Duncan Ferguson stýrir Everton í leiknum gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Marco Silva var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Everton í kvöld. Ferguson tekur við liðinu til bráðabirgða.
Ferguson er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Everton en Skotinn skapstóri lék með liðinu á árunum 1994-98 og 2000-06.
Undanfarin ár hefur Ferguson verið í þjálfarateymi Everton.
Silva skilur við Everton í átjánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar.
Stóri Dunc stýrir Everton í næsta leik

Tengdar fréttir

Tuttugu ár síðan Everton var síðast í fallsæti eftir fimmtán leiki
Það gengur ekkert né rekur hjá Gylfa Sigurðssyni og félögum hans í Everton en þeir töpuðu 5-2 gegn Liverpool í gær er liðin mættust í baráttunni um Bítlaborgina.

Öll skotin í fyrri hálfleiknum á Anfield í gær fóru inn
Grannaslagur Liverpool og Everton var heldur betur mikið fyrir augað.

Marco Silva rekinn frá Everton
Everton er í stjóraleit.

Tölfræðimolinn sem reiðir stuðningsmenn Everton notuðu mest til að drulla yfir Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki góðan leik í gærkvöldi þegar Everton tapaði 5-2 fyrir nágrönnum sínum í Liverpool. Hann var síðan miðpunkturinn í gagnrýni öskureiðra stuðningsmanna Everton liðsins eftir leikinn.

Origi skorað fleiri mörk gegn Everton en Mane, Firmino og Salah til samans
Það virðist vera fátt meira sem belgíski framherjinn Divock Origi elskar meira en að skora gegn nágrönnunum í Everton.

Gylfi fékk þrjá í einkunn hjá Liverpool Echo: „Leikurinn fór of mikið framhjá Gylfa“
Gylfi Sigurðsson bar fyrirliðabandið er Everton tapaði 5-2 fyrir grönnunum í Liverpool.