
Danmörk

Utanríkisráðherra Danmerkur krambúleraður eftir bátaslys
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur og Lisa dóttir hans slösuðust bæði í bátaslysi í einu síkja Kaupmannahafnar þar sem þau fóru í skemmtisiglingu.

Árásarmaðurinn segist ekkert hafa á móti Mette
Maðurinn sem sló Mette Frederiksen í Kaupmannahöfn í gærkvöldi segist ekkert hafa á móti henni og segir að hún sé „mjög góður forsætisráðherra.“ Það hafi jafnramt komið honum „skemmtilega á óvart“ að sjá hana á götunni.

„Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“
Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið.

39 ára karlmaður í haldi vegna árásarinnar á Mette Frederiksen
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið 39 ára karlmann sem grunaður er um að hafa ráðist á Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær.

Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar
Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina.

Konunglegri heimsókn frestað vegna verkfallsins
Fyrirhugaðri opinberri heimsókn dönsku konungshjónanna til Færeyja hefur verið frestað vegna stöðunnar sem uppi er sökum viðtækra og langvinnra verkfallsaðgerða á eyjunum.

Strákarnir okkar með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum í riðli á HM
Ísland verður í riðli með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta karla á næsta ári.

Sautján ára „hermaður Hitlers” dæmdur í sjö ára fangelsi
Danskur 17 ára gamall piltur var í dag dæmdur í Eystri Landsrétti í sjö ára fangelsi fyrir hryðjuverkabrot með því að hafa gengið til liðs við hægri-öfgasamtökin Feuerkrig Division. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök en pilturinn var einnig fundinn sekur um að reyna að sannfæra skólafélaga sinn til að ganga einnig í samtökin.

Binni Glee hrundi til jarðar í Köben
Brynjar Steinn Gylfason, Binni Glee, lenti í því óheppilega atviki í gær að falla í yfirlið þegar hann gekk út úr neðanjarðarlest í Kaupmannahöfn. Hann segist vera í áfalli eftir atvikið þó allt hafi farið vel að lokum.

Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu
Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja.

Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga
Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga.

Munu þurfa að afplána í Kósovó
Erlendir glæpamenn sem hafa verið dæmdir til fangelsisvistar og brottvísunar í Danmörku geta nú séð fram á að afplána dóminn í Kósovó. Þetta varð ljóst eftir að þjóðþing Kósovó samþykkti þar til gerðan samning við dönsk stjórnvöld í dag.

Alexandra greifynja breytir nafninu
Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims Danaprins, hefur breytt einu af millinöfnum síinum.

Mikill eldur í höfuðstöðvum Novo Nordisk
Mikill eldur hefur brotist út í höfuðstöðvum danska lyfjarisans Novo Nordisk í Bagsværd, úthverfabæ Kaupmannahafnar.

Viðtal á Stöð 2 kveikir upp í færeyskum stjórnmálum
Ummæli borgarstjóra Þórshafnar, Heðins Mortensen, um að hann vildi bjóða Atlantshafsbandalaginu að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum, komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, hafa brugðist hart við og sagt þessa hugmynd ekki koma til greina.

Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum
Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar.

Þorir að veðja bjór á að hún verði áfram forsætisráðherra
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins, segist myndu veðja bjór á það að hún verði áfram forsætisráðherra eftir sumarfrí ríkisstjórnarinnar.

Grænlendingar segja sig úr Norðurlandaráði
Grænlendingar hafa sagt sig úr Norðurlandaráði í mótmælaskyni við það sem forsætisráðherrann kallar mismunun meðlima ráðsins.

Danir rýmka reglur um þungunarrof
Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur náð samkomulagi við fjóra flokka í stjórnarandstöðunni um að rýmka reglur landsins um þungunarrof þannig að heimilt verði að gangast undir þungunarrof fram að átjándu viku meðgöngu.

Icelandair flýgur til Færeyja að nýju
Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku.

Stuðningur við dönsku ríkisstjórnina aldrei verið minni
Stuðningur við dönsku ríkisstjórnina hefur aldrei mælst lægri samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Epinion. 31,5 prósent landsmanna kysi ríkisstjórnarflokkana þrjá ef gengið yrði til kosninga í dag.

Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum
Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn.

„Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“
Elín Björg Björnsdóttir, athafnakona og annar eigandi fataverslunarinnar FOU22, og eiginmaður hennar Christian Bruhn kynntust fyrir rúmum áratug á stefnumótaforritinu Tinder. Ástin kviknaði stuttu síðar þegar þau hittust á skemmtistaðnum Bakken í miðborg Kaupmannahafnar.

Er fyrirmyndarríkið Ísland í ruslflokki í sorpmálum?
Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“.

Hvað varð um samveruna?
Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða.

Þegar þú vilt miklu meira bákn
Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni. Komið hefur þannig beinlínis fram í gögnum Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé allt of lítil að mati þess.

Rýma dómshús vegna sprengjuhótunar
Búið er að rýma dómshús Eystri landsréttar í Kaupmannahöfn í Danmörku vegna sprengjuhótunar.

Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“
Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Upptök eldsins í gömlu kauphöllinni enn ókunn
Ekki liggur enn fyrir hvernig eldur kviknaði í Børsen, gömlu kauphöllinni í Kaupmannahöfn, í síðustu viku. Lögreglumenn komust fyrst til þess að kanna bygginguna á mánudag.

Varnarmál efst á baugi nýs formanns
Mona Juul er nýr formaður danska íhaldsflokksins eftir kosningar á landsþingi flokksins sem haldinn var í dag. Á þrennu bar í fyrstu ræðu hennar sem formaður: varnarmálum, fjölskyldumálum og loftslagsmálum.