Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2025 20:52 Ibrahima Konate fagnar marki sínu ásamt Dominik Szoboszlai sem lagði það upp. Getty/Alex Grimm Liverpool lenti undir á móti Frankfurt í Meistaradeildinni í Þýskalandi í kvöld en leikmenn liðsins komu með frábært svar. Liverpool vann leikinn 5-1 en með þessum sigri enduðu ensku meistararnir fjögurra leikja taphrinu sína. Það var mikil pressa á Liverpool fyrri þennan leik og ekki minnkaði hún snemma leiks. Frankfurt komst yfir þegar liðið fór illa með pressu Liverpool og Rasmus Kristensen skoraði eftir þessa hröðu sókn. Liverpool jafnaði aftur á móti eftir skyndisókn og þar á ferðinni var fyrrum leikmaður Frankfurt, Hugo Ekitike. Ekitike slapp einn í gegn og skoraði auðveldlega. Andy Robertson vann boltann og stakk honum inn á framherjann. Liverpool skoraði annað mark innan við fjórum mínútum síðar og var búið að skora þrjú mörk á tíu mínútum fyrir hálfleik. Bæði þessu mörk skoruðu miðverðir liðsins á nærstönginni eftir hornspyrnur. Fyrirliðinn Virgil van Dijk mætti fyrsta á nærstöngina og skallaði inn hornspyrnu Cody Gakpio. Ibrahima Konaté skallaði síðan boltann af krafti í markið eftir hornspyrnu frá Dominik Szoboszlai. Cody Gakpio skoraði síðan fjórða markið á 66. mínútu af stuttu færi eftir stoðsendingu Florian Wirtz og undirbúning Szoboszlai. Langþráð stoðsending hjá Wirtz. Szoboszlai var búinn að eiga stóran þátt í tveimur mörkum og skoraði það fimmta sjálfur með flottu langskoti. Stórsigur Liverpool staðreynd og mikill léttir fyrir alla leikmenn og starfsmenn liðsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Þýski boltinn Fótbolti
Liverpool lenti undir á móti Frankfurt í Meistaradeildinni í Þýskalandi í kvöld en leikmenn liðsins komu með frábært svar. Liverpool vann leikinn 5-1 en með þessum sigri enduðu ensku meistararnir fjögurra leikja taphrinu sína. Það var mikil pressa á Liverpool fyrri þennan leik og ekki minnkaði hún snemma leiks. Frankfurt komst yfir þegar liðið fór illa með pressu Liverpool og Rasmus Kristensen skoraði eftir þessa hröðu sókn. Liverpool jafnaði aftur á móti eftir skyndisókn og þar á ferðinni var fyrrum leikmaður Frankfurt, Hugo Ekitike. Ekitike slapp einn í gegn og skoraði auðveldlega. Andy Robertson vann boltann og stakk honum inn á framherjann. Liverpool skoraði annað mark innan við fjórum mínútum síðar og var búið að skora þrjú mörk á tíu mínútum fyrir hálfleik. Bæði þessu mörk skoruðu miðverðir liðsins á nærstönginni eftir hornspyrnur. Fyrirliðinn Virgil van Dijk mætti fyrsta á nærstöngina og skallaði inn hornspyrnu Cody Gakpio. Ibrahima Konaté skallaði síðan boltann af krafti í markið eftir hornspyrnu frá Dominik Szoboszlai. Cody Gakpio skoraði síðan fjórða markið á 66. mínútu af stuttu færi eftir stoðsendingu Florian Wirtz og undirbúning Szoboszlai. Langþráð stoðsending hjá Wirtz. Szoboszlai var búinn að eiga stóran þátt í tveimur mörkum og skoraði það fimmta sjálfur með flottu langskoti. Stórsigur Liverpool staðreynd og mikill léttir fyrir alla leikmenn og starfsmenn liðsins.