
Fótbolti

„Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli“
Þær Gígja Valgerður Harðardóttir, leikmaður Víkings, og Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti fyrir næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna.

Gísli Gottskálk verðlaunaður með nýjum samningi
Miðjumaðurinn efnilegi, Gísli Gottskálk Þórðarson, hefur framlengt samning sinn við Víking til 2027.

Efast um dugnað og hugarfar Rashford
Jimmy Floyd Hasselbaink, sem var í þjálfarateymi enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að fótboltinn sé ekki forgangsatriði hjá Marcus Rashford, framherja Manchester United.

Börsungar bannaðir í Belgrad vegna nasistafána
Spænska knattspyrnufélagið Barcelona fær ekki að hafa stuðningsmenn á útileik sínum gegn Rauðu stjörnunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, vegna nasistafána.

Tímabilið búið hjá Rodri
Englandsmeistarar Man. City urðu fyrir miklu áfalli í dag er það kom í ljós að miðjumaðurinn Rodri mun ekki spila meira með liðinu í vetur.

Hermann hættur með ÍBV
ÍBV verður með nýjan mann í brúnni þegar það spilar í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari liðsins.

Glódís mætir Arsenal, Juventus og Sædísi
Fjórar íslenskar knattspyrnukonur verða á ferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í vetur. Dregið var í riðla í dag.

Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar
Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið.

Bestu guttarnir í Bestu deild karla
Vísir tók saman lista yfir ellefu bestu ungu leikmenn Bestu deildar karla í sumar. Um er að ræða leikmenn fædda 2004 og síðar og þeir verða að hafa spilað að minnsta kosti tíu deildarleiki í sumar.

Man United stefnir á að vinna ensku úrvalsdeildina árið 2028
Manchester United stefnir á að verða Englandsmeistari árið 2028 en sama ár fagnar liðið 150 ára afmæli sínu. Þetta staðfesti Omar Berrada, nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins, á fundi með starfsmönnum Man United nýverið.

Samherji Stefáns Teits kærður fyrir meint bit
Enska knattspyrnusambandið hefur kært Milutin Osmajić, framherja Preston North End, fyrir meint bit í leik gegn Blackburn Rovers á dögunum.

Engin vandræði þrátt fyrir að vera manni færri nær allan leikinn
Tottenham Hotspur fékk Qarabag frá Aserbaísjan í heimsókn í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Þrátt fyrir að vera manni færri frá 8. mínútu þá vann Tottenham samt sannfærandi 3-0 sigur.

Andri Lucas lagði upp í óvæntu tapi
Andri Lucas Guðjohnsen lagði upp mark Gent þegar liðið mátti þola 2-1 tap gegn Cercle Brugge í belgísku efstu deild karla í fótbolta.

Arsenal sneri dæminu sér í vil
Eftir að tapa 1-0 í Svíþjóð gerði Arsenal sér lítið fyrir og vann Häcken 3-0 í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu.Sigurinn þýðir að Arsenal er komið í riðlakeppnina. París Saint-Germian, sem fór alla leið í undanúrslit í fyrra, er úr leik eftir tap gegn Juventus.

Amanda lagði upp á leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu
Amanda Andradóttir er komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna. Lagði hún upp eitt marka Twente í öruggum sigri á Osijek frá Króatíu.

Birkir á leið til Vals á nýjan leik
Það virðist allt stefna i að Birkir Heimisson sé að ganga til liðs við Val í Bestu deild karla í knattspyrnu innan við ári eftir að hann yfirgaf félagið. 433.is greindi fyrst frá.

Kroos ætlaði að fara til United en svo var Moyes rekinn
Litlu mátti muna að Toni Kroos gengi í raðir Manchester United frá Bayern München sumarið 2014. En vegna stjóraskipta hjá United varð ekkert af þeim vistaskiptum og hann fór þess í stað til Real Madrid þar sem hann lék þar til ferlinum lauk.

Afleitur Evrópuárangur Ten Hags upp á síðkastið
Ekki er hægt að segja að Manchester United hafi gengið vel í síðustu Evrópuleikjum liðsins undir stjórn Eriks ten Hag.

Svona var fundurinn fyrir tugmilljóna leikinn í Laugardal
Það er gríðarlega mikið í húfi á Laugardalsvelli á laugardaginn þegar Afturelding og Keflavík mætast í úrslitaleik umspilsins í Lengjudeild karla í fótbolta.

Gætu spilað um titilinn á sunnudegi í Víkinni
Enn er útlit fyrir að úrslitin í titilbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta ráðist í lokaumferðinni og nú er ljóst að Víkingur og Breiðablik munu eiga sviðið á lokadegi mótsins.

Keane: „Arsenal er með hugarfar smáliðs“
Fyrrverandi fyrirliði Manchester United, Roy Keane, segir að Arsenal sé með hugarfar smáliðs. Það hafi sýnt sig í leikjunum gegn Brighton og Manchester City.

Telur sig geta fyllt skarð Rodri
Ekki vantar sjálfstraustið í Matheus Nunes, leikmann Manchester City. Hann telur að hann geti fyllt skarð Rodris sem verður frá keppni næstu mánuðina vegna alvarlegra meiðsla.

Telur að Valsmenn nenni ekki að dansa tangóinn hans Túfa til lengdar
Sérfræðingar Stúkunnar voru hneykslaðir á uppleggi Vals í fyrri hálfleik í leiknum gegn Stjörnunni. Þeir efast um að leikmenn liðsins nenni að spila þennan leikstíl.

Stjóri West Ham meiddist gegn Liverpool og yfirgaf völlinn á hækjum
Stjóratíð Julens Lopetegui hjá West Ham United hefur ekki farið vel af stað. Liðinu gengur illa inni á vellinum og til að bæta gráu ofan á svart meiddi Spánverjinn sig í leiknum gegn Liverpool.

Linda beindi Sammy Smith til Íslands: „Hugsaði mig ekki tvisvar um“
Árið 2024 hefur verið draumi líkast fyrir Sammy Rose Smith, 23 ára bandaríska fótboltakonu, sem hefur leikið með FHL og Breiðabliki í sumar. Hún er hæstánægð með tímabilið enda gæti hún unnið bæði Bestu deildina og Lengjudeildina.

Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir
Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta.

Neyddir í eina stystu rútuferð sögunnar
Leikmenn Bodö/Glimt neyddust til að ferðast með rútu í heimaleik sinn við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta í gær. Ferðalagið tók eina mínútu.

Stefán fær Arsenal í heimsókn
Tottenham og Manchester City mætast í stórleik 16-liða úrslita enska deildabikarsins í fótbolta en dregið var í gærkvöld.

Sjáðu glæsimörk táninga og Helga koma Víkingi á toppinn
Helgi Guðjónsson skoraði tvö góð mörk fyrir Víkinga í gær þegar liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH, í Bestu deildinni í fótbolta. Gullfalleg mörk úr smiðju táninga vöktu athygli í 3-3 jafntefli KA og HK. Öll mörkin má sjá á Vísi.

Hvern gæti Man City sótt í stað Rodri?
Fyrr í dag staðfesti enska knattspyrnufélagið Manchester City að spænski miðjumaðurinn Rodri væri með slitið krossband í hné.