Erlent Peron í nýtt grafhýsi Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Argentínu þegar jarðneskar leifar Juans Domingos Peron, sem réð lögum og lofum í Argentínu stóran hluta síðustu aldar, voru í liðinni viku færðar í nýtt grafhýsi þar sem lík hans mun hvíla í marmarakistu. Þetta er í þriðja sinn sem Peron er jarðsettur frá því hann lést árið 1974. Erlent 22.10.2006 21:15 Skátaforingi beitti kynferðislegu ofbeldi Danskur skátaforingi hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að beita tvær telpur kynferðislegu ofbeldi þegar hann starfaði sem leiðtogi KFUM í Hinnerup norðan við Árhús í Danmörku. Frá þessu segir á fréttavef danska blaðsins Politiken. Erlent 22.10.2006 21:15 Óttast að óeirðir brjótist út Deilurnar í Bretlandi um andlitsblæjur múslimskra kvenna hafa harðnað og gætu brotist út í óeirðum. Þetta er álit Trevors Philips, sem er formaður bresku kynþáttajafnréttisnefndarinnar, sem er óháð en ríkisrekin nefnd í Bretlandi. Erlent 22.10.2006 21:15 Nýjar deilur setja svip á hátíðarhöldin Hálf öld er í dag liðin frá því uppreisnin gegn kommúnistastjórninni í Ungverjalandi hófst. Ungverjar minnast þessara viðburða, og í gær var meðal annars hátíðarsamkoma í ríkisóperunni í Búdapest sem þjóðarleiðtogar frá fjölmörgum ríkjum tóku þátt í. Meðal þeirra var Ólafur Ragnar Grímsson frá Íslandi. Erlent 22.10.2006 21:15 Kennarar í löngu verkfalli Svo gæti farið að palestínsk ungmenni missi heilt ár úr skóla vegna kennara-verkfalls. Ekki eru til fjármunir í ríkiskassanum til að greiða laun og kennarar neita að vinna kauplaust. Erlent 22.10.2006 21:15 Fosfórsprengjur í loftárásum Ísraelski ráðherrann Jacob Edery hefur viðurkennt að ísraelski herinn hafi notað fosfórsprengjur í loftárásunum á Líbanon í sumar. Sprengjur af þessu tagi valda alvarlegum efnabruna. Erlent 22.10.2006 21:15 100 indverskir nemar horfnir Eitt hundrað indverskir nemendur hafa horfið sporlaust í Svíþjóð. Þetta kom fram á fréttavef sænska blaðsins Dagens Nyheter í gær. Ungmennin sóttu um leyfi til náms í Svíþjóð, en eftir að þau komu til landsins á síðustu vikum og mánuðum, hefur ekkert til þeirra spurst og fæst mættu á tilskyldum tíma í skólann. Erlent 22.10.2006 21:15 Önnur umferð nauðsynleg í Búlgaríu Georgi Parvanov, forseti Búlgaríu og frambjóðandi sósíalista, vann fyrri umferð forsetakosninga í Búlgaríu með miklum yfirburðum. Hins vegar var þátttaka í kosningunum svo lítil að nauðsynlegt er að kjósa að nýju í annarri umferð milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Erlent 22.10.2006 20:58 Paul stefnir á ferðamannastaði í Mexíkó Hitabeltisstormurinn Paul stefnir nú að Baja California skaganum við Kyrrahafsströnd Mexíkós. Búist er við að veðurhamurinn fari yfir skagann nálægt Los Cabos, sem er vinsæll ferðamannastaður. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum segja að vart hafi verið við storminn yfir Kyrrahafi á laugardag og að hann muni ná miklum styrk á þriðjudag. Erlent 22.10.2006 19:05 Segjast komnir á spor morðingjanna Vararíkissaksóknari Rússlands segir að þeir séu komnir á sporið af morðingjum blaðakonunnar Önnu Politkovskaju. Erlent 22.10.2006 18:38 Spánarkonungur sagður hafa skotið drukkið bjarndýr Juan Carlos, konungur Spánar, hefur verið sakaður um að hafa skotið mannelskt drukkið bjarndýr til bana, þegar hann var í veiðiferð í Rússlandi, í sumar. Erlent 22.10.2006 16:07 Hersveitum Fatah skipað í viðbragsstöðu vegna morðs Erlent 22.10.2006 15:17 Norðmenn selja Bandaríkjunum orrustuþotur Erlent 22.10.2006 13:26 Nýrnasjúkdómur herjar á norskan lax Norðmenn eru að hefja umfangsmiklar rannsóknir á laxveiðiám sínum eftir að sýktir laxar fundust í þrem ám þar í landi. Erlent 22.10.2006 12:28 Fjármál Carls Bildt til rannsóknar Carld Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, þarf nú væntanlega að sæta rannsókn vegna hlutabréfa sem hann á í fyrirtæki sem heitir Vostok Nafta. Erlent 22.10.2006 11:35 Bush tapar í þingkosningunum -samkvæmt skoðanakönnun Erlent 22.10.2006 11:15 Kemur ekki til greina að fara George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í vikulegu útvarpsávarpi sínu í gær að ekki kæmi til greina að kalla bandaríska herliðið heim frá Írak. Með því að hörfa á brott væri hryðjuverkamönnum veitt öruggt athvarf þar sem þeir gætu skipulagt árásir á Bandaríkin. Einnig væri minning þeirra sem látist hafa í stríðinu vanvirt ef herliðið væri kallað til baka, með því væri fórn þeirra höfð að engu. Erlent 21.10.2006 20:51 Vilja viðurkenningu Rússa á sjálfstæði Þingmenn í Abkasíu-héraði, sem formlega tilheyrir Georgíu en hefur þó í reynd notið sjálfstæðis frá því að aðskilnaðarstríði lauk fyrir þrettán árum, hafa farið fram á það að Rússland veiti héraðinu viðurkenningu á sjálfstæðinu. Erlent 21.10.2006 20:51 Kannast ekki við ummælin Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist ekki kannast við að leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-il, hafi beðist afsökunar eða lofað að engar fleiri kjarnorkutilraunir yrðu gerðar. Fréttir af afsökunarbeiðni Jong-ils voru birtar í suðurkóreskum fjölmiðlum í fyrradag. Erlent 21.10.2006 20:51 Henda borðum í árásarmenn Í nokkrum grunnskólum í Texas verða nemendur þjálfaðir í að ráðast gegn vopnuðum árásarmönnum. Börnin eigi að notfæra sér fjölda sinn til þess að yfirbuga árásarmanninn um leið og hann stígur fæti inn í skólastofuna. Þetta kemur fram á vef fréttastofunnar ABC. Erlent 21.10.2006 20:51 Fleiri viðurkenna svik undan skatti Það eru ekki bara sænskir ráðherrar sem hafa svikið undan skatti með því að greiða barnapíum sínum undir borðið. Nú hafa nokkrir norskir ráðherrar viðurkennt að hafa gert slíkt hið sama, þeirra á meðal Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, eins og segir á fréttavef norska blaðsins VG Nett. Erlent 21.10.2006 20:51 Finnar vilja náða morðingja Svíar eru í uppnámi þar sem Hæstiréttur Finnlands hefur mælt með því að finnski morðinginn Juha Valjakkala, sem myrti mann, konu og ungan son hennar í Svíþjóð árið 1988, verði látinn laus. Erlent 21.10.2006 20:51 Fimmtán tonn vímuefna tekin Lögregluyfirvöld í Afganistan hafa náð 15 tonnum af eiturlyfjum á síðastliðnum tíu dögum í skipulögðu átaki gegn eiturlyfjasmyglurum. Erlent 21.10.2006 20:51 Leita að nýju að líkamsleifum Leit er hafin að nýju að líkamsleifum fólks sem fórst í hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir rúmlega fimm árum, eftir að mannabein fundust í holræsum við svæðið þar sem turnarnir stóðu. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, meðal annars fótleggi og handleggi að því talið er. Erlent 21.10.2006 19:02 Öldruð kynbomba giftir sig Ítalska þokkagyðjan og leikkonan Gina Lollobrigida gekk í dag að eiga spánverjann Javier Rigau y Rafols. Brúðkaupið fór fram New York en parið kynntist fyrst í Monte Carlo fyrir 22 árum. Leikkonan sem er orðin 79 ára gömul er af mörgum talin ein fallegasta kona í heima. Eiginmaður hennar er töluvert yngri eða þrjátíu og fjórum árum. Erlent 21.10.2006 15:04 Borgaryfirvöld í New York fyrirskipa nýja leit að líkamsleifum Leit er hafin að nýju að líkamsleifum sumra þeirra sem fórust í hryðjuverkaárisinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir fimm árum, að tilstuðlan borgaryfirvalda. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, fótleggi og handleggi að því talið er. Holræsið varð fyrir skemmdum þegar turnarnir féllu og fyrst nú átti að hreinsa út úr því. Erlent 21.10.2006 11:56 Rice í Moskvu til að ræða málefni Norður-Kóreu Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekkert liggja fyrir um að Norður-Kóreumenn ætli sér að hætta við tilraunir með kjarnorkuvopn. Hún kom til Moskvu í morgun, meðal annars til að ræða málefni Norður-Kóreu. Erlent 21.10.2006 11:47 Putin segir stjórnvöld í Georgíu tefla á tvær hættur Putin Rússlandsforseti sagði leiðtogum Evrópusambandsins í gærkvöldi að stjórnvöld í Georgíu væru að tefla á tvær hættur með því að reyna að ná aftur stjórn héraða þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Hann sagði að stjórnvöld í Tibilisi stefndu að blóðsúthellingum með uppbyggingu herafla við héruðin Abkasíu og Suður-Ossetíu. Erlent 21.10.2006 09:38 Óttast um framgang friðarviðræðna Átök héldu áfram milli stjórnarhersins á Sri Lanka og tamíltígra í nótt. Talsmaður sjóhersins segir að herinn hafi sökkt sjö varðskipum tamíltígra, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á eyjunni, sem er við suðurodda Indlandsskagans. Erlent 21.10.2006 09:31 Segir Norður-Kóreumenn vilja magna deilurnar við umheiminn Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Norður-Kóreumenn ætli sér magna enn deilur sínar við umheiminn. Hún sagði í morgun að kínversk stjórnvöld hefðu ekki staðfest að Norður-Kóreumenn ætluðu sér ekki að sprengja fleiri kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni, andstætt því sem áður hefur verið talið. Erlent 21.10.2006 09:20 « ‹ 248 249 250 251 252 253 254 255 256 … 334 ›
Peron í nýtt grafhýsi Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Argentínu þegar jarðneskar leifar Juans Domingos Peron, sem réð lögum og lofum í Argentínu stóran hluta síðustu aldar, voru í liðinni viku færðar í nýtt grafhýsi þar sem lík hans mun hvíla í marmarakistu. Þetta er í þriðja sinn sem Peron er jarðsettur frá því hann lést árið 1974. Erlent 22.10.2006 21:15
Skátaforingi beitti kynferðislegu ofbeldi Danskur skátaforingi hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að beita tvær telpur kynferðislegu ofbeldi þegar hann starfaði sem leiðtogi KFUM í Hinnerup norðan við Árhús í Danmörku. Frá þessu segir á fréttavef danska blaðsins Politiken. Erlent 22.10.2006 21:15
Óttast að óeirðir brjótist út Deilurnar í Bretlandi um andlitsblæjur múslimskra kvenna hafa harðnað og gætu brotist út í óeirðum. Þetta er álit Trevors Philips, sem er formaður bresku kynþáttajafnréttisnefndarinnar, sem er óháð en ríkisrekin nefnd í Bretlandi. Erlent 22.10.2006 21:15
Nýjar deilur setja svip á hátíðarhöldin Hálf öld er í dag liðin frá því uppreisnin gegn kommúnistastjórninni í Ungverjalandi hófst. Ungverjar minnast þessara viðburða, og í gær var meðal annars hátíðarsamkoma í ríkisóperunni í Búdapest sem þjóðarleiðtogar frá fjölmörgum ríkjum tóku þátt í. Meðal þeirra var Ólafur Ragnar Grímsson frá Íslandi. Erlent 22.10.2006 21:15
Kennarar í löngu verkfalli Svo gæti farið að palestínsk ungmenni missi heilt ár úr skóla vegna kennara-verkfalls. Ekki eru til fjármunir í ríkiskassanum til að greiða laun og kennarar neita að vinna kauplaust. Erlent 22.10.2006 21:15
Fosfórsprengjur í loftárásum Ísraelski ráðherrann Jacob Edery hefur viðurkennt að ísraelski herinn hafi notað fosfórsprengjur í loftárásunum á Líbanon í sumar. Sprengjur af þessu tagi valda alvarlegum efnabruna. Erlent 22.10.2006 21:15
100 indverskir nemar horfnir Eitt hundrað indverskir nemendur hafa horfið sporlaust í Svíþjóð. Þetta kom fram á fréttavef sænska blaðsins Dagens Nyheter í gær. Ungmennin sóttu um leyfi til náms í Svíþjóð, en eftir að þau komu til landsins á síðustu vikum og mánuðum, hefur ekkert til þeirra spurst og fæst mættu á tilskyldum tíma í skólann. Erlent 22.10.2006 21:15
Önnur umferð nauðsynleg í Búlgaríu Georgi Parvanov, forseti Búlgaríu og frambjóðandi sósíalista, vann fyrri umferð forsetakosninga í Búlgaríu með miklum yfirburðum. Hins vegar var þátttaka í kosningunum svo lítil að nauðsynlegt er að kjósa að nýju í annarri umferð milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Erlent 22.10.2006 20:58
Paul stefnir á ferðamannastaði í Mexíkó Hitabeltisstormurinn Paul stefnir nú að Baja California skaganum við Kyrrahafsströnd Mexíkós. Búist er við að veðurhamurinn fari yfir skagann nálægt Los Cabos, sem er vinsæll ferðamannastaður. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum segja að vart hafi verið við storminn yfir Kyrrahafi á laugardag og að hann muni ná miklum styrk á þriðjudag. Erlent 22.10.2006 19:05
Segjast komnir á spor morðingjanna Vararíkissaksóknari Rússlands segir að þeir séu komnir á sporið af morðingjum blaðakonunnar Önnu Politkovskaju. Erlent 22.10.2006 18:38
Spánarkonungur sagður hafa skotið drukkið bjarndýr Juan Carlos, konungur Spánar, hefur verið sakaður um að hafa skotið mannelskt drukkið bjarndýr til bana, þegar hann var í veiðiferð í Rússlandi, í sumar. Erlent 22.10.2006 16:07
Nýrnasjúkdómur herjar á norskan lax Norðmenn eru að hefja umfangsmiklar rannsóknir á laxveiðiám sínum eftir að sýktir laxar fundust í þrem ám þar í landi. Erlent 22.10.2006 12:28
Fjármál Carls Bildt til rannsóknar Carld Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, þarf nú væntanlega að sæta rannsókn vegna hlutabréfa sem hann á í fyrirtæki sem heitir Vostok Nafta. Erlent 22.10.2006 11:35
Kemur ekki til greina að fara George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í vikulegu útvarpsávarpi sínu í gær að ekki kæmi til greina að kalla bandaríska herliðið heim frá Írak. Með því að hörfa á brott væri hryðjuverkamönnum veitt öruggt athvarf þar sem þeir gætu skipulagt árásir á Bandaríkin. Einnig væri minning þeirra sem látist hafa í stríðinu vanvirt ef herliðið væri kallað til baka, með því væri fórn þeirra höfð að engu. Erlent 21.10.2006 20:51
Vilja viðurkenningu Rússa á sjálfstæði Þingmenn í Abkasíu-héraði, sem formlega tilheyrir Georgíu en hefur þó í reynd notið sjálfstæðis frá því að aðskilnaðarstríði lauk fyrir þrettán árum, hafa farið fram á það að Rússland veiti héraðinu viðurkenningu á sjálfstæðinu. Erlent 21.10.2006 20:51
Kannast ekki við ummælin Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist ekki kannast við að leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-il, hafi beðist afsökunar eða lofað að engar fleiri kjarnorkutilraunir yrðu gerðar. Fréttir af afsökunarbeiðni Jong-ils voru birtar í suðurkóreskum fjölmiðlum í fyrradag. Erlent 21.10.2006 20:51
Henda borðum í árásarmenn Í nokkrum grunnskólum í Texas verða nemendur þjálfaðir í að ráðast gegn vopnuðum árásarmönnum. Börnin eigi að notfæra sér fjölda sinn til þess að yfirbuga árásarmanninn um leið og hann stígur fæti inn í skólastofuna. Þetta kemur fram á vef fréttastofunnar ABC. Erlent 21.10.2006 20:51
Fleiri viðurkenna svik undan skatti Það eru ekki bara sænskir ráðherrar sem hafa svikið undan skatti með því að greiða barnapíum sínum undir borðið. Nú hafa nokkrir norskir ráðherrar viðurkennt að hafa gert slíkt hið sama, þeirra á meðal Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, eins og segir á fréttavef norska blaðsins VG Nett. Erlent 21.10.2006 20:51
Finnar vilja náða morðingja Svíar eru í uppnámi þar sem Hæstiréttur Finnlands hefur mælt með því að finnski morðinginn Juha Valjakkala, sem myrti mann, konu og ungan son hennar í Svíþjóð árið 1988, verði látinn laus. Erlent 21.10.2006 20:51
Fimmtán tonn vímuefna tekin Lögregluyfirvöld í Afganistan hafa náð 15 tonnum af eiturlyfjum á síðastliðnum tíu dögum í skipulögðu átaki gegn eiturlyfjasmyglurum. Erlent 21.10.2006 20:51
Leita að nýju að líkamsleifum Leit er hafin að nýju að líkamsleifum fólks sem fórst í hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir rúmlega fimm árum, eftir að mannabein fundust í holræsum við svæðið þar sem turnarnir stóðu. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, meðal annars fótleggi og handleggi að því talið er. Erlent 21.10.2006 19:02
Öldruð kynbomba giftir sig Ítalska þokkagyðjan og leikkonan Gina Lollobrigida gekk í dag að eiga spánverjann Javier Rigau y Rafols. Brúðkaupið fór fram New York en parið kynntist fyrst í Monte Carlo fyrir 22 árum. Leikkonan sem er orðin 79 ára gömul er af mörgum talin ein fallegasta kona í heima. Eiginmaður hennar er töluvert yngri eða þrjátíu og fjórum árum. Erlent 21.10.2006 15:04
Borgaryfirvöld í New York fyrirskipa nýja leit að líkamsleifum Leit er hafin að nýju að líkamsleifum sumra þeirra sem fórust í hryðjuverkaárisinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir fimm árum, að tilstuðlan borgaryfirvalda. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, fótleggi og handleggi að því talið er. Holræsið varð fyrir skemmdum þegar turnarnir féllu og fyrst nú átti að hreinsa út úr því. Erlent 21.10.2006 11:56
Rice í Moskvu til að ræða málefni Norður-Kóreu Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekkert liggja fyrir um að Norður-Kóreumenn ætli sér að hætta við tilraunir með kjarnorkuvopn. Hún kom til Moskvu í morgun, meðal annars til að ræða málefni Norður-Kóreu. Erlent 21.10.2006 11:47
Putin segir stjórnvöld í Georgíu tefla á tvær hættur Putin Rússlandsforseti sagði leiðtogum Evrópusambandsins í gærkvöldi að stjórnvöld í Georgíu væru að tefla á tvær hættur með því að reyna að ná aftur stjórn héraða þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Hann sagði að stjórnvöld í Tibilisi stefndu að blóðsúthellingum með uppbyggingu herafla við héruðin Abkasíu og Suður-Ossetíu. Erlent 21.10.2006 09:38
Óttast um framgang friðarviðræðna Átök héldu áfram milli stjórnarhersins á Sri Lanka og tamíltígra í nótt. Talsmaður sjóhersins segir að herinn hafi sökkt sjö varðskipum tamíltígra, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á eyjunni, sem er við suðurodda Indlandsskagans. Erlent 21.10.2006 09:31
Segir Norður-Kóreumenn vilja magna deilurnar við umheiminn Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Norður-Kóreumenn ætli sér magna enn deilur sínar við umheiminn. Hún sagði í morgun að kínversk stjórnvöld hefðu ekki staðfest að Norður-Kóreumenn ætluðu sér ekki að sprengja fleiri kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni, andstætt því sem áður hefur verið talið. Erlent 21.10.2006 09:20
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið