Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. maí 2025 08:01 Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars. Konur lækkaðar í tign Í vikunni fór fram umræða í þinginu um fyrirspurn sem ég lagði fram öðru sinni um atvinnuréttindi kvenna að loknu fæðingarorlofi. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram til þáverandi félagsmálaráðherra í kjölfar þess að ung kona steig fram og greindi frá því að henni hefði verið boðin lægri staða og lægri laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Ég þykist vita að þetta sé ekki einsdæmi, hafandi heyrt svipaðar sögur áður. Rétt eins og ég þekki fjölmörg dæmi þess að konur séu spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Þessi framganga endurspeglar auðvitað ömurlegt viðhorf til kvenna á vinnumarkaði, en er auk þess auðvitað ólögmæt. Í þinginu kallaði ég eftir að við öxluðum ábyrgð á því að konur mæti fornfálegum viðhorfum á vinnumarkaði. Bæði við stjórnmálamenn, en ekki síður atvinnurekendur – bæði á einkamarkaði og hinum opinbera. Óásættanleg þjónusta við konur í heilbrigðiskerfinu Nýlega lagði ég síðan fram enn eina fyrirspurnina um sjúkdóminn endómetríósu (endó í daglegu tali), sjúkdóm sem talið er hrjá allt að 10% kvenna. Í tíð síðasta heilbrigðisráðherra var þjónusta við sjúklinga með endó bætt umtalsvert, en nú eru blikur á lofti. Þar sem ég hef fylgst með framgöngu núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller og viðhorfi hennar til einkaframtaksins, hef ég af því áhyggjur að nú standi til að draga úr þjónustu við sjúklinga með endó. Óafturkræfur skaði Fyrirspurn mín snýr því m.a. að því hver sé staðan á bið eftir þjónustu endó-teymisins á Landspítalanum, hver sé biðtíminn þar eftir endó-aðgerðum og um útvistun aðgerða á endó-sjúklingum til einkaaðila. Við sem höfum liðsinnt Endósamtökunum við þrotlausa baráttu þeirra vitum að sjúklingar með endó líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Þar sem erfitt getur verið að greina sjúkdóminn er greiningartími oft fleiri ár. Það er því ekki bætandi á kvalir þessa stóra hóps kvenna og ég mun fylgjast vel með þróun málsins á Alþingi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars. Konur lækkaðar í tign Í vikunni fór fram umræða í þinginu um fyrirspurn sem ég lagði fram öðru sinni um atvinnuréttindi kvenna að loknu fæðingarorlofi. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram til þáverandi félagsmálaráðherra í kjölfar þess að ung kona steig fram og greindi frá því að henni hefði verið boðin lægri staða og lægri laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Ég þykist vita að þetta sé ekki einsdæmi, hafandi heyrt svipaðar sögur áður. Rétt eins og ég þekki fjölmörg dæmi þess að konur séu spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Þessi framganga endurspeglar auðvitað ömurlegt viðhorf til kvenna á vinnumarkaði, en er auk þess auðvitað ólögmæt. Í þinginu kallaði ég eftir að við öxluðum ábyrgð á því að konur mæti fornfálegum viðhorfum á vinnumarkaði. Bæði við stjórnmálamenn, en ekki síður atvinnurekendur – bæði á einkamarkaði og hinum opinbera. Óásættanleg þjónusta við konur í heilbrigðiskerfinu Nýlega lagði ég síðan fram enn eina fyrirspurnina um sjúkdóminn endómetríósu (endó í daglegu tali), sjúkdóm sem talið er hrjá allt að 10% kvenna. Í tíð síðasta heilbrigðisráðherra var þjónusta við sjúklinga með endó bætt umtalsvert, en nú eru blikur á lofti. Þar sem ég hef fylgst með framgöngu núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller og viðhorfi hennar til einkaframtaksins, hef ég af því áhyggjur að nú standi til að draga úr þjónustu við sjúklinga með endó. Óafturkræfur skaði Fyrirspurn mín snýr því m.a. að því hver sé staðan á bið eftir þjónustu endó-teymisins á Landspítalanum, hver sé biðtíminn þar eftir endó-aðgerðum og um útvistun aðgerða á endó-sjúklingum til einkaaðila. Við sem höfum liðsinnt Endósamtökunum við þrotlausa baráttu þeirra vitum að sjúklingar með endó líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Þar sem erfitt getur verið að greina sjúkdóminn er greiningartími oft fleiri ár. Það er því ekki bætandi á kvalir þessa stóra hóps kvenna og ég mun fylgjast vel með þróun málsins á Alþingi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun