Öryggi og varnir Íslands Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland skrifa 25. júní 2025 07:01 Við Íslendingar höfum búið við öryggi og frið frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Samfélagið okkar er meðal þeirra öruggustu og friðsælustu í heimi og hér ríkir traust og samheldni sem gerir Ísland að frábæru landi og fyllir okkur stolti. Nú er stríð í Evrópu, átök í Mið-Austurlöndum og ófriður víða í heiminum. Nýjar ógnir hafa komið fram sem felast ekki aðeins í hefðbundnum hernaði eða hryðjuverkum. Með skipulegum hætti er grafið undan upplýstri umræðu og lýðræði auk þess sem unnin eru skemmdarverk á mikilvægum samfélagslegum innviðum landa í okkar heimshluta. Skýr skilaboð til þjóðarinnar um öryggi og varnir Íslands Ríkisstjórn Íslands er staðráðin í að styrkja öryggi og varnir landsins. Það gerum við í þéttu samstarfi með bandalagsríkjum okkar í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Á óróatímum sendum við skýr skilaboð til þjóðarinnar í þessum efnum: Aðild okkar að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands. Það verður engin eðlisbreyting á sambandi Íslands við NATO. Við styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands. Þannig eflum við getu okkar til að vinna með bandalagsríkjum. Saman stöndum við vörð um traust og samheldni í íslensku samfélagi. Það er okkar sterkasta vörn gegn áföllum og árásum í nútímavæddum heimi. Um þetta er algjör samstaða í ríkisstjórn. Og allt fer þetta vel saman við stefnu ríkisstjórnarinnar í innanlandsmálum. 1. Aðild okkar að NATO verður áfram grunnstoð í utanríkisstefnu Íslands Í ríkisstjórn og á Alþingi er þverpólitísk sátt um að aðild okkar að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin verði áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands. Á leiðtogafundi NATO í Haag í dag munu leiðtogar aðildarríkja sammælast um að efla sameiginlegar varnir ríkjanna til muna á næstu árum. Það er jákvætt í ljósi aðstæðna. Þó er mikilvægt að taka fram að það verður engin eðlisbreyting á sambandi Íslands við NATO. Ísland mun áfram vera verðugur bandamaður á borgaralegum forsendum. Staða okkar innan bandalagsins er óbreytt frá því sem verið hefur síðan Ísland gerðist eitt af stofnríkjum þess árið 1949. Og því hefur verið haldið til haga á öllum okkar fundum með fulltrúum bandalagsríkja á undanförnum misserum. Framlag okkar til sameiginlegra varna NATO-ríkja hefur alltaf falist í öðru en beinum fjárframlögum til hermála. Við höfum ekki her og njótum skilnings á þeirri stöðu. Enda væri það ekki skynsamleg nýting á okkar fjármagni og framlagi. Hins vegar fylgjum við áfram Norðurlöndum og öðrum NATO-ríkjum þegar kemur að stuðningi okkar við varnarbaráttu Úkraínu í innrásarstríði Rússa. En fyrst og fremst munum við styrkja stöðu Íslands sem bandalagsríkis með því að einbeita okkur að því sem við þekkjum, kunnum og getum hér heima. Þannig tryggjum við hagsmuni Íslands. 2. Við styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands Landfræðileg lega Íslands hefur mikla þýðingu og styrkleikar okkar sem bandalagsríkis felast ekki síður í áreiðanleika í samstarfi, öflugum innviðum og áfallaþoli. Hér heima höfum við aðstöðu til að taka á móti bandamönnum okkar og til þátttöku í sameiginlegum æfingum á sviði varnarmála. Við leggjum til búnað og mannskap til að sinna loftrýmisgæslu og eftirliti á eigin nærsvæði í Atlantshafinu. Þá sjáum við um leitar- og björgunaraðgerðir á hafi umhverfis landið. Á sviði áfallaþols búum við yfir þekkingu og kunnáttu. Þar eru almannavarnir og björgunarsveitirnar okkar í broddi fylkingar. En einnig er þörf á að efla Landhelgisgæslu Íslands, eftirlit á landamærum, netöryggi, löggæslu og aðra þætti í réttarvörslukerfinu. Þá er nauðsynlegt að auka áfallaþol með því að byggja upp og verja innviði sem snúa að orku, fjarskiptum og samgöngum. Ísland mun leggja sitt af mörkum til NATO með því að styrkja þessa þætti hér heima. Þarna getum við gert betur og þarna ætlum við að gera betur. Markmiðið er að árið 2035, eftir tíu ár, verjum við 1,5% af vergri landsframleiðslu til að styðja við öryggi og varnir á þennan hátt – en gróflega áætlað stöndum við nú þegar undir helmingnum af þessu viðmiði. Ríkisstjórnin hefur gengið í verkið með fjármálaáætlun um öryggi og innviði Íslands. Einnig er unnið að mótun öryggis- og varnarmálastefnu með fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi sem verður lögð fram á þingi í haust. Svona byggjum við áfram á styrkleikum okkar. En allar ákvarðanir um fjárfestingu og framlög verða eftir sem áður teknar endanlega á Alþingi í fjárlögum. Það er engin ástæða til ótta – en það er rík ástæða til að vera vel undirbúin. 3. Saman stöndum við vörð um traust og samheldni í íslensku samfélagi Það er lykilatriði að við gerum allt sem við getum til að standa saman vörð um það einstaka traust og samheldni sem einkennir íslenskt samfélag. Þetta er okkar pólitík. Traustið og samheldnin er líka okkar öflugasta vörn gegn áföllum og árásum af ýmsum toga. Í nútímavæddum heimi er ráðist að frjálslyndum lýðræðissamfélögum með fjölbreyttum aðferðum. Það er ekki aðeins gert með beinum hætti og hefðbundnum hernaði. Nú hafa óbeinar árásir færst í aukana sem er ætlað að grafa undan upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Það er meðal annars gert með skipulagðri dreifingu á falsfréttum, netárásum og öðrum fjölþáttaógnum. Svarið við slíku felst ekki aðeins í því að fjárfesta í netöryggi og fjarskiptainnviðum og að vinna gegn falsfréttum. Það er ekki síður brýnt að huga að félagslegum þáttum sem auka traust og samheldni – með því að hlúa að fólkinu okkar og rjúfa félagslega einangrun. Þannig sköpum við sterkt samfélag. Ríkisstjórnin er meðvituð um þetta. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snúast aðgerðir okkar í varnar- og öryggismálum um að vernda það sem skiptir okkur mestu í daglegu lífi. Síðast en ekki síst stöndum við alltaf með gildum okkar um lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir alþjóðalögum. Við stöndum með saklausum borgurum sem líða þjáningar vegna stríðsátaka – hvort sem það er í Úkraínu, Palestínu eða annars staðar – og við stöndum alltaf með friði. * * * Það eru óróatímar í heimsmálum. Þá er frumskylda ríkisstjórnar að standa vörð um þjóðaröryggi. Og það mun ríkisstjórnin gera af heilum hug og hollustu við Ísland. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Inga Sæland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum búið við öryggi og frið frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Samfélagið okkar er meðal þeirra öruggustu og friðsælustu í heimi og hér ríkir traust og samheldni sem gerir Ísland að frábæru landi og fyllir okkur stolti. Nú er stríð í Evrópu, átök í Mið-Austurlöndum og ófriður víða í heiminum. Nýjar ógnir hafa komið fram sem felast ekki aðeins í hefðbundnum hernaði eða hryðjuverkum. Með skipulegum hætti er grafið undan upplýstri umræðu og lýðræði auk þess sem unnin eru skemmdarverk á mikilvægum samfélagslegum innviðum landa í okkar heimshluta. Skýr skilaboð til þjóðarinnar um öryggi og varnir Íslands Ríkisstjórn Íslands er staðráðin í að styrkja öryggi og varnir landsins. Það gerum við í þéttu samstarfi með bandalagsríkjum okkar í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Á óróatímum sendum við skýr skilaboð til þjóðarinnar í þessum efnum: Aðild okkar að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands. Það verður engin eðlisbreyting á sambandi Íslands við NATO. Við styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands. Þannig eflum við getu okkar til að vinna með bandalagsríkjum. Saman stöndum við vörð um traust og samheldni í íslensku samfélagi. Það er okkar sterkasta vörn gegn áföllum og árásum í nútímavæddum heimi. Um þetta er algjör samstaða í ríkisstjórn. Og allt fer þetta vel saman við stefnu ríkisstjórnarinnar í innanlandsmálum. 1. Aðild okkar að NATO verður áfram grunnstoð í utanríkisstefnu Íslands Í ríkisstjórn og á Alþingi er þverpólitísk sátt um að aðild okkar að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin verði áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands. Á leiðtogafundi NATO í Haag í dag munu leiðtogar aðildarríkja sammælast um að efla sameiginlegar varnir ríkjanna til muna á næstu árum. Það er jákvætt í ljósi aðstæðna. Þó er mikilvægt að taka fram að það verður engin eðlisbreyting á sambandi Íslands við NATO. Ísland mun áfram vera verðugur bandamaður á borgaralegum forsendum. Staða okkar innan bandalagsins er óbreytt frá því sem verið hefur síðan Ísland gerðist eitt af stofnríkjum þess árið 1949. Og því hefur verið haldið til haga á öllum okkar fundum með fulltrúum bandalagsríkja á undanförnum misserum. Framlag okkar til sameiginlegra varna NATO-ríkja hefur alltaf falist í öðru en beinum fjárframlögum til hermála. Við höfum ekki her og njótum skilnings á þeirri stöðu. Enda væri það ekki skynsamleg nýting á okkar fjármagni og framlagi. Hins vegar fylgjum við áfram Norðurlöndum og öðrum NATO-ríkjum þegar kemur að stuðningi okkar við varnarbaráttu Úkraínu í innrásarstríði Rússa. En fyrst og fremst munum við styrkja stöðu Íslands sem bandalagsríkis með því að einbeita okkur að því sem við þekkjum, kunnum og getum hér heima. Þannig tryggjum við hagsmuni Íslands. 2. Við styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands Landfræðileg lega Íslands hefur mikla þýðingu og styrkleikar okkar sem bandalagsríkis felast ekki síður í áreiðanleika í samstarfi, öflugum innviðum og áfallaþoli. Hér heima höfum við aðstöðu til að taka á móti bandamönnum okkar og til þátttöku í sameiginlegum æfingum á sviði varnarmála. Við leggjum til búnað og mannskap til að sinna loftrýmisgæslu og eftirliti á eigin nærsvæði í Atlantshafinu. Þá sjáum við um leitar- og björgunaraðgerðir á hafi umhverfis landið. Á sviði áfallaþols búum við yfir þekkingu og kunnáttu. Þar eru almannavarnir og björgunarsveitirnar okkar í broddi fylkingar. En einnig er þörf á að efla Landhelgisgæslu Íslands, eftirlit á landamærum, netöryggi, löggæslu og aðra þætti í réttarvörslukerfinu. Þá er nauðsynlegt að auka áfallaþol með því að byggja upp og verja innviði sem snúa að orku, fjarskiptum og samgöngum. Ísland mun leggja sitt af mörkum til NATO með því að styrkja þessa þætti hér heima. Þarna getum við gert betur og þarna ætlum við að gera betur. Markmiðið er að árið 2035, eftir tíu ár, verjum við 1,5% af vergri landsframleiðslu til að styðja við öryggi og varnir á þennan hátt – en gróflega áætlað stöndum við nú þegar undir helmingnum af þessu viðmiði. Ríkisstjórnin hefur gengið í verkið með fjármálaáætlun um öryggi og innviði Íslands. Einnig er unnið að mótun öryggis- og varnarmálastefnu með fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi sem verður lögð fram á þingi í haust. Svona byggjum við áfram á styrkleikum okkar. En allar ákvarðanir um fjárfestingu og framlög verða eftir sem áður teknar endanlega á Alþingi í fjárlögum. Það er engin ástæða til ótta – en það er rík ástæða til að vera vel undirbúin. 3. Saman stöndum við vörð um traust og samheldni í íslensku samfélagi Það er lykilatriði að við gerum allt sem við getum til að standa saman vörð um það einstaka traust og samheldni sem einkennir íslenskt samfélag. Þetta er okkar pólitík. Traustið og samheldnin er líka okkar öflugasta vörn gegn áföllum og árásum af ýmsum toga. Í nútímavæddum heimi er ráðist að frjálslyndum lýðræðissamfélögum með fjölbreyttum aðferðum. Það er ekki aðeins gert með beinum hætti og hefðbundnum hernaði. Nú hafa óbeinar árásir færst í aukana sem er ætlað að grafa undan upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Það er meðal annars gert með skipulagðri dreifingu á falsfréttum, netárásum og öðrum fjölþáttaógnum. Svarið við slíku felst ekki aðeins í því að fjárfesta í netöryggi og fjarskiptainnviðum og að vinna gegn falsfréttum. Það er ekki síður brýnt að huga að félagslegum þáttum sem auka traust og samheldni – með því að hlúa að fólkinu okkar og rjúfa félagslega einangrun. Þannig sköpum við sterkt samfélag. Ríkisstjórnin er meðvituð um þetta. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snúast aðgerðir okkar í varnar- og öryggismálum um að vernda það sem skiptir okkur mestu í daglegu lífi. Síðast en ekki síst stöndum við alltaf með gildum okkar um lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir alþjóðalögum. Við stöndum með saklausum borgurum sem líða þjáningar vegna stríðsátaka – hvort sem það er í Úkraínu, Palestínu eða annars staðar – og við stöndum alltaf með friði. * * * Það eru óróatímar í heimsmálum. Þá er frumskylda ríkisstjórnar að standa vörð um þjóðaröryggi. Og það mun ríkisstjórnin gera af heilum hug og hollustu við Ísland. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar