Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Bakvörðurinn Arnór Ingi Kristinsson er genginn í raðir ÍBV og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 9.11.2024 23:00
„Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Mikilvægt að vera með breiðan leikmannahóp þar sem þú getur skipt mönnum inn á sem breyta gangi leiksins,“ sagði Fabian Hürzeler, þjálfari Brighton & Hove Albion eftir frækinn sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 9.11.2024 23:00
Juventus vann grannaslaginn Juventus lagði Torino 2-0 í Serie A, ítölsku efstu deild karla í knattspyrnu. Um er að ræða nágrannaslag en bæði liðin eru staðsett í borginni sem ber sama nafn og gestalið kvöldsins, Torino. Fótbolti 9.11.2024 22:15
Hermann Hreiðars tekur við HK Hermann Hreiðarsson er tekinn við þjálfun Lengjudeildarliðs HK en Kópavogsliðið féll úr Bestu deildinni á dögunum. Íslenski boltinn 9. nóvember 2024 16:53
Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Stórlið Bayern München vann nauman 1-0 útisigur á St. Pauli í efstu deild þýsku knattspyrnunnar. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen náðu aðeins jafntefli á útivelli gegn Bochum og Borussia Dortmund mátti þola tap gegn Mainz. Fótbolti 9. nóvember 2024 16:30
Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og félagar í Nordsjælland náðu í dag þriggja stiga forskot á toppi dönsku deildarinnar eftir 2-0 sigur á B93. Fótbolti 9. nóvember 2024 16:02
Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Birkir Bjarnason skoraði í öðrum leiknum í röð og í þriðja sinn í síðustu fimm leikjum þegar Brescia varð að sætta sig við 3-2 tap á heimavelli sínum á móti Cosenza í ítölsku b-deildinni. Fótbolti 9. nóvember 2024 16:01
Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Real Madrid tókst að enda taphrinu sínu á Santiago Bernabeu með glæsilegum 4-0 stórsigri á Osasuna í sænsku deildinni í dag. Fórnarkostnaðurinn var þó að missa tvo menn í meiðsli. Fótbolti 9. nóvember 2024 14:56
Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Hin sautján ára gamla Sigdís Eva Bárðardóttir nýtti vel tækifærið í byrjunarliðinu í sænsku kvennadeildinni í dag. Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í stórsigri Kristianstad þar sem landa hennar Katla Tryggvadóttir gaf tvær stoðsendingar. Fótbolti 9. nóvember 2024 14:55
Varsjáin tók mark af Jóni Degi Jón Dagur Þorsteinsson hélt að hann hefði komið Herthu Berlín yfir í þýsku b-deildinni í fótbolta en þá gripu myndbandsdómararnir í taumana. Fótbolti 9. nóvember 2024 13:55
Sædís í stuði með meisturunum Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir var í stuði með nýkrýndum Noregsmeisturum Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en bakvörðurinn var bæði með mark og stoðsendingu í góðum sigri. Fótbolti 9. nóvember 2024 12:59
Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Wolfsburg tók toppsætið af Bayern München í þýsku kvennadeildinni í fótbolta eftir 3-0 útisigur á Hoffenheim í dag. Fótbolti 9. nóvember 2024 12:57
„Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Norðmaðurinn Erling Haaland hefur raðað inn mörkum á árinu 2024 en hann á þó ekki mikla möguleika á því að jafna ótrúlegt markaskor Svíans Viktor Gyokeres. Enski boltinn 9. nóvember 2024 12:17
Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, og enski landsliðsþjálfarinn Lee Carsley eru greinilega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að stöðunni á enskum landsliðsmanni í liði City. Enski boltinn 9. nóvember 2024 11:24
Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Spænski knattspyrnumaðurinn Rodri vann Gullhnöttinn í ár með því að fá aðeins 41 stigi meira en Vinicius Junior. France Football hefur loksins gefið upp niðurstöður Ballon d'Or kjörsins. Fótbolti 9. nóvember 2024 11:01
Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur trú á því að liðið hans snúi við blaðinu í leik sínum á móti Osasuna í spænsku deildinni í dag. Hann mætti með kassann út á blaðamannfund fyrir leikinn. Fótbolti 9. nóvember 2024 10:21
Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Þjálfari ítalska fótboltafélagsins Triestina missti stjórn á skapi sínu þegar einn leikmanna hans lét reka sig út snemma leiks í gærkvöldi. Fótbolti 9. nóvember 2024 10:01
Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. Fótbolti 9. nóvember 2024 09:01
Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. Íslenski boltinn 9. nóvember 2024 07:01
„Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Vinirnir Guðmundur Benediktsson (Gummi Ben) og Sigurvin Ólafsson (Venni) voru lengi vel samherjar en hafa einnig mæst nokkrum sinnum á knattspyrnuvellinum. Nýverið mættust þeir á golfvellinum ásamt Steve dagskrá bræðrum og úr varð kostuleg keppni. Golf 8. nóvember 2024 23:31
Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Aron Elí Sævarsson mun ekki ganga í raðir uppeldisfélagsins Vals og tekur slaginn með Aftureldingu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 23:01
Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum María Þórisdóttir og stöllur í Brighton & Hove Albion áttu ekki möguleika gegn Arsenal í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Skytturnar í Arsenal unnu öruggan 5-0 sigur. Í hinum leik kvöldsins vann Manchester City 4-0 sigur á Tottenham Hotpsur. Enski boltinn 8. nóvember 2024 22:47
Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Þýskalandsmeistarar Bayern München björguðu stigi gegn Freiburg þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttir í uppbótartíma. Bæjarar voru hársbreidd frá því að tapa í annað sinn í síðustu fjórum leikjum en landsliðsfyrirliðinn steig upp á ögurstundu. Fótbolti 8. nóvember 2024 20:01
Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Benóný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildar karla í knattspyrnu á nýafstöðu tímabili, er einn eftirsóttasti biti deildarinnar sem stendur. Enska B-deildarliðið Sunderland er sagt meðal liða sem vilja fá hann í sínar raðir. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 19:17