Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. maí 2025 06:01 Hjörtur J. Guðmundsson, með sinn langa og merkilega titil, sennilega þann lengsta á Íslandi – á að sanna kunnáttu, sem gæði málfluntnings manna gerir venjulega, eða ekki, eins og hér – skrifar grein í blaðið í gær með fyrirsögninni : „Hversu lítill fiskur yrðum við“. Er hann þar að tala um það, hversu lítill fiskur Ísland yrði, ef það gengi í ESB sem fullgilt aðildarríki. Það, sem blessaður titlameistarinn hugsar ekki um – mikil og merkileg sögð menntun dugar þar ekki til – er það, að utan ESB, eins og nú er, erum við enn minni fiskur! Höfum enga aðkomu að neinni stefnumörkun, hvað þá ákvörðunum eða setningu reglugerða, sem við verðum þó að taka upp og fylgja skv. EES-samningnum. Minni getur fiskurinn varla orðið. Hitt er svo annað mál, og það er illt að þurfa að horfa upp á það, að titlameistarinn hagræðir sannleika, beitir hlutasannleika, fer meira að segja með vondar rangfærslur, aftur og aftur, í sínum öfgafulla málflutningi gegn mögulegri ESB-aðild Íslendinga og annarra, gegn ESB, yfir höfuð, sem þó myndar kjarnann að framtíð Evrópu og er eina raunverulega tryggingin fyrir frelsi, velferð og öryggi álfunnar. Utan ESB, eins og nú er, höfum við ekkert um málefni, stefnumótun, afstöðu og ákvarðanir ESB að segja. Fáum ekki einu sinni að taka þá í umræðu, stefnumörkun og ákvörðunartöku, sem við verðum þó að hlýta, og fara eftir. Ef við værum fullgild ESB-aðildarþjóð, hefðum við 6 fulltrúa á Evrópuþingið, sem er eitt af því fáa, sem titlameistarinn fer rétt með. Þetta er reyndar þáttur í því, sem kallað er rangfærslur á grundvelli hlutasannleika. Menn segja eitthvað satt og rétt, sem margir kannast við, ljá málflutningi þeirra þannig sannleiksbrag, svo bæta þeir ýmsum ósannindum og rangfærslum við, í þeirri trú, að sannleikskornið tryggi ósannindunum brautargengi. Þetta er oft virk aðferð í málflutningi, en afar vond. Í rauninni verri, en helber lygi, því það er auðveldara fyrir menn að sjá í gegnum lygina en hálfsannleikann. Hvað, sem þessu líður, skulum við sjá, hvað hæft er í því hjá Hirti J., að litlu þjóðirnar ráði engu í ESB. Malta, sem líka er lítill fiskur að mati titlameistarans, er líka með 6 þingmenn, eins og við fengjum, en þrátt fyrir þennan frekar fámenna þingmannafjölda Möltu, skipar Malta nú forseta Evrópuþingsins. Roberta Metsola heitir hún, 46 ára lögfræðingur. Hjá ESB gildir nefnilega hæfni og geta einstaklingsins, ekki stærð þjóðarinnar, sem hann kemur frá. Litla Malta er með áhrifamesta og valdamesta einstaklinginn á Evrópuþinginu. Lúxemborg, sem líka er er lítill fiskur, með 6 þingmenn, skipaði forseta framkvæmdastjórnar ESB 2015-2020. Þar var á ferð Jean-Claude Juncker. Á undan honum, í 10 ár, frá 2005-2015, var José Manuel Barroso frá Portugal forseti framkvæmdastjórnarinnar, en Portúgal telst vart til stærri fiska heldur. Framkvæmdastjórn ESB stjórnar rekstri ESB í stórum dráttum. The Commission. Þar eru nú 27 framkvæmdastjórar/kommissarar, sambærilegir við ráðherra hér, einn kommissar frá hverju landi. Líka einn frá minni ríkjunum, þau stærri, eins og Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Pólland og Spánn, hafa líka bara einn. Fer, hver með sinn málaflokk, og eru kommissarar frá litlu aðildarríkjunum oft með stærstu og þýðingarmesu ráðuneytin. Í nýrri framkvæmdastjórn ESB fer fulltrúi Eistlands, Kaja Kallas, með utanríkismál ríkjasambandsins og fulltrúi Litáens, Andrius Kubilius, stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins, varnar og hermálum, en stærri verða verkefnin og ábygðin varla, þó að þessir fulltrúar komi frá tveimur litlu ríkjanna. Titlameistarinn talar oft um hálfa þingmenni, það á að vera smellinn brandari, en einu hálfu þingmennirnir, sem undirritaður veit um, eru þeir skoðanabræður Hjartar, sem sátu að sumbli á Klausturbarnum, vel hálfir og í miklu kjaftastuði, hér um árið. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, með sinn langa og merkilega titil, sennilega þann lengsta á Íslandi – á að sanna kunnáttu, sem gæði málfluntnings manna gerir venjulega, eða ekki, eins og hér – skrifar grein í blaðið í gær með fyrirsögninni : „Hversu lítill fiskur yrðum við“. Er hann þar að tala um það, hversu lítill fiskur Ísland yrði, ef það gengi í ESB sem fullgilt aðildarríki. Það, sem blessaður titlameistarinn hugsar ekki um – mikil og merkileg sögð menntun dugar þar ekki til – er það, að utan ESB, eins og nú er, erum við enn minni fiskur! Höfum enga aðkomu að neinni stefnumörkun, hvað þá ákvörðunum eða setningu reglugerða, sem við verðum þó að taka upp og fylgja skv. EES-samningnum. Minni getur fiskurinn varla orðið. Hitt er svo annað mál, og það er illt að þurfa að horfa upp á það, að titlameistarinn hagræðir sannleika, beitir hlutasannleika, fer meira að segja með vondar rangfærslur, aftur og aftur, í sínum öfgafulla málflutningi gegn mögulegri ESB-aðild Íslendinga og annarra, gegn ESB, yfir höfuð, sem þó myndar kjarnann að framtíð Evrópu og er eina raunverulega tryggingin fyrir frelsi, velferð og öryggi álfunnar. Utan ESB, eins og nú er, höfum við ekkert um málefni, stefnumótun, afstöðu og ákvarðanir ESB að segja. Fáum ekki einu sinni að taka þá í umræðu, stefnumörkun og ákvörðunartöku, sem við verðum þó að hlýta, og fara eftir. Ef við værum fullgild ESB-aðildarþjóð, hefðum við 6 fulltrúa á Evrópuþingið, sem er eitt af því fáa, sem titlameistarinn fer rétt með. Þetta er reyndar þáttur í því, sem kallað er rangfærslur á grundvelli hlutasannleika. Menn segja eitthvað satt og rétt, sem margir kannast við, ljá málflutningi þeirra þannig sannleiksbrag, svo bæta þeir ýmsum ósannindum og rangfærslum við, í þeirri trú, að sannleikskornið tryggi ósannindunum brautargengi. Þetta er oft virk aðferð í málflutningi, en afar vond. Í rauninni verri, en helber lygi, því það er auðveldara fyrir menn að sjá í gegnum lygina en hálfsannleikann. Hvað, sem þessu líður, skulum við sjá, hvað hæft er í því hjá Hirti J., að litlu þjóðirnar ráði engu í ESB. Malta, sem líka er lítill fiskur að mati titlameistarans, er líka með 6 þingmenn, eins og við fengjum, en þrátt fyrir þennan frekar fámenna þingmannafjölda Möltu, skipar Malta nú forseta Evrópuþingsins. Roberta Metsola heitir hún, 46 ára lögfræðingur. Hjá ESB gildir nefnilega hæfni og geta einstaklingsins, ekki stærð þjóðarinnar, sem hann kemur frá. Litla Malta er með áhrifamesta og valdamesta einstaklinginn á Evrópuþinginu. Lúxemborg, sem líka er er lítill fiskur, með 6 þingmenn, skipaði forseta framkvæmdastjórnar ESB 2015-2020. Þar var á ferð Jean-Claude Juncker. Á undan honum, í 10 ár, frá 2005-2015, var José Manuel Barroso frá Portugal forseti framkvæmdastjórnarinnar, en Portúgal telst vart til stærri fiska heldur. Framkvæmdastjórn ESB stjórnar rekstri ESB í stórum dráttum. The Commission. Þar eru nú 27 framkvæmdastjórar/kommissarar, sambærilegir við ráðherra hér, einn kommissar frá hverju landi. Líka einn frá minni ríkjunum, þau stærri, eins og Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Pólland og Spánn, hafa líka bara einn. Fer, hver með sinn málaflokk, og eru kommissarar frá litlu aðildarríkjunum oft með stærstu og þýðingarmesu ráðuneytin. Í nýrri framkvæmdastjórn ESB fer fulltrúi Eistlands, Kaja Kallas, með utanríkismál ríkjasambandsins og fulltrúi Litáens, Andrius Kubilius, stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins, varnar og hermálum, en stærri verða verkefnin og ábygðin varla, þó að þessir fulltrúar komi frá tveimur litlu ríkjanna. Titlameistarinn talar oft um hálfa þingmenni, það á að vera smellinn brandari, en einu hálfu þingmennirnir, sem undirritaður veit um, eru þeir skoðanabræður Hjartar, sem sátu að sumbli á Klausturbarnum, vel hálfir og í miklu kjaftastuði, hér um árið. Höfundur er samfélagsrýnir.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun