Erlent

Fréttamynd

Schüssel viðurkennir ósigur í þingkosningum

Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis, viðurkenndi í dag að hægri flokkur hans hefði „líklega" tapað í þingkosningunum sem þar fóru fram í dag. Sagði hann niðurstöður talningar benda til þess að sósíaldemókratar undir forystu Alfreds Gusenbauers hefðu farið með sigur af hólmi og óskaði hann Gusenbauer til hamingju með sigurinn.

Erlent
Fréttamynd

Meintir talibanar handteknir í Pakistan

Pakistönsk lögregla handtók í dag sex meinta uppreisnarmenn úr röðum talibana. Mennirnir voru gripnir á einkasjúkrahúsi í borginni Quetta þangað sem þeir höfðu leitað aðstoðar eftir að hafa særst í átökum í suðurhluta Afganistans.

Erlent
Fréttamynd

Átök milli Hamas-liða og manna hliðhollum Abbas

Fimm Palestínumenn hafa fallið og að minnsta kosti 60 særst í bardögum á milli byssumanna hliðhollum Hamas-samtökunum og lögreglu og opinberum starfsmönnum sem styðja Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, í Gasaborg í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fimm létust þegar hraðbraut hrundi í Kanada

Fimm manns létust þegar hraðbraut í Montreal í Kanada hrundi í gær. Fólkið var allt í tveimur bílum á vegi undir hraðbrautinni sem krömdust þegar brautin hrundi. Björgunarmenn voru að störfum í alla nótt til þess að ná bílunum undan rústunum en auk þeirra fimm sem létust slösuðust sex, þar af þrír alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Útlit fyrir að stjórn Schüssels sé fallin

Svo virðist sem stjórn Wolfgangs Schüssels, kanslara Austurríkis, sé fallin í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Kjörfundi lauk í landinu nú klukkan þrjú að íslenskum tíma og fyrstu spár benda til þess að sósíaldemókratar undir forystu Alfreds Gusenbaurs hafi naumt forskot á hægri flokk Schüssels, 36 prósent atkvæða á móti 35 prósentum.

Erlent
Fréttamynd

September sá heitasti í Bretlandi frá upphafi

Útlit er fyrir að nýliðinn september verði sá heitasti í Bretlandi frá því að veðurmælingar hófust, eða 15,4 gráður. Er það 0,7 gráðum heitara en í september árið 1949. Veðurstofa Bretlands mun á morgun staðfesta metið sem er rúmum þremur gráðum hærra en langtímameðaltal.

Erlent
Fréttamynd

Fellibylurinn Xangsane veldur usla í Víetnam

Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að fellibylurinn Xangsane gekk á land í Mið-Víetnam í morgun. Húsþök fuku, tré rifnuðu upp með rótum og rafmagnslínur slitnuðu þegar fellibylurinn kom að landi en yfirvöld í Víetnam höfðu gert töluverðar ráðstafanir og flutt burt um tvö hundruð þúsund manns.

Erlent
Fréttamynd

Fjörtíu taldir látnir eftir að stífla brast í N-Nígeríu

Óttast er að fjörutíu manns hafi látist þegar stífla gaf sig nærri þorpi í Norður-Nígeríu í gær. Fram kemur í nígerískum fjölmiðlum að starfsfólki við stífluna hafi ekki tekist að opna fyrir hjáleið fyrir vatnið á bak við stífluna eftir gríðarlegar rigningar á svæðinu að undanförnu og því hafi stíflan brostið.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsher farinn frá Líbanon

Síðustu ísraelsku hermennirnir yfirgáfu Líbanon seint í gærkvöldi. Þar með hefur einu grundvallarskilyrðinu fyrir vopnahléi milli Hizbollah og Ísraels, verið fullnægt.

Erlent
Fréttamynd

Kosið víða um heim í dag

Kosningar verða víða um heim í dag. Í Brasilíu eru forsetakosningar og er búist við að núverandi forseti, Luis Ignacio "Lula" da Silva, beri sigur úr býtum. Í Bosníu og Austurríki eru þingkosningar. Í Austurríki sýna skoðanakannanir hnífjafnt fylgi hægri flokks Wolfgangs Schussels og vinstri flokks Alfreds Gusenbauers.

Erlent
Fréttamynd

Hermenn komnir að flaki farþegaflugvélar í Amazon

Hermenn eru komnir að flaki farþegavélarinnar sem hrapaði í regnskógum Amazon á föstudag. 155 manns voru um borð og þótt björgunarsveit sé komin á staðinn, hefur ekki verið staðfest enn hvort einhverjir eftirlifendur séu. Það er þó talið ólíklegt.

Erlent
Fréttamynd

PKK boðar einhliða vopnahlé á morgun

Kúrdíski Verkamannaflokkurinn PKK í Tyrklandi, sem barist hefur fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í suðausturhluta landsins, hefur lýst yfir einhliða vopnahléi sem hefst á morgun. Tilkynning þar að lútandi var gefin út í dag og er svar við ákalli leiðtoga samtakanna, Abdullah Öcalans, sem nú situr í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Fellibylurinn Xangsane nálgast Víetnam

Á annað hundrað þúsund manna hefur verið fluttur af heimilum sínum við strendur Mið-Víetnams vegna komu fellibyljarins Xangsane. Búist er við að hann taki land í kvöld eða snemma í fyrramálið og hefur innanlandsflugi einnig verið frestað af þeim sökum.

Erlent
Fréttamynd

Fundu flak farþegavélar í Brasilíu

Björgunarvélar hafa fundið flak Boeing 737 farþegaflugvélarinnar sem leitað hefur verið að í regnskógum Amason í Brasilíu síðan í gær. Um borð voru 155 farþegar en ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafi komist af.

Erlent
Fréttamynd

Tólf látnir eftir sjálfsmorðsárás í Kabúl

Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir sjálfsmorðsárás fyrir utan innanríkisráðuneyti Afganistans í höfuðborginni Kabúl í morgun. Haft er eftir talsmanni ráðuneytisins að 42 hafi slasast í árásinni, þar af tveir lögreglumenn.

Erlent
Fréttamynd

Borat vekur athygli á Kasakstan

Forseti Kasakstans, Nursultan Nazarbayev er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Heimsóknin hefur vakið meiri athygli en venja er, vegna kvikmyndar breska leikarans Sacha Baron Cohen - sem er betur þekktur sem Ali G - um persónuna Borat, sem á að vera frá Kasakstan.

Erlent
Fréttamynd

Farþegaþotu saknað á Amason-svæðinu

Leit er hafin að Boeing 737 farþegaflugvél með að minnsta kosti 150 farþega innanborðs sem hvarf af ratsjám yfir regnskógum Amason í Brasilíu í gær. Vélin, sem var á vegum brasilíska flugfélagsins, Gol átti að lenda í borginni Brasilíu um sexleytið að staðartíma í gær en samband við hana rofnaði um hálffimm.

Erlent
Fréttamynd

Reiðhjólin víkja fyrir bílum í Peking

Peking, höfuðborg Kína, hefur verið paradís hjólreiðamanna um áratugaskeið. Nú hafa tímarnir hins vegar breyst og tveggja hjóla fákar þurfa að víkja úr vegi fyrir fjögurra hjóla spúandi drekum.

Erlent
Fréttamynd

Algjört útgöngubann í Bagdad

Stjórnvöld í Írak hafa sett á algjört útgöngubann í höfuðborginni Bagdad í dag. Í yfirlýsingu sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, gaf út segir að útgöngubannið gildi til klukkan 18. Fólki er gert að halda sig innan dyra og öll umferð á götum borgarinnar er bönnuð.

Erlent
Fréttamynd

Kjósendur hvattir til að refsa Gyurcsany í sveitarstjórnakosningum

Sveitarstjórnarkosningar verða í Ungverjalandi um helgina. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa hvatt kjósendur til að nýta tækifærið og láta í ljósi skoðun sína á Gyurcsany forsætisráðherra, en hann viðurkenndi á dögunum að hafa logið blákalt að þjóðinni um stöðu efnahagsmála til að sigra í þingkosningunum í apríl.

Erlent
Fréttamynd

Segir Bush hafa tapað hryðjuverkastríðinu

Bush Bandaríkjaforseta er lyginn og honum hefur mistekist að sigra í stríðinu við al-Qaida. Þetta sagði Ayman al-Zawahri, næst æðsti maður al-Qaida samtakanna í myndbandsupptöku sem birt var í gær.

Erlent
Fréttamynd

Útgöngubann í Írak

Stjórnvöld í Írak hafa ætla að setja á útgöngubann í Bagdad höfuðborg landsins á morgun. Í yfirlýsingu sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, gaf út segir að útgöngubannið gildi frá miðnætti til klukkan 18:00 á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Börn ekki undanþegin dauðarefsingu

Börn undir átján ára aldri eiga alltaf að vera undanþegin dauðarefsingu að mati mannréttindasérfræðings Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur ofbeldi gegn börnum. Einnig eiga þeir sem frömdu glæp þegar þeir voru undir átján ára aldri að vera undanþegnir dauðarefsingu. Kína, Pakistan og Íran hafa á síðstu þremur árum tekið dæmda glæpamenn yngri en átján ára af lífi.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga í evrulöndunum lækkar

Verðbólga í evrulöndunum tólf lækkaði í september. Hún mældist 1,8% á síðust tólf mánuðum en þetta er minnsti verðbólguhraði á evrusvæðinu frá því í mars 2004. Vegvísir Landsbankans greinir frá þessu og jafnframt að verðbólgan sé nú komin undir 2% viðmiðunarmörk Seðlabanka Evrópu.

Erlent