Anelka, Torres, Lukaku og Eto'o allir á eftir Eiði Smára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 15:00 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar einu af 55 mörkum sínum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en þetta mark kom á móti hans gamla liði Bolton Wanderers. Getty/Clive Rose Hver er besti framherji Chelsea frá árinu 2000? Þeirri spurningu svaraði fólkið á Give Me Sport og Ísland á fulltrúa mjög ofarlega á listanum. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að Didier Drogba var valinn besti framherji Chelsea til þessa á 21. öldinni enda sigursæll leikmaður sem skoraði jafnan mörg mörk í stóru leikjunum. Það var heldur ekki hægt að búast við því að Eiður Smári Guðjohnsen væri ofar en menn eins og Diego Costa og Jimmy Floyd Hasselbaink. En hafa einhverjir aðrir staðið sig betur en Eiður í framlínu Chelsea frá árinu 2000. ?? 23. Radamel Falcao?? 18. Gonzalo Higuain?? 8. Fernando Torres?? 6. Tammy AbrahamYou know Chelsea have spent badly on attackers when Alvaro Morata nearly makes it into the top 10 ??https://t.co/ABmScfI1Sp— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Svo var ekki að mati þeirra á Give Me Sport. Þau mátu sem svo að það hafi aðeins verið þrír framherjar Chelsea sem teljast hafa staðið sig betur en Eiður Smári Guðjohnsen í Chelsea búningnum. Chelsea eyddi miklum peningi í menn eins og Hernan Crespo, Adrian Mutu, Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata en enginn þeirra náði að komast upp fyrir Eið Smára á þessum lista. Radamel Falcao, Gonzalo Higuain og Romelu Lukaku eru líka allir langt á eftir okkar manni. „Stórkostlegur leikmaður. Kostaði félagið aðeins 4,5 milljónir punda. Guðjohnsen skoraði 75 mörk á sex tímabilum sínum með Chelsea,“ segir í rökstuðningi Give Me Sport um valið á Eiði Smára í fjórða sætið. Eiður Smári á líka sinn þátt í því að Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink skipar þriðja sætið. Eiður Smári og Hasselbaink náðu frábærlega saman og Eiður lagði upp mörk fyrir Jimmy Floyd. For our #Duology series, @tfb_chris told the story of the fire and ice partnership of Jimmy Floyd Hasselbaink and Eiður Guðjohnsen, the attacking duo whose brilliance helped @ChelseaFC to some of their most beloved memories. https://t.co/qgVljFwqli— These Football Times (@thesefootytimes) May 12, 2020 Eiður Smári steig sín fyrstu skref í atvinnumennsku í Hollandi og kunni því hollensku sem hjálpaði þeim örugglega. Chelsea keypti Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid í lok maí og Eiður Snári var keyptur frá Bolton Wanderers nítján dögum síðar. Eiður Smári er næstur á undan Nicolas Anelka sem skoraði þó 59 mörk fyrir félagið og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2008-09. Jimmy Floyd Hasselbaink kostaði ellefu milljónum pundum meira en Eiður Smári. Hasselbaink skoraði 87 mörk í 177 leikjum fyrir Chelsea en hann yfirgaf félagið þegar Jose Mourinho tók við. Eiður Smári spilaði hins vegar fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Jose Mourinho og varð þá tvisvar enskur meistari með félaginu. Bestu framherjar Chelsea frá árinu 2000: 25. Franco Di Santo 24. Radamel Falcao 23. Claudio Pizarro 22. Mikael Forssell 21. Carlton Cole 20. Adrian Mutu 19. Mateja Kežman 18. Gonzalo Higuain 17. Romelu Lukaku 16. Loïc Rémy 15. Demba Ba 14. Andriy Shevchenko 13. Michy Batshuayi 12. Daniel Sturridge 11. Alvaro Morata 10. Samuel Eto'o 9. Olivier Giroud 8. Hernán Crespo 7. Fernando Torres 6. Tammy Abraham 5. Nicolas Anelka 4. Eiður Smári Guðjohnsen 3. Jimmy Floyd Hasselbaink 2. Diego Costa 1. Didier Drogba Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira
Hver er besti framherji Chelsea frá árinu 2000? Þeirri spurningu svaraði fólkið á Give Me Sport og Ísland á fulltrúa mjög ofarlega á listanum. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að Didier Drogba var valinn besti framherji Chelsea til þessa á 21. öldinni enda sigursæll leikmaður sem skoraði jafnan mörg mörk í stóru leikjunum. Það var heldur ekki hægt að búast við því að Eiður Smári Guðjohnsen væri ofar en menn eins og Diego Costa og Jimmy Floyd Hasselbaink. En hafa einhverjir aðrir staðið sig betur en Eiður í framlínu Chelsea frá árinu 2000. ?? 23. Radamel Falcao?? 18. Gonzalo Higuain?? 8. Fernando Torres?? 6. Tammy AbrahamYou know Chelsea have spent badly on attackers when Alvaro Morata nearly makes it into the top 10 ??https://t.co/ABmScfI1Sp— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Svo var ekki að mati þeirra á Give Me Sport. Þau mátu sem svo að það hafi aðeins verið þrír framherjar Chelsea sem teljast hafa staðið sig betur en Eiður Smári Guðjohnsen í Chelsea búningnum. Chelsea eyddi miklum peningi í menn eins og Hernan Crespo, Adrian Mutu, Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata en enginn þeirra náði að komast upp fyrir Eið Smára á þessum lista. Radamel Falcao, Gonzalo Higuain og Romelu Lukaku eru líka allir langt á eftir okkar manni. „Stórkostlegur leikmaður. Kostaði félagið aðeins 4,5 milljónir punda. Guðjohnsen skoraði 75 mörk á sex tímabilum sínum með Chelsea,“ segir í rökstuðningi Give Me Sport um valið á Eiði Smára í fjórða sætið. Eiður Smári á líka sinn þátt í því að Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink skipar þriðja sætið. Eiður Smári og Hasselbaink náðu frábærlega saman og Eiður lagði upp mörk fyrir Jimmy Floyd. For our #Duology series, @tfb_chris told the story of the fire and ice partnership of Jimmy Floyd Hasselbaink and Eiður Guðjohnsen, the attacking duo whose brilliance helped @ChelseaFC to some of their most beloved memories. https://t.co/qgVljFwqli— These Football Times (@thesefootytimes) May 12, 2020 Eiður Smári steig sín fyrstu skref í atvinnumennsku í Hollandi og kunni því hollensku sem hjálpaði þeim örugglega. Chelsea keypti Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid í lok maí og Eiður Snári var keyptur frá Bolton Wanderers nítján dögum síðar. Eiður Smári er næstur á undan Nicolas Anelka sem skoraði þó 59 mörk fyrir félagið og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2008-09. Jimmy Floyd Hasselbaink kostaði ellefu milljónum pundum meira en Eiður Smári. Hasselbaink skoraði 87 mörk í 177 leikjum fyrir Chelsea en hann yfirgaf félagið þegar Jose Mourinho tók við. Eiður Smári spilaði hins vegar fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Jose Mourinho og varð þá tvisvar enskur meistari með félaginu. Bestu framherjar Chelsea frá árinu 2000: 25. Franco Di Santo 24. Radamel Falcao 23. Claudio Pizarro 22. Mikael Forssell 21. Carlton Cole 20. Adrian Mutu 19. Mateja Kežman 18. Gonzalo Higuain 17. Romelu Lukaku 16. Loïc Rémy 15. Demba Ba 14. Andriy Shevchenko 13. Michy Batshuayi 12. Daniel Sturridge 11. Alvaro Morata 10. Samuel Eto'o 9. Olivier Giroud 8. Hernán Crespo 7. Fernando Torres 6. Tammy Abraham 5. Nicolas Anelka 4. Eiður Smári Guðjohnsen 3. Jimmy Floyd Hasselbaink 2. Diego Costa 1. Didier Drogba
Bestu framherjar Chelsea frá árinu 2000: 25. Franco Di Santo 24. Radamel Falcao 23. Claudio Pizarro 22. Mikael Forssell 21. Carlton Cole 20. Adrian Mutu 19. Mateja Kežman 18. Gonzalo Higuain 17. Romelu Lukaku 16. Loïc Rémy 15. Demba Ba 14. Andriy Shevchenko 13. Michy Batshuayi 12. Daniel Sturridge 11. Alvaro Morata 10. Samuel Eto'o 9. Olivier Giroud 8. Hernán Crespo 7. Fernando Torres 6. Tammy Abraham 5. Nicolas Anelka 4. Eiður Smári Guðjohnsen 3. Jimmy Floyd Hasselbaink 2. Diego Costa 1. Didier Drogba
Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn