Skipta nöfnum leikmanna í enska út fyrir „Black Lives Matter“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 08:47 Mohamed Salah verður ekki með eftirnafn sitt aftan á Liverpool treyjunni í næsta leik liðsins í ensk úrvalsdeildinni sem verður á móti Everton á Goodison Park. Getty/Catherine Ivill Enska úrvalsdeildin hefst á ný á Þjóðhátíðardag Íslendinga í næstu viku og við munum sjá áberandi mun á keppnistreyjum leikmanna liðanna í leikjum fyrstu umferðarinnar eftir þriggja mánaða hlé. Ensku úrvalsdeildarliðin hafa nefnilega samþykkt það að skipta út nöfnum leikmanna á keppnistreyjunum. Í stað eftirnafna leikmanna verða sett einkunnarorð réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“, og með því er ætlunin að vekja athygli á og sýna réttindabaráttu blökkumanna stuðning. Premier League player names to be replaced on shirts by Black Lives Matter https://t.co/CgPeJXQqRw— The Guardian (@guardian) June 11, 2020 Tillagan var samþykkt á fundi ensku úrvalsdeildarinnar liðanna í gær en enskir miðlar segja frá þessu. Þetta verður samt ekki eina breytingin á búningum leikmanna því á þeim verður einnig hjartalagað barmmerki til heiðurs starfsmanna breska heilbrigðiskerfisins sem hafa staðið í ströngu í baráttunni við kórónuveiruna. Það er ekki búið að ákveða nákvæma staðsetningu barmmerkisins en það á að vera framan á keppnistreyjum leikmanna. Leikmenn fá einnig leyfi til þess að fara niður á hnén til að sýna réttindabaráttu svartra stuðnings en í Þýskalandi hafa lið stillt sér þannig upp við miðjuhringinn fyrir marga leiki að undanförnu. The Premier League is expected to replace player names on shirts with the words 'Black Lives Matter' | @JBurtTelegraph https://t.co/DYxsIN4WcH— Telegraph Football (@TeleFootball) June 11, 2020 Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað með leik Aston Villa og Sheffield United á miðvikudaginn og strax á eftir verður síðan spilaður leikur Manchester City og Arsenal. Þessi fjögur lið áttu einmitt leik inni á hin lið deildarinnar. Eftir þessa leiki munu öll tuttugu lið deildarinnar eiga eftir að spila níu leiki. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst á ný á Þjóðhátíðardag Íslendinga í næstu viku og við munum sjá áberandi mun á keppnistreyjum leikmanna liðanna í leikjum fyrstu umferðarinnar eftir þriggja mánaða hlé. Ensku úrvalsdeildarliðin hafa nefnilega samþykkt það að skipta út nöfnum leikmanna á keppnistreyjunum. Í stað eftirnafna leikmanna verða sett einkunnarorð réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“, og með því er ætlunin að vekja athygli á og sýna réttindabaráttu blökkumanna stuðning. Premier League player names to be replaced on shirts by Black Lives Matter https://t.co/CgPeJXQqRw— The Guardian (@guardian) June 11, 2020 Tillagan var samþykkt á fundi ensku úrvalsdeildarinnar liðanna í gær en enskir miðlar segja frá þessu. Þetta verður samt ekki eina breytingin á búningum leikmanna því á þeim verður einnig hjartalagað barmmerki til heiðurs starfsmanna breska heilbrigðiskerfisins sem hafa staðið í ströngu í baráttunni við kórónuveiruna. Það er ekki búið að ákveða nákvæma staðsetningu barmmerkisins en það á að vera framan á keppnistreyjum leikmanna. Leikmenn fá einnig leyfi til þess að fara niður á hnén til að sýna réttindabaráttu svartra stuðnings en í Þýskalandi hafa lið stillt sér þannig upp við miðjuhringinn fyrir marga leiki að undanförnu. The Premier League is expected to replace player names on shirts with the words 'Black Lives Matter' | @JBurtTelegraph https://t.co/DYxsIN4WcH— Telegraph Football (@TeleFootball) June 11, 2020 Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað með leik Aston Villa og Sheffield United á miðvikudaginn og strax á eftir verður síðan spilaður leikur Manchester City og Arsenal. Þessi fjögur lið áttu einmitt leik inni á hin lið deildarinnar. Eftir þessa leiki munu öll tuttugu lið deildarinnar eiga eftir að spila níu leiki.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira