Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR

Hver á fætur öðrum pakka meistara­flokkar ís­lenskra fé­lags­liða í fót­bolta niður í töskur og halda út fyrir land­ssteinana í æfinga­ferðir fyrir komandi tíma­bil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingar­ferð, halda út til Spánar þetta árið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hlín skoraði tvö í stór­sigri

Íslendingalið Kristianstad byrjar gríðarlega vel í sænska bikarnum en liðið vann sjö marka sigur á Lidköping, lokatölur 8-1. Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru í byrjunarliði Kristianstad. Sú fyrrnefnda skoraði tvívegis.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert fær Le­verku­sen stöðvað

Bayer Leverkusen vann enn einn leikinn í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti Wolfsburg í kvöld. Lokatölur 2-0 og Leverkusen með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Steinn byrjaði þegar FCK skaut sér á toppinn

Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar lögðu Íslendingalið Lyngby 4-0 í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði heimamanna á meðan Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Lyngby. Hvorugur framherjinn komst hins vegar á blað í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert skoraði en endur­koma Genoa varð að engu

Eftir sex markalausa leiki í röð skoraði Albert Guðmundsson sitt tíunda mark á tímabilinu er Genoa tók á móti Monza í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Liðið þurfti þó að sætta sig við 3-2 tap.

Fótbolti
Fréttamynd

Kai Havertz skaut Skyttunum á toppinn

Kai Havertz reyndist hetja Arsenal er liðið vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum skaust liðið í það minnsta tímabundið í toppsæti deildarinnar.

Fótbolti