Meira sund! Skúli Helgason skrifar 24. febrúar 2024 08:01 Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Tillagan tekur mið af þeirri gagnrýni sem kom fram á opnunina um síðustu jól og áramót frá bæði sundlaugargestum og starfsfólki. Í hnotskurn felur nýja tillagan í sér að dregið verður verulega úr lokunum sundlauga í borginni á frídögum og í stað þess að sundlaugar í borginni verði að jafnaði lokaðar í 9-13 daga hver á árinu fækkar þeim lokunum niður í 1-3 daga. Nánar tiltekið verða sundlaugarnar í austurhluta borgarinnar, þ.e. Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug og Breiðholtslaug nú aðeins lokaðar í 2-3 daga á árinu 2024 en lokuðu í alls 13 daga á síðasta ári. Laugardalslaug verður áfram bara lokuð á jóladag en opin hina 364 daga ársins. Sundhöllin og Vesturbæjarlaug verða sömuleiðis bara lokaðar í 1 dag en lokuðu 9 daga á síðasta ári. Á móti kemur að opnunartíminn innan dagsins dregst lítillega saman á hátíðisdögum og viðhaldsdögum, þar sem hver sundlaug fær andlitslyftingu fjölgar um þrjá daga. Með þessu næst sami sparnaður og á síðasta ári eða sem nemur 58 milljónum króna. Breytingarnar taka gildi nú um páskana en um svipað leyti breytist opnunartími sundlauganna um helgar þegar laugarnar loka kl. 21 í stað 22 eins og verið hefur. Áfram verða laugarnar opnar til kl. 22 á virkum dögum. Gögn sýna að aðsóknin í laugarnar minnkar til mikilla muna milli 21 og 22 sérstaklega um helgar og fækkar þá gestum um 65% að meðaltali miðað við á níunda tímanum. Þessi aðgerð er sömuleiðis ákveðin til að mæta hagræðingarkröfu en við munum jafnframt meta reynsluna af þessari tilhögun. Við verðum áfram opin fyrir breytingum svo sem þeim sem auka tekjurnar en við höfum m.a. til skoðunar breytingar á gjaldskrá fyrir 67 ára og eldri, ekki síst með hliðsjón af erlendum ferðamönnum. Gagnrýni tekin alvarlega og brugðist hratt við Samandregið er þjónustuaukningin veruleg í sundlaugunum á helstu stórhátíðum eða sem nemur 25% lengri opnunartíma á páskum og rúmlega tvöföldun opnunartímans um jól og áramót eða nánar tiltekið um 137% þar sem opið verður í alls 219 klst yfir jólahátíðina í stað 93 stunda á síðasta ári. Breytingin felur líka í sér að fleiri laugar verða nú opnar en í fyrra á frídögum, því nú verða 5 af 7 laugum opnar á slíkum dögum en voru 3-4 í fyrra sem hafði þær afleiðingar að víða varð örtröð í þær laugar sem voru opnar, með tilheyrandi óþægindum og álagi fyrir bæði starfsfólk og sundlaugargesti auk þess sem það kom niður á gæðum vatns í laugunum, öryggiseftirliti, hreinlæti, o.s.frv. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem olli aukinni streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Nýja skipulagið er afrakstur þess að hlustað hefur verið á gagnrýni sundlaugagesta og starfsfólk og hún nýtt til að bæta skipulag og gæði þjónustunnar. Það verður áfram metnaðarmál hjá okkur að þjónustustigið í sundlaugum borgarinnar verði í hæsta gæðaflokki miðað við önnur sveitarfélög og lönd enda er það mikilvægt lýðheilsumál að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í sundlaugum fyrir utan hvað það er gaman að fara í sund, njóta heitra og kaldra potta, gufubaðs og góðs félagsskapar við fjölskyldumeðlimi, kunningja og vini. Öll í sund! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Tillagan tekur mið af þeirri gagnrýni sem kom fram á opnunina um síðustu jól og áramót frá bæði sundlaugargestum og starfsfólki. Í hnotskurn felur nýja tillagan í sér að dregið verður verulega úr lokunum sundlauga í borginni á frídögum og í stað þess að sundlaugar í borginni verði að jafnaði lokaðar í 9-13 daga hver á árinu fækkar þeim lokunum niður í 1-3 daga. Nánar tiltekið verða sundlaugarnar í austurhluta borgarinnar, þ.e. Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug og Breiðholtslaug nú aðeins lokaðar í 2-3 daga á árinu 2024 en lokuðu í alls 13 daga á síðasta ári. Laugardalslaug verður áfram bara lokuð á jóladag en opin hina 364 daga ársins. Sundhöllin og Vesturbæjarlaug verða sömuleiðis bara lokaðar í 1 dag en lokuðu 9 daga á síðasta ári. Á móti kemur að opnunartíminn innan dagsins dregst lítillega saman á hátíðisdögum og viðhaldsdögum, þar sem hver sundlaug fær andlitslyftingu fjölgar um þrjá daga. Með þessu næst sami sparnaður og á síðasta ári eða sem nemur 58 milljónum króna. Breytingarnar taka gildi nú um páskana en um svipað leyti breytist opnunartími sundlauganna um helgar þegar laugarnar loka kl. 21 í stað 22 eins og verið hefur. Áfram verða laugarnar opnar til kl. 22 á virkum dögum. Gögn sýna að aðsóknin í laugarnar minnkar til mikilla muna milli 21 og 22 sérstaklega um helgar og fækkar þá gestum um 65% að meðaltali miðað við á níunda tímanum. Þessi aðgerð er sömuleiðis ákveðin til að mæta hagræðingarkröfu en við munum jafnframt meta reynsluna af þessari tilhögun. Við verðum áfram opin fyrir breytingum svo sem þeim sem auka tekjurnar en við höfum m.a. til skoðunar breytingar á gjaldskrá fyrir 67 ára og eldri, ekki síst með hliðsjón af erlendum ferðamönnum. Gagnrýni tekin alvarlega og brugðist hratt við Samandregið er þjónustuaukningin veruleg í sundlaugunum á helstu stórhátíðum eða sem nemur 25% lengri opnunartíma á páskum og rúmlega tvöföldun opnunartímans um jól og áramót eða nánar tiltekið um 137% þar sem opið verður í alls 219 klst yfir jólahátíðina í stað 93 stunda á síðasta ári. Breytingin felur líka í sér að fleiri laugar verða nú opnar en í fyrra á frídögum, því nú verða 5 af 7 laugum opnar á slíkum dögum en voru 3-4 í fyrra sem hafði þær afleiðingar að víða varð örtröð í þær laugar sem voru opnar, með tilheyrandi óþægindum og álagi fyrir bæði starfsfólk og sundlaugargesti auk þess sem það kom niður á gæðum vatns í laugunum, öryggiseftirliti, hreinlæti, o.s.frv. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem olli aukinni streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Nýja skipulagið er afrakstur þess að hlustað hefur verið á gagnrýni sundlaugagesta og starfsfólk og hún nýtt til að bæta skipulag og gæði þjónustunnar. Það verður áfram metnaðarmál hjá okkur að þjónustustigið í sundlaugum borgarinnar verði í hæsta gæðaflokki miðað við önnur sveitarfélög og lönd enda er það mikilvægt lýðheilsumál að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í sundlaugum fyrir utan hvað það er gaman að fara í sund, njóta heitra og kaldra potta, gufubaðs og góðs félagsskapar við fjölskyldumeðlimi, kunningja og vini. Öll í sund! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun