Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. Lífið 20. nóvember 2024 15:45
Fjárfest í mínum skóla Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Skoðun 20. nóvember 2024 15:31
Óraunhæf tilboð „Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara. Skoðun 20. nóvember 2024 12:47
Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga en samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga hittust á fundi í Karphúsinu í morgun annan daginn í röð. Innlent 20. nóvember 2024 11:48
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Það hefur gustað eilítið um grunnskólann síðustu mánuði. Gagnrýnisraddir hafa þó flestar blásið úr sömu áttinni sem hefur skapað frekar einsleita mynd af íslenskum ungmennum, af námslegri getu þeirra og af gæðum grunnskólastarfs. Skoðun 20. nóvember 2024 09:32
Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Lykildagar eru fram undan í kjaraviðræða og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir hittust á fundi í Karphúsinu í dag í fyrsta sinn í sautján daga og hefur annar fundur verið boðaður í fyrramáli. Innlent 19. nóvember 2024 20:31
Börnum fórnað fyrir bætt kjör Í dag fer fram opinn fundur Kennarasambands Íslands um menntamál með frambjóðendum til Alþingis. Verkfallsaðgerðir KÍ eru yfirstandandi og mig langaði að höfða til þeirra sem taka þátt í þessum fundi og biðja þau um að setja sig í spor foreldris sem á barn í ótímabundnu verkfalli á leikskólastigi. Skoðun 19. nóvember 2024 15:53
Með háskólapróf til að snýta og skeina? Starf leikskólastarfsfólks er margslungið og fjölbreytt en á mínum 8 ára starfsferli hef ég oftar en ekki verið spurð: „Ég meina, snýst þetta djobb ekki bara mest um að snýta og skeina?“ Skoðun 19. nóvember 2024 14:17
Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. Innlent 19. nóvember 2024 11:19
Kennarar á krossgötum Það má sjá hversu lítil virðing er borin fyrir kennurum með því að horfa á stórskotaárás Telmu Tómasson á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 17. nóvember 2024. Skoðun 19. nóvember 2024 10:45
Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Innlent 18. nóvember 2024 21:02
Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum „Það var því mikið á sig lagt til að fá, á þeim tíma, eitt verst borgaða starf fyrir menntað fólk sem hægt var. Ég fékk alveg að heyra að ég væri að fórna stúdentsprófinu mínu, en á þeim tíma voru örfáir stúdentar við nám í skólanum, ég hefði getað valið mér miklu betri menntun, sem gæfi ekki bara betri laun heldur líka meiri virðingu í samfélaginu.“ Skoðun 18. nóvember 2024 19:15
Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði Stéttarfélagið Hlíf og Hafnarfjarðarbær hafa skrifað undir kjarasamning vegna félaga Hlífar í leikskólum bæjarins. Þannig hefur verkfalli sem hefði lamað starfsemi allra leikskóla bæjarins verið afstýrt. Innlent 18. nóvember 2024 17:04
Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Skoðun 18. nóvember 2024 13:17
Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. Innlent 18. nóvember 2024 12:12
Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Á Sauðárkróki hafa verkfallsaðgerðir leikskólakennara haft víðtæk áhrif. Í lítilli, óformlegri örkönnun sem ég lagði fyrir foreldra í síðustu viku komu margslungin áhrif verkfallsins í ljós. Það sem mér finnst vera alvarlegustu áhrifin eru vanlíðan, óöryggi og óvissa foreldra og barna í samfélaginu. Skoðun 18. nóvember 2024 10:31
Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. Innlent 18. nóvember 2024 10:25
Frekar vandræðalegt Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Skoðun 18. nóvember 2024 09:32
Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Nú eru verkföll skollin á og allt hnút í kjaraviðræðum kennara og hins opinbera. Snemma var sú hugmynd viðruð að kennarar þyrftu einfaldlega að kenna meira, eins og Inga Rún kom svo einlæglega til skila í Kastljósi. Skoðun 18. nóvember 2024 08:15
Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Verkfall kennara við Menntaskólann í Reykjavík hófst nú á miðnætti og mun það standa fram til 20. desember ef ekki verður samið í millitíðinni. Kennarar og leiðbeinendur sem eru í KÍ leggja niður störf, sem og náms- og starfsráðgjafar. Innlent 18. nóvember 2024 06:53
Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. Innlent 17. nóvember 2024 19:35
Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Foreldrar sem eiga börn í skólum í verkfalli upplifa mikið vonleysi. Fjögurra barna móðir segist neyðast til að nota sumarfrísdagana sína og önnur þurfti að hætta í vinnunni því hún hefur ekki getað mætt í rúmar tvær vikur. Innlent 17. nóvember 2024 19:03
„Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. Innlent 17. nóvember 2024 12:23
„Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Innlent 16. nóvember 2024 22:54
Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. Innlent 16. nóvember 2024 19:36
Nærsýni afinn og baunabyssan Þegar ljóst varð að sveitarfélög gætu ekki komið sér undan því að semja við kennara með uppdiktuðum kærum um ólögmæti verkfalls hófst herferð sem var í senn afhjúpandi og raunaleg. Skoðun 16. nóvember 2024 16:01
Fjölfræðingur óskar eftir starfi Ef ekki næst sátt í kjaradeilu kennara. Sinnir í dag verkefnum sem skarast á við ýmis sérfræðistörf. Skoðun 16. nóvember 2024 11:17
Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Hinn 5. nóvember síðastliðinn voru Íslensku menntaverðlaunin svonefndu veitt í sjötta sinn eftir að þau voru endurvakin frá fyrri tíð. Tilnefningarnar báru vott um metnaðarfullt og skapandi skólastarf, sem vonandi hafði ræktað hjá íslenskum ungmennum þá mannkosti, er forseti Íslands tiltók í lokaræðu sinni við verðlaunaafhendinguna: „Mennsku, samkennd, seiglu, virðingu, hugrekki, auðmýkt og kærleika“. Skoðun 16. nóvember 2024 10:29
Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. Innlent 15. nóvember 2024 20:00
„Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. Innlent 15. nóvember 2024 19:00