megin umferðaræðar borgarinnar, frá Vesturlandsvegi og vestur í Ánanaust. Auk þess er Eiðsgrandinn önnur helsta umferðaræð til og frá Seltjarnarnesi. Umferðarþrengin á þessum slóðum hefur því óhjákvæmilega í för með sér umferðaraukningu um Hofsvallagötu og Nesveg, til og frá Seltjarnarnesi. Þessar staðreyndir hafa beinlínis hrópað á raunhæfar umferðarlausnir á þessum gatnamótum sem tryggja hvoru tveggja, umferðarflæði á svæðinu og umferðaröryggi þeirra sem þarna hjóla eða ganga. Öruggast væri að sjálfsögðu að halda þarna umferð hjólandi og gangandi vegfarenda í öðru plani, með hjóla- og göngubrú eða undirgöngum. Umferðaröryggi verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti En í stað þess að huga að raunhæfum samgöngubótum hafa borgaryfirvöld nú þegar þrengt mjög að gatnamótunum með afar þéttri nýtingu á BYKO reitnum. Síðan eru uppi hugmyndir um að bæta gráu ofan á svart með því sem ætíð hafa verið ær og kýr þessa borgarstjórnarmeirihluta: að fækka akreinum. Til vitnis um það er bókun meirihlutans við málið frá 8. mars sl., þar sem segir meðal annars: „Æskileg[t] væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Hugmyndir um T-gatnamót þar sem hringtorgið er nú, fækkun akreina og fjölgun ljósastýrðra gönguljósa á þessu svæði mun skapa þar umferðaröngþveiti á álagstímum, án þess að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Umferðaröryggi þeirra verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun