

KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.
Það er óhætt að segja að stórveldið Breiðablik sé í sérflokki er kemur að launum og tengdum gjöldum hjá félögum á Íslandi.
KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.
Víkingur er eina liðið sem hefur haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum Bestu deildar karla.
Félagskiptagluggin lokar á miðnætti annað kvöld og ólíklegt er að margar hræringar í viðbót verði fyrir lok gluggans.
Víkingur vann sannfærandi sigur á KR í stórleik 3. umferðar Bestu deildar karla í Víkinni í kvöld. Heimamenn áttu aldrei í vandræðum með óspennandi KR lið sem náði ekki að finna taktinn en munurinn á gæðunum í spilamennsku liðanna var augljós. Sterkur sigur Víkings var því óumflýjanlegur og liðið endar umferðina á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, lokatölur 3-0.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vill halda góðu gengi sinna manna gangandi er liðið fær KR í heimsókn í Bestu deild karla í kvöld í því sem hann kallar fyrsta stórleik tímabilsins. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina vel.
KR og Víkingur Reykjavík hafa samið um að víxla heimaleikjum liðanna í deildarkeppni Bestu deildar karla í sumar. Meistaravellir í Vesturbæ er ekki klár til knattspyrnuiðkunar er liðin eigast við í næstu umferð.
Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Viktor Örlygur Andrason hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Víkings til ársins 2025 en þetta kemur fram í tilkynnigu sem félagið sendi frá sér í dag.
„Það er geggjað að þetta sé byrjað, búinn að hlakka til lengi. Svekkjandi að það sé ekki betri niðurstaða," sagði Guðmundur Kristjánsson, miðjumaður Stjörnunnar, eftir tap á móti Víkingum á Samsungvellinum í kvöld. Leikið var í fyrstu umferð Bestu deildar karla.
„Þetta var vinnusigur en um leið og við misstum smá einbeitingu sáum við að Stjarnan er gott lið og gátu refsað okkur. Fyrst og fremst ógeðslega sáttur með liðs frammistöðuna og að halda hreinu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, miðjumaður Víkinga, eftir sigur á móti Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld. Leikið var í fyrstu umferð Bestu deildar karla.
Víkingur vann 2-0 útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í kvöld.
Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í miðjumoði. Þau eru Víkingur, Stjarnan, FH og ÍBV.
Knattspyrnudeild Víkings tilkynnti í dag að félagið hefði samið við varnarmanninn Gunnar Vatnhamar.
Albert Ingason hefur áhyggjur fyrir hönd bikarmeistara Víking. Liðinu er spáð 3. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi R. 3. sæti Bestu deildar karla í sumar.
Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með 3-2 sigur síns liðs gegn Víkingum í kvöld eftir að hafa lyft bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ.
Víkingur hefur náð samkomulagi við færeyska félagið Viking í Götu um kaup á varnarmanninum Gunnari Vatnhamar.
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu 3-2 sigur gegn bikarmeisturum Víkings í leiknum sem markar upphaf knattspyrnusumarsins á Íslandi; Meistarakeppni KSÍ. Breiðablik er því meistari meistaranna.
Bikarmeistarar Víkings eru að fá miðvörð frá Færeyjum til að fylla skarð Kyles McLagan sem meiddist illa á dögunum og verður ekkert með á tímabilinu.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara.
Miloš Milojević þjálfaði á sínum tíma Víking og Breiðablik hér á landi en er í dag þjálfari Rauðu Stjörnunnar í heimalandi sínu Serbíu. Hann segist ánægður með að menn muni enn eftir sér hér á landi og segist elska bæði Ísland og karakterinn sem Íslendingar búa yfir.
Víkingur verður án bandaríska miðvarðarins Kyle McLagan í allt sumar eftir að leikmaðurinn meiddist í leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Lengjubikarsins síðastliðinn laugardag.
Kyle Douglas Mc Lagan, miðvörður bikarmeistara Víkings, fór meiddur af velli þegar Víkingur tapaði 1-0 fyrir Val í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu. Óttast er að hann sé með slitið krossband í hné.
Valsmenn eru komnir í úrslit Lengjubikars karla í knattspyrnu eftir dramatískan 1-0 sigur gegn Víkingum í undanúrslitum í dag.
Víkingur lagði Aftureldingu með þremur mörkum gegn gengu í Mosfellsbæ í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Um var að ræða lokaleik liðanna í riðlinum og eru Víkingar komnir áfram í undanúrslit keppninnar.
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur kveðið upp úrskurði í máli Stjörnunnar gegn Víkingi. Úrslit leiksins standa en Víkingur skal greiða sekt upp á 50.000 krónur.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir jákvæða möguleika fólgna í því að liðið hafi misst fyrirliða sinn Júlíus Magnússon. Matthías Vilhjálmsson hafi þá komið sterkur inn.
HK tryggði sér í gærkvöldi sæti í Olís-deildinni í handknattleik á nýjan leik þegar liðið lagði Víking í Grill66-deildinni.