Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 28. maí 2025 13:00 Nýverið birti ég grein í Kópavogsblaðinu sem bar titilinn „Viljum við að Kópavogur verði eins og Reykjavík?“ þar sem ég fór yfir óvæntar nýjar áherslur í skipulagi Kópavogs. Árið 2015 var kynnt nýtt skipulag fyrir Reykjavík og snerist það allt um Borgarlínuna, lest sem átti að greiða fyrir samgöngur í höfuðborginni. Í gegnum árin hafa hugmyndir um lestar breyst í sporvagna og er nú nýjasta útfærslan að mála strætó bláan og fjölga sérakreinum. Í kjölfarið hefur Reykjavíkurborg eytt mörgum árum og milljónum í að þrengja að bílum, stækka gjaltökusvæði og byggja húsnæði án bílastæða. Allt ætti þetta að styðja við uppbyggingu Borgarlínu og lífsstíls án bíla. Ef veðrátta undanfarnar vikur hefur kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera augljóst að fjölskyldur með börn eiga ekki séns í bíllausan lífsstíl, hvað þá fjölskyldur í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Börn passa einfaldlega ekki inn í plönin og er því ekki að furða að skortur sé á leikskólaplássum, í allri þessari uppbyggingu virðast þau hafa gleymst. Þrátt fyrir þetta sér maður augljós áhrif skemmdarstefnu Reykjavíkur í Kópavogi og nágrenni. Í nýja hverfinu á Kársnesi og fyrirtækjasvæðinu á Dalvegi er nær ómögulegt að fá gesti sökum skorts á bílastæðum, gjaldtökusvæði eru stækkuð og nú skrifar bærinn uppá að borga 315+ milljónir króna árlega í að þrengja að umferð í Kópavogi svo bláu strætóarnir geti keyrt í gegnum hverfin okkar, svo ekki sé minnst á Fossvogsbrúna sem verður dýrari með hverjum klukkutímanum. Á 10 árum hafa Borgarlínuverkefnið og Betri Samgöngur ohf. skilað af sér fallegum 3D myndum og þyngri umferð. Þó ég sé persónulega búinn að fá mig fullsaddann þá tel ég að ákvörðun um framhaldið þurfi að vera í höndum bæjarbúa. Hvenær vorum við spurð hvort við viljum taka þátt í Borgarlínunni? Fækka bílastæðum? Byggja hverfi fyrir bíllausan lífsstíl? Skuldsetja sveitarfélagið okkar svo Reykjavík fái sínu framgengt? Rödd bæjarbúa verður að fá að heyrast og af því tilefni bjóðum við í Miðflokksdeild Kópavogs til samtals við bæjarbúa laugardaginn 7. júní kl. 13:00 í Hamraborg 1. Á næsta ári gefst Kópavogsbúum tækifæri til þess að kjósa um framtíðina í þessum málum. Það verður ekki tekið af bæjarstjórninni að hún hefur gert margt gott í fjármálum bæjarins og fann skammtímalausn í leikskólamálum en nú þarf að grípa í taumanna á Reykjavíkurvæðingu bæjarins áður en bæjarbúar flýja til annarra sveitarfélaga. Það er gott að búa í Kópavogi, höldum því þannig. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Kópavogur Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýverið birti ég grein í Kópavogsblaðinu sem bar titilinn „Viljum við að Kópavogur verði eins og Reykjavík?“ þar sem ég fór yfir óvæntar nýjar áherslur í skipulagi Kópavogs. Árið 2015 var kynnt nýtt skipulag fyrir Reykjavík og snerist það allt um Borgarlínuna, lest sem átti að greiða fyrir samgöngur í höfuðborginni. Í gegnum árin hafa hugmyndir um lestar breyst í sporvagna og er nú nýjasta útfærslan að mála strætó bláan og fjölga sérakreinum. Í kjölfarið hefur Reykjavíkurborg eytt mörgum árum og milljónum í að þrengja að bílum, stækka gjaltökusvæði og byggja húsnæði án bílastæða. Allt ætti þetta að styðja við uppbyggingu Borgarlínu og lífsstíls án bíla. Ef veðrátta undanfarnar vikur hefur kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera augljóst að fjölskyldur með börn eiga ekki séns í bíllausan lífsstíl, hvað þá fjölskyldur í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Börn passa einfaldlega ekki inn í plönin og er því ekki að furða að skortur sé á leikskólaplássum, í allri þessari uppbyggingu virðast þau hafa gleymst. Þrátt fyrir þetta sér maður augljós áhrif skemmdarstefnu Reykjavíkur í Kópavogi og nágrenni. Í nýja hverfinu á Kársnesi og fyrirtækjasvæðinu á Dalvegi er nær ómögulegt að fá gesti sökum skorts á bílastæðum, gjaldtökusvæði eru stækkuð og nú skrifar bærinn uppá að borga 315+ milljónir króna árlega í að þrengja að umferð í Kópavogi svo bláu strætóarnir geti keyrt í gegnum hverfin okkar, svo ekki sé minnst á Fossvogsbrúna sem verður dýrari með hverjum klukkutímanum. Á 10 árum hafa Borgarlínuverkefnið og Betri Samgöngur ohf. skilað af sér fallegum 3D myndum og þyngri umferð. Þó ég sé persónulega búinn að fá mig fullsaddann þá tel ég að ákvörðun um framhaldið þurfi að vera í höndum bæjarbúa. Hvenær vorum við spurð hvort við viljum taka þátt í Borgarlínunni? Fækka bílastæðum? Byggja hverfi fyrir bíllausan lífsstíl? Skuldsetja sveitarfélagið okkar svo Reykjavík fái sínu framgengt? Rödd bæjarbúa verður að fá að heyrast og af því tilefni bjóðum við í Miðflokksdeild Kópavogs til samtals við bæjarbúa laugardaginn 7. júní kl. 13:00 í Hamraborg 1. Á næsta ári gefst Kópavogsbúum tækifæri til þess að kjósa um framtíðina í þessum málum. Það verður ekki tekið af bæjarstjórninni að hún hefur gert margt gott í fjármálum bæjarins og fann skammtímalausn í leikskólamálum en nú þarf að grípa í taumanna á Reykjavíkurvæðingu bæjarins áður en bæjarbúar flýja til annarra sveitarfélaga. Það er gott að búa í Kópavogi, höldum því þannig. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun