Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Heilsugæslan hættir að bjóða upp á hraðpróf

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á sýnatökum vegna Covid-19 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en frá og með föstudeginum 1. apríl verður einungis boðið upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut. Með breytingunni verður aðeins hægt að fara í hraðpróf hjá einkaaðilum gegn gjaldi. 

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld hætta að niðurgreiða hraðpróf

Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19 fellur úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Með tilkomu reglugerðarinnar gátu einkafyrirtæki boðið fólki upp á endurgjaldslaus hraðpróf.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti gestur farsóttarhúsa kvaddi í morgun

Í morgun urðu þau merku tímamót að síðasti gestur farsóttar- og sóttvarnarhúsa Rauða krossins gekk út. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir þetta merk tímamót og ljúfsár. Þegar ungur maður var kvaddur með virtum, sá síðasti.

Innlent
Fréttamynd

Árið þegar veröldin missti vitið

Bókin "The Year the World Went Mad" eftir Mark Woolhouse, sem er einn sérfræðinga breskra stjórnvalda sem stýrðu aðgerðum gegn kórónaveirunni, er nú komin út sem hljóðbók og kemur á prent 12. apríl. Í þessari bók viðurkennir höfundur að meira og minna allt sem hann og félagar hans lögðu til og stjórnvöld framkvæmdu hafi verið rangt.

Skoðun
Fréttamynd

Veiran stöðvar óheppinn Van Gaal

Áhrifa kórónuveirufaraldursins gætir enn í fótboltaheiminum líkt og annars staðar og í dag greindi hollenska knattspyrnusambandið frá því að landsliðsþjálfarinn Louis van Gaal væri kominn í einangrun eftir að hafa greinst með veiruna.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrír undir þrítugu látist af völdum Covid-19

Þótt dauðsföll vegna Covid-19 séu fleiri á undanförnum vikum en í fyrri bylgjum, er dánarhlutfall þeirra sem greinast lægra en í fyrri bylgjum í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19. Þrír einstaklingar undir þrítugu hafa látist af völdum Covid-19 og þar af eitt barn á þriðja aldursári.

Innlent
Fréttamynd

Endur­reisum ferða­þjónustuna með nýjum á­herslum

Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný.

Skoðun
Fréttamynd

Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið

Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð vegna Covid

Heilu hverfunum í stórborgum Kína hefur verið lokað af vegna ómíkron bylgju sem ríður yfir landið og ógnar markmiðum um að koma algjörlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Íslensk kona í Shanghai má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð og segir engan í kringum sig hafa smitast af covid.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að hlustað sé á á­hyggjur for­eldra með veik börn

Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar.

Innlent
Fréttamynd

Flensan farin á flug

Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Fólk geti verið með Co­vid þótt það fái nei­kvætt úr hrað­prófi

Enn er nokkur fjöldi fólks að greinast smitað af kórónuveirunni. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk ekki geta gengið að því vísu að það sé ekki með veiruna þó það fái neikvætt úr hraðprófi. Þeir sem greinast með veiruna og vilja gæta fyllstu varúðar ættu að halda sig til hlés allt að í tíu daga en fólk ætti að vera nokkuð öruggt eftir fimm. 

Innlent