Ívilnunarsamningar – jafnræði eða geðþótti? Stefanía K. Karlsdóttir skrifar 22. apríl 2015 09:00 Á undanförnum vikum hefur umræðan beinst nokkuð að ívilnunarsamningum stjórnvalda vegna nýfjárfestinga. Því miður hafa ýmsar staðreyndir í þeirri umræðu verið beygðar og aðrar ekki sagðar. Forsöguna má rekja til þess að undir forystu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykkti Alþingi lög nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Lög þessi heimiluðu framkvæmdavaldinu að gera ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestingaverkefna á landsbyggðinni eftir nákvæmum skilyrðum samþykktum af ESA, EFTA og Evrópusambandinu. Slíka samninga var hægt að gera vegna nýrra verkefna, nýrrar starfsemi eða sjálfstæðrar viðbótar við eldra verkefni. Lögin taka til nýfjárfestinga en ekki nýsköpunar og þau tilgreina nákvæma forskrift á því hvaða ívilnanir má veita. Settur var markviss rammi um ívilnunarveitingar stjórnvalda en fyrir þennan tíma voru þær sértækar og fyrst og fremst veittar erlendum stórfyrirtækjum í orkufrekum iðnaði. Þessi nýja löggjöf gaf þannig öllum fyrirtækjum, bæði litlum og stórum, sem áformuðu nýfjárfestingu og uppfylltu skilyrði laganna kost á að sækja um ívilnanir. Fyrirtæki á fjármála-, vátrygginga- eða verðbréfasviði voru þó undanskilin. Umsóknar- og matsferli var stýrt af þriggja manna nefnd og voru allar umsóknir metnar eins samkvæmt skilyrðum laganna. Stjórnvöld hafa nú undirritað ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestinga við 12 fyrirtæki og er Matorka eitt þessara félaga. Fjórir ráðherrar; Katrín Júlíusdóttir, Oddný Harðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ragnheiður E. Árnadóttir hafa undirritað ívilnunarsamninga, sem allir eru efnislega eins og í samræmi við forskrift laganna, nema samningur við PCC á Húsavík. Meðal þessara fyrirtækja er Matorka sem áformar byggingu fjöleldisstöðvar á Reykjanesi. Ef af verkefninu verður mun það m.a. skapa milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári, um 45 störf og skila milljörðum króna í tekjur fyrir ríkissjóð á næstu tíu árum þrátt fyrir ívilnunarsamning fyrirtækisins. Sá misskilningur hefur verið algengur í umræðunni að leggja ívilnanir að jöfnu við bein ríkisframlög. Það er alröng nálgun. Það eru bein ríkisframlög þegar t.d. eitt fiskeldisfyrirtæki fær 100 milljónir á fjárlögum ársins 2015 til uppbyggingar fiskeldisvinnslu á Vestfjörðum. Ívilnunarsamningar fela hins vegar í sér afslátt af tilteknum opinberum gjöldum í afmarkaðan tíma, upp að tiltekinni fjárhæð en ekki er um að ræða beinan fjárstuðning skv. fjárlögum. Engar ívilnanir eru veittar ef verkefnið kemst ekki af stað og þá verður heldur ekki af sköpun nýrra verðmæta, starfa eða skatttekna til ríkissjóðs og sveitarfélaga.Form sem er afar algengtEftir að lög nr. 99/2010 féllu úr gildi í árslok 2013 hafa stjórnvöld leitað staðfestingar Alþingis fyrir ívilnunarsamningum sem hafa í öllum tilvikum verið staðfestir óbreyttir. Nú standa eftir fjórir samningar sem ekki hafa verið staðfestir, þar af er einn samningur sem liggur nú fyrir atvinnuveganefnd. Á sama tíma liggur fyrir Alþingi nýtt frumvarp til laga um nýfjárfestingar. Frumvarpið er í öllum meginatriðum sambærilegt við fyrrnefnd lög og byggir á sömu römmum. Skiptar skoðanir eru sjálfsagt á því hvort rammalöggjöf um veitingu ívilnana sé rétta tækið til að örva og efla nýfjárfestingu á Íslandi. Í grein Völu Valtýsdóttur og Haraldar Birgissonar, sérfræðinga hjá Deloitte, í Viðskiptablaðinu þann 9. apríl sl. benda þau á að þetta form sé afar algengt í löndunum í kringum okkur, aðferð sem notuð er til að laða að erlenda fjárfestingu og efla fjárfestingu í atvinnulífi. Verkefni Alþingis er að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort og þá hvernig rammalöggjöf skuli sett um ívilnanir vegna nýfjárfestinga til framtíðar. Viljum við hafa kerfi sem hefur innbyggðan hvata fyrir fyrirtækin til að standa sig eða fara aftur í sértæk ríkisframlög veitt á fjárlögum? Óháð þeirri framtíðarmúsík er það óumdeild staðreynd að í gildi voru lög um ívilnanir um nýfjárfestingar sem allir gátu sótt um ef þeir settu stefnuna á nýfjárfestingu á landsbyggðinni. Í trausti þeirra laga hafa fjölmörg fyrirtæki lagt mikla vinnu í umsóknir og umsóknarferilinn, halda nú á undirrituðum samningum við stjórnvöld og hafa allar réttmætar væntingar til að þessir samningar verði efndir. Þessir samningar eru í einu og öllu í samræmi við þær leikreglur sem gilt hafa, þ.m.t. samningur Matorku. Sé það til alvarlegrar skoðunar að búa svo um hnútana í nýrri löggjöf að taka einn þeirra tólf samninga sem gerðir voru af stjórnvöldum út fyrir sviga og ógilda einhliða, eru það vinnubrögð sem mismuna fyrirtækjum og sæma ekki Alþingi. Það bryti freklega gegn jafnræði aðilanna sem þegar hafa gengið frá gerð ívilnunarsamninga. Þingheimur hlýtur að hafna slíkum ómálefnalegum vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur umræðan beinst nokkuð að ívilnunarsamningum stjórnvalda vegna nýfjárfestinga. Því miður hafa ýmsar staðreyndir í þeirri umræðu verið beygðar og aðrar ekki sagðar. Forsöguna má rekja til þess að undir forystu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykkti Alþingi lög nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Lög þessi heimiluðu framkvæmdavaldinu að gera ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestingaverkefna á landsbyggðinni eftir nákvæmum skilyrðum samþykktum af ESA, EFTA og Evrópusambandinu. Slíka samninga var hægt að gera vegna nýrra verkefna, nýrrar starfsemi eða sjálfstæðrar viðbótar við eldra verkefni. Lögin taka til nýfjárfestinga en ekki nýsköpunar og þau tilgreina nákvæma forskrift á því hvaða ívilnanir má veita. Settur var markviss rammi um ívilnunarveitingar stjórnvalda en fyrir þennan tíma voru þær sértækar og fyrst og fremst veittar erlendum stórfyrirtækjum í orkufrekum iðnaði. Þessi nýja löggjöf gaf þannig öllum fyrirtækjum, bæði litlum og stórum, sem áformuðu nýfjárfestingu og uppfylltu skilyrði laganna kost á að sækja um ívilnanir. Fyrirtæki á fjármála-, vátrygginga- eða verðbréfasviði voru þó undanskilin. Umsóknar- og matsferli var stýrt af þriggja manna nefnd og voru allar umsóknir metnar eins samkvæmt skilyrðum laganna. Stjórnvöld hafa nú undirritað ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestinga við 12 fyrirtæki og er Matorka eitt þessara félaga. Fjórir ráðherrar; Katrín Júlíusdóttir, Oddný Harðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ragnheiður E. Árnadóttir hafa undirritað ívilnunarsamninga, sem allir eru efnislega eins og í samræmi við forskrift laganna, nema samningur við PCC á Húsavík. Meðal þessara fyrirtækja er Matorka sem áformar byggingu fjöleldisstöðvar á Reykjanesi. Ef af verkefninu verður mun það m.a. skapa milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári, um 45 störf og skila milljörðum króna í tekjur fyrir ríkissjóð á næstu tíu árum þrátt fyrir ívilnunarsamning fyrirtækisins. Sá misskilningur hefur verið algengur í umræðunni að leggja ívilnanir að jöfnu við bein ríkisframlög. Það er alröng nálgun. Það eru bein ríkisframlög þegar t.d. eitt fiskeldisfyrirtæki fær 100 milljónir á fjárlögum ársins 2015 til uppbyggingar fiskeldisvinnslu á Vestfjörðum. Ívilnunarsamningar fela hins vegar í sér afslátt af tilteknum opinberum gjöldum í afmarkaðan tíma, upp að tiltekinni fjárhæð en ekki er um að ræða beinan fjárstuðning skv. fjárlögum. Engar ívilnanir eru veittar ef verkefnið kemst ekki af stað og þá verður heldur ekki af sköpun nýrra verðmæta, starfa eða skatttekna til ríkissjóðs og sveitarfélaga.Form sem er afar algengtEftir að lög nr. 99/2010 féllu úr gildi í árslok 2013 hafa stjórnvöld leitað staðfestingar Alþingis fyrir ívilnunarsamningum sem hafa í öllum tilvikum verið staðfestir óbreyttir. Nú standa eftir fjórir samningar sem ekki hafa verið staðfestir, þar af er einn samningur sem liggur nú fyrir atvinnuveganefnd. Á sama tíma liggur fyrir Alþingi nýtt frumvarp til laga um nýfjárfestingar. Frumvarpið er í öllum meginatriðum sambærilegt við fyrrnefnd lög og byggir á sömu römmum. Skiptar skoðanir eru sjálfsagt á því hvort rammalöggjöf um veitingu ívilnana sé rétta tækið til að örva og efla nýfjárfestingu á Íslandi. Í grein Völu Valtýsdóttur og Haraldar Birgissonar, sérfræðinga hjá Deloitte, í Viðskiptablaðinu þann 9. apríl sl. benda þau á að þetta form sé afar algengt í löndunum í kringum okkur, aðferð sem notuð er til að laða að erlenda fjárfestingu og efla fjárfestingu í atvinnulífi. Verkefni Alþingis er að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort og þá hvernig rammalöggjöf skuli sett um ívilnanir vegna nýfjárfestinga til framtíðar. Viljum við hafa kerfi sem hefur innbyggðan hvata fyrir fyrirtækin til að standa sig eða fara aftur í sértæk ríkisframlög veitt á fjárlögum? Óháð þeirri framtíðarmúsík er það óumdeild staðreynd að í gildi voru lög um ívilnanir um nýfjárfestingar sem allir gátu sótt um ef þeir settu stefnuna á nýfjárfestingu á landsbyggðinni. Í trausti þeirra laga hafa fjölmörg fyrirtæki lagt mikla vinnu í umsóknir og umsóknarferilinn, halda nú á undirrituðum samningum við stjórnvöld og hafa allar réttmætar væntingar til að þessir samningar verði efndir. Þessir samningar eru í einu og öllu í samræmi við þær leikreglur sem gilt hafa, þ.m.t. samningur Matorku. Sé það til alvarlegrar skoðunar að búa svo um hnútana í nýrri löggjöf að taka einn þeirra tólf samninga sem gerðir voru af stjórnvöldum út fyrir sviga og ógilda einhliða, eru það vinnubrögð sem mismuna fyrirtækjum og sæma ekki Alþingi. Það bryti freklega gegn jafnræði aðilanna sem þegar hafa gengið frá gerð ívilnunarsamninga. Þingheimur hlýtur að hafna slíkum ómálefnalegum vinnubrögðum.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun