Strandveiðar

Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá
Rigningin á suðvesturhorni landsins kom ekki í veg fyrir það að strandveiðimaðurinn Stefán Jónasson drifi sig á fætur - og það fyrir allar aldir – til að taka þátt í fyrsta degi strandveiðitímabilsins. Slík var tilhlökkunin eftir langan vetur. Hann bauð fréttastofu um borð í bátinn sinn Kvistinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir veiði dagsins.

Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða
Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga.

Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar
Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna.

Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða
Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum.

Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra
Ríkisstjórnin þarf að þrefalda aflaheimildir til strandveiðisjómanna ætli hún sér að standa við loforð úr stjórnarsáttmálanum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur ríkið baka sér skaðabótaskyldu verði heimildirnar þrefaldaðar.

Hve lengi tekur sjórinn við?
Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds.

Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna
Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni.

Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk
Kæra Hanna Katrín, í guðanna bænum ekki bæta við dögum í strandveiðikerfið.

Hvað eru strandveiðar?
Nýverið og margendurtekið segir Örn Pálsson, framkv.stj. LS, að 72% þjóðarinnar sé fylgjandi strandveiðum og ríkisstjórnin ætli sér nú, í þessum málaflokki, að fara að vilja þjóðarinnar.

Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár
Kvótakerfið var bundið í lög árið 1983. Framsal á kvóta var gefið frjálst nokkrum árum síðar og heimild til að veðsetja þann kvóta, sem úthlutað hafði verið án endurgjalds, fyrir bankalánum var gefin árið 1997.

Strandveiðar - afvegaleidd umræða
Allt frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð hefur mikil umræða verið um strandveiðar og svokallaða 48 daga sem þeim tengjast. Er engu líkara að hér sé um svo stórt mál að ræða að jafnvel embættisfærslur Bandaríkjaforseta, stríðið í Úkraínu og varnarmál í Evrópu valda minna hugarangri hjá auðugustu öflum í samfélaginu.

Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri
Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun?

Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða.

Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar.

Segir úlfalda gerðan úr mýflugu
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023.

Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ljóst að siðareglur fyrir alþingismenn hindri aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti.

Óheftar strandveiðar
Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar.

Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar
„Ný ríkisstjórn þarf því í raun ekki að móta nýja auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu þegar kemur að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og með aflamarkskerfinu hefur almennt tekist vel við endurreisn fiskistofna frá því að þeir voru við það að hrynja og sumir hrundu. Fækkun báta, skipa og útgerða hefur gerst á forsendum markaðarins og er nú svo komið að íslenskur sjávarútvegur leggur hlutfallslega mest til þjóðarbúsins meðal allra fiskveiðiþjóða“

„Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að handfæraveiðar muni aldrei ógna fiskistofnum. Jafnvel þótt strandveiðar yrðu heimilaðar yfir lengra tímabil og veiðiheimildir ótakmarkaðar. Slíkar veiðar stjórnist af veðri, vindum og fiskgengd í sjónum og því þurfi að hans mati ekki að óttast fjölgun í greininni. Hann segist vongóður um að strandveiðar verði stundaðar í heila 48 daga á ári líkt og ný ríkisstjórn hefur boðaða, sama hvað fiskveiðimagninu líður.

Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera.

Smábátar bjóða betur!
Það er kominn skjálfti í sægreifana. Þeir eru dauðhræddir um að skjaldborgin og varnarstaðan sem fráfarandi ríkisstjórn hefur veitt þeim hverfi og að ný ríkisstjórn kaupi ekki áróðurinn sem þeir dæla ógrynni af peningum í.

Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands
Kæra strandveiðifólk. Nýverið spurði Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, alla stjórnmálaflokka um afstöðu þeirra til strandveiða.

Grátlegt að veiðarnar séu kallaðar af meðan sjórinn er fullur af fiski
Síðasti dagur strandveiða er í dag og öll strandveiðileyfi falla niður frá og með morgundeginum. Formaður Landssambands smábátaeigenda segir sjóinn fullan af fiski og grátlegt sé að tímabilinu sé lokið.

Klára kvótann á morgun
Útlit er fyrir að kvóti til strandveiða klárist á morgun. Talsmaður smábátaeigenda segir kerfið eiga að geta gengið þannig að veitt sé út ágústmánuð.

Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu
Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu.