Sigraðist á krabbameini og bankar nú á dyrnar hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 15:00 Það verður athyglisvert að fylgjast með Max Taylor hjá Manchester United á næstu árum en hann var að skrifa undir nýjan samning við félagið. Getty/Ash Donelon Max Taylor hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United og ætlar sér að komast í aðallið félagsins. Það sem gerir sögu hans merkilegri en flestra annarra unglinga félagsins er að hann sigraðist á krabbameini á síðasta ári. Hinn ungi Max Taylor fékk eistnakrakkamein árið 2018 og sigraðist á því eftir níu vikna lyfjameðferð. Margir innan félagsins hafa hrifist af hugarfari stráksins sem er að koma sterkur til baka. Max Taylor var í stóru hlutverki hjá átján ára liði Manchester United sem vann Englandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki árið 2018. Í því liði voru menn eins og Brandon Williams, Angel Gomes, Tahith Chong og Mason Greenwood. Þetta eru allt leikmenn sem fengu tækifæri hjá Ole Gunnar Solskjær á síðasta tímabili. Max Taylor hefur ekki náð að fylgja þeim eftir upp í aðalliðið enda stóð hann í sinni baráttu. Menn vonast nú til að þessi efnilegi knattspyrnumaður stigi stóra skrefið og fái tækifæri hjá aðalliðinu á næstunni. The story of Max Taylor, the Manchester United kid who beat cancer and is ready to follow his pal Mason Greenwood into the first team https://t.co/O86rIHg9BB— MailOnline Sport (@MailSport) May 24, 2020 Taylor hafði heppnina með sér að krabbameinið fannst en það uppgötvaðist í október 2018. „Blaðran er farin og krabbameinið líka. Hnúturinn var reyndar inn í eistanu og maður hefði því ekki getað fundið hann. Þetta var því blessun,“ sagði Max Taylor við Daily Mail. Taylor fór í uppskurð 4. október þar sem vinstra eistað var fjarlægt og mánuði síðar fór hann síðan í níu vikna krabbameinsmeðferð. United sagði frá því í febrúar 2019 að strákurinn hefði brugðist vel við meðferðinni en hann fór engu að síður í aðra aðgerð nokkrum vikum síðar. „Það var lágpunkturinn því ég gat þá ekki gert venjulega hluti. Ég gat ekki einu sinni setið upp af því að skurðurinn var gerður í gegnum kviðinn,“ sagði Taylor. Taylor er tvítugur og þykir mjög efnilegur varnarmaður. Hann hefur verið hjá Manchester United síðan hann var fjórtán ára gamall og er auk þess fæddur og uppalinn í Manchester. Hann fór að byggja upp þol og styrk að nýju í maí á síðasta ári. Nov 2018: Max Taylor starts chemo after being diagnosed with cancer. Nov 2019: Included in Man Utd first team squad after getting the all clear. May 2020: Signs new contract at United to stay at club for next season.What a great story pic.twitter.com/vtzF0OVDG3— talkSPORT (@talkSPORT) May 20, 2020 Taylor skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Manchester United í janúar 2018 og hann gat byrjað að æfa með liðfélögum sínum haustið 2019. Jose Mourinho hrósaði Max Taylor á sínum tíma fyrir það hvernig strákurinn tókst á við áfallið. Taylor spilaði sex sinnum með U23 liði Mancheter United í Premier League 2 á leiktíðinni og hann var líka í ungum leikmannhópi Manchester United sem fór til Astana í Kasakstan til að spila Evrópudeildarleik í nóvember á síðasta ári. „Það er fullt af fólki þarna úti sem halda, eins og ég, að fólk muni bara eftir þeim af því að þau voru með krabbamein. Fólkið hrósar manni fyrir að hafa sigrast á krabbameininu. Ég held samt að skilaboðin eigi að vera önnur og meiri. Ég vil vera meira en sá sem sigraðist á krabbameininu,“ sagði Max Taylor. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Max Taylor hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United og ætlar sér að komast í aðallið félagsins. Það sem gerir sögu hans merkilegri en flestra annarra unglinga félagsins er að hann sigraðist á krabbameini á síðasta ári. Hinn ungi Max Taylor fékk eistnakrakkamein árið 2018 og sigraðist á því eftir níu vikna lyfjameðferð. Margir innan félagsins hafa hrifist af hugarfari stráksins sem er að koma sterkur til baka. Max Taylor var í stóru hlutverki hjá átján ára liði Manchester United sem vann Englandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki árið 2018. Í því liði voru menn eins og Brandon Williams, Angel Gomes, Tahith Chong og Mason Greenwood. Þetta eru allt leikmenn sem fengu tækifæri hjá Ole Gunnar Solskjær á síðasta tímabili. Max Taylor hefur ekki náð að fylgja þeim eftir upp í aðalliðið enda stóð hann í sinni baráttu. Menn vonast nú til að þessi efnilegi knattspyrnumaður stigi stóra skrefið og fái tækifæri hjá aðalliðinu á næstunni. The story of Max Taylor, the Manchester United kid who beat cancer and is ready to follow his pal Mason Greenwood into the first team https://t.co/O86rIHg9BB— MailOnline Sport (@MailSport) May 24, 2020 Taylor hafði heppnina með sér að krabbameinið fannst en það uppgötvaðist í október 2018. „Blaðran er farin og krabbameinið líka. Hnúturinn var reyndar inn í eistanu og maður hefði því ekki getað fundið hann. Þetta var því blessun,“ sagði Max Taylor við Daily Mail. Taylor fór í uppskurð 4. október þar sem vinstra eistað var fjarlægt og mánuði síðar fór hann síðan í níu vikna krabbameinsmeðferð. United sagði frá því í febrúar 2019 að strákurinn hefði brugðist vel við meðferðinni en hann fór engu að síður í aðra aðgerð nokkrum vikum síðar. „Það var lágpunkturinn því ég gat þá ekki gert venjulega hluti. Ég gat ekki einu sinni setið upp af því að skurðurinn var gerður í gegnum kviðinn,“ sagði Taylor. Taylor er tvítugur og þykir mjög efnilegur varnarmaður. Hann hefur verið hjá Manchester United síðan hann var fjórtán ára gamall og er auk þess fæddur og uppalinn í Manchester. Hann fór að byggja upp þol og styrk að nýju í maí á síðasta ári. Nov 2018: Max Taylor starts chemo after being diagnosed with cancer. Nov 2019: Included in Man Utd first team squad after getting the all clear. May 2020: Signs new contract at United to stay at club for next season.What a great story pic.twitter.com/vtzF0OVDG3— talkSPORT (@talkSPORT) May 20, 2020 Taylor skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Manchester United í janúar 2018 og hann gat byrjað að æfa með liðfélögum sínum haustið 2019. Jose Mourinho hrósaði Max Taylor á sínum tíma fyrir það hvernig strákurinn tókst á við áfallið. Taylor spilaði sex sinnum með U23 liði Mancheter United í Premier League 2 á leiktíðinni og hann var líka í ungum leikmannhópi Manchester United sem fór til Astana í Kasakstan til að spila Evrópudeildarleik í nóvember á síðasta ári. „Það er fullt af fólki þarna úti sem halda, eins og ég, að fólk muni bara eftir þeim af því að þau voru með krabbamein. Fólkið hrósar manni fyrir að hafa sigrast á krabbameininu. Ég held samt að skilaboðin eigi að vera önnur og meiri. Ég vil vera meira en sá sem sigraðist á krabbameininu,“ sagði Max Taylor.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira