Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. október 2025 16:10 Wilson Isidor jafnaði metin fyrir Sunderland gegn Chelsea. Clive Mason/Getty Images Sunderland vann dramatískan 1-2 sigur er liðið heimsótti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið lét bíða eftir sér þangað til í uppbótartíma. Heimamenn í Chelsea byrjuðu af miklum krafti og Alejandro Garnacho kom liðinu yfir strax á fjórðu mínútu eftir undirbúning frá Pedro Neto. Gestirnir jöfnuðu mhins vegar metin á 22. mínútu með marki frá Wilson Isidor og staðan því 1-1 í hálfleik. Það var svo ekki fyrr en í uppbótartíma að úrslitin réðust þegar varamaðurinn Chemsdine Talbi skoraði eftir stoðsendingu frá öðrum varamanni, Bryan Brobbey. Niðurstaðan því 1-2 sigur Sunderland sem nú situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir níu leiki, þremur stigum meira en Chelsea sem situr í sjöunda sæti. Sama dramatík í Newcastle Á sama tíma tók Newcastle á móti Fulham og þar var dramatíkin ekki minni. Jacob Murphy kom Newcastle yfir á 18. mínútu leiksins áður en Sasa Lukic jafnaði metin fyrir Fulham snemma í síðari hálfleik. Heimamenn í Newcastle gáfust þó ekki upp og Bruno Guimaraes reyndist hetja liðsins þegar hann tryggði Newcastle sigurinn með marki á 90. mínútu. Lokatölur því 2-1, Newcastle í vil, og svarthvítir sitja nú í ellefta sæti með tólf stig, fjórum stigum meira en Fulham sem situr í 16. sæti. Enski boltinn
Sunderland vann dramatískan 1-2 sigur er liðið heimsótti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið lét bíða eftir sér þangað til í uppbótartíma. Heimamenn í Chelsea byrjuðu af miklum krafti og Alejandro Garnacho kom liðinu yfir strax á fjórðu mínútu eftir undirbúning frá Pedro Neto. Gestirnir jöfnuðu mhins vegar metin á 22. mínútu með marki frá Wilson Isidor og staðan því 1-1 í hálfleik. Það var svo ekki fyrr en í uppbótartíma að úrslitin réðust þegar varamaðurinn Chemsdine Talbi skoraði eftir stoðsendingu frá öðrum varamanni, Bryan Brobbey. Niðurstaðan því 1-2 sigur Sunderland sem nú situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir níu leiki, þremur stigum meira en Chelsea sem situr í sjöunda sæti. Sama dramatík í Newcastle Á sama tíma tók Newcastle á móti Fulham og þar var dramatíkin ekki minni. Jacob Murphy kom Newcastle yfir á 18. mínútu leiksins áður en Sasa Lukic jafnaði metin fyrir Fulham snemma í síðari hálfleik. Heimamenn í Newcastle gáfust þó ekki upp og Bruno Guimaraes reyndist hetja liðsins þegar hann tryggði Newcastle sigurinn með marki á 90. mínútu. Lokatölur því 2-1, Newcastle í vil, og svarthvítir sitja nú í ellefta sæti með tólf stig, fjórum stigum meira en Fulham sem situr í 16. sæti.
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn