

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fóru laugardaginn 1. júní 2024.
Jón Gnarr segist ólíklegur til að beita málskotsréttinum nema í öfgatilfellum eins og ef lægi fyrir Alþingi að leiða dauðarefsingar í lög. Þá myndi hann mótmæla því sem forseti og leggja í hendur þjóðarinnar.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi.
Halla Hrund Logadóttir vill með framboði sínu til forseta sá þeim fræjum að framtíðin verði ekki bara hennar kynslóðar heldur komandi kynslóða. Framtíðin eigi landið að.
Katrín Jakobsdóttir segir að bakgrunnur hennar sem stjórnmálamaður muni frekar reynast henni styrkleiki en veikleiki eins og sumir hafi nefnt. Hún verði ekki meðvirk með kunningjum sínum úr stjórnmálum frekar en fyrri forsetar.
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga.
Landskjörstjórn hefur tilkynnt að í ofanálag við þá tólf frambjóðendur til forseta, sem skiluðu meðmælalistum í Hörpu í dag, hafi sá þrettándi skilað með rafrænum hætti. Sá heitir Kári Vilmundarson Hansen.
Fimm af þeim tólf sem skiluðu framboðum sínum til forseta Íslands og lista yfir meðmælendur skiluðu einungis rafrænum meðmælum. Sjö frambjóðendur skiluðu bæði rafrænt og á pappír. Aldrei áður hafa svo margir skilað inn framboði til forseta Íslands.
Viktor Traustason var einn þeirra sem mættu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í dag til þess að skila inn meðmælendalistum. Hann kveðst vera búinn að safna tilskildum fjölda undirskrifta, allavega eins og hann telur þær.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 14 í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri.
Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, hefur gengið til liðs við kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. Sem þykja tíðindi á ýmsum bæjum.
Sigríður Hrund Pétursdóttir hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Henni tókst ekki að safna tilskildum fjölda meðmæla, sem skila þarf inn í dag.
Tólf gengu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í Reykjavík fyrir hádegi í dag þar sem þau skiluðu inn framboði til embættis forseta Íslands, auk lista yfir meðmælendur.
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, verður framúrskarandi forseti hljóti hann til þess stuðning þjóðarinnar þann 1. júní. Hann hefur allt sem þarf til að gegna embættinu svo sómi sé að. Hann hefur verið brautryðjandi í rannsóknum á alþjóðamálum, með áherslu á stöðu smáríkja. Hann þekkir vel til stjórnskipunar landsins og hefur um áratuga skeið verið í hringiðu pólitískrar umræðu. Hann er réttsýnn og rökfastur.
Frambjóðendur til embættis forseta Íslands munu skila inn framboðum sínum í Hörpu á morgun. Formlegur framboðslisti mun þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi, í fyrsta lagi. Kristín Edwald, formaður landskjörsstjórnar, segir að ýmsu að huga.
Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út.
Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu.
Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki.
Fyrr í vikunni birtist grein á Vísir.is eftir Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmann þar sem gerð var áhugaverð en um leið misheppnuð tilraun til þess að spyrða Katrínu Jakobsdóttur við Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilheyrði að sögn Sævars ákveðinni valdaelítu sem hefði talið sig „hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf.“ Þær ásakanir í garð Katrínar missa hins vegar algerlega marks.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi.
Ég er hluti af framboðsherferð á Íslandi sem er að reyna að gera Snæfellsjökul að næsta forseta Íslands. Við erum teymi af umhverfisverndarsinnum, listamönnum, lögfræðingum, vísindamönnum, lögfræðingum og áhugasömum borgurum sem gera sér grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þess að leiðtogar okkar setji réttindi náttúrunnar í forgang, sem er megin áhersla framboðsins.
„Við skulum átta okkur á því að það er auðvitað unnið að fjöldamörgum málum og forsætisráðherrann kemur nú ekkert að þeim öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, í Pallborðinu í gær.
Undanfarin ár hafa erlendar valdastofnanir í sífellt ríkari mæli seilst til áhrifa á Íslandi. Áhrifin eru nú þegar víðtæk á löggjöf og það er deginum ljósara að hagsmunir annarra en þeirra sem í landinu búa stjórna þar mestu.
Gunnar Sigvaldason doktorsnemi í stjórnmálafræði og eiginmaður Katrínar Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda segir að sér hafi alltaf þótt gott að láta lítið á sér bera. Það hafi ekki síst verið til að vernda strákana þeirra þrjá, þá Jakob, Illuga og Ármann Áka. Gunnar segir að af einhverjum ástæðum hafi fólk mikinn áhuga á honum.
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að henni hafi fundist hennar tími kominn í íslenskum stjórnmálum. Hún vill enn gera gagn til góðs og telur sig geta gert það í embætti forseta.
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra fer ófögrum orðum um orðræðu Jóns Gnarr um framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta. Jóni hefur verið tíðrætt um að honum finnist óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra skuli bjóða sig fram og hefur kallað framboð hennar „steikt og absúrd.“
Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent.
Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi.
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona verða gestir Pallborðsins í dag, sem hefst klukkan 15.
Forseti Íslands, eini þjóðkjörni fulltrúi landsmanna, gegnir grundvallarhlutverki vegna þeirrar ábyrgðar og valds, sem embættinu fylgir. Þeir sem lesið hafa þjóðsögur og ævintýri vita að brothættra fjöreggja sinna þarf hver vel að gæta, ella verða fjörbrot.