Sextán stuðningsmenn frá hverju liði verða í beinni á öllum leikjum í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2020 11:30 Stuðningsmenn AGF sjást hér á risaskjá við leikvöllinn á meðan leikmenn liðsins spila við Randers. EPA-EFE/HENNING BAGGER Fyrstu leikirnir í ensku úrvalsdeildinni í meira en þrjá mánuði verða annað kvöld þegar mætast meðal annars Manchester City og Arsenal en fjörið byrjar á leik Aston Villa og Sheffield United. Það verða aftur á móti engir áhorfendur leyfðir á þessum leikjum ekki frekar á hinum 90 leikjunum sem á eftir að spila á keppnistímabilinu 2019-20. Danska félagið AGF frá Árósum fór öðruvísi leið til að lífga upp á heimaleikina sína þegar stuðningsmennirnir máttu ekki mæta á völlinn. Þeir stilltu upp sjónvörpum á nokkrum stöðum í kringum leikvöllinn og á þeim voru stuðningsmennirnir síðan í beinni í gegnum fjarfundabúnað. Stemningin á völlunum í Englandi hefur alltaf verið órjúfanlegur hluti að upplifuninni að horfa á leiki þaðan. Til að lífga upp á áhorfendalausa leiki ensku úrvalsdeildarinnar þá hafa forráðamenn hennar látið sér detta ýmsar nýjungar í hug. Fans on big screens Cameras to celebrate towards More on the "broadcast enhancements" that will be used when the Premier League restarts this week: https://t.co/mf3dVOP3Dp pic.twitter.com/cqgbFKkTVU— BBC Sport (@BBCSport) June 16, 2020 Enska úrvalsdeildin mun verða með stuðningsmenn í beinni á risaskjá og þá verða sjónvarpsstöðvarnar líka með myndavélar á nýjum stöðum. Sums staðar fá sjónvarpsáhorfendur að velja hvort þeir hlusti á leikina með eða án gerviáhorfendahljóðum. Leikmennirnir sjálfir munu að sjálfsögðu ekki heyra neitt nema bergmálið af öskrum félaganna eða stjóranna. Sætin næst vellinum verða líka útbúin sérstaklega og það fer alveg eftir hugmyndaflugi hvers félags hvernig það verður útfært. Ein af nýjungunum er síðan að verða með sextán stuðningsmenn í beinni á meðan leiknum stendur. Sjónvarpsstöðvarnar og sá sem stýrir vallarskjánum á hverjum velli hafa síðan möguleika á að skipta yfir á þessa stuðningsmenn til að sýna fagnaðarlæti eða eitthvað annað sniðugt. AGF Aarhus, the first team in the world to use Zoom to bring fans and players together during matches played behind closed doors, share their learnings after two games.Read full article here... https://t.co/BnaFtiCPQz— XpoNorth (@XpoNorth) June 8, 2020 Nokkrir leikvangar eins og til dæmis Anfield eru ekki með stóran sjónvarpsskjá og Liverpool ætlar ekki að breyta því þrátt fyrir þetta ástand. Það verður því ekki settur upp tímabundinn risaskjár á Anfield. Aðeins 300 manns mega verða viðstödd á hverjum leik og það verða því engir boltakrakkar til að sækja boltana. Leikmenn munu síðan fá eina mínútu í vatnspásu um miðjan hvorn hálfleik en leikirnir fara nú fram um mitt sumar og því gæti verið mun heitara en vanalega á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Varsjáin verður áfram í notkun en nú þarf að skipta VAR-dómurunum upp í fleiri herbergi til að tryggja smitvarnir. Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Fyrstu leikirnir í ensku úrvalsdeildinni í meira en þrjá mánuði verða annað kvöld þegar mætast meðal annars Manchester City og Arsenal en fjörið byrjar á leik Aston Villa og Sheffield United. Það verða aftur á móti engir áhorfendur leyfðir á þessum leikjum ekki frekar á hinum 90 leikjunum sem á eftir að spila á keppnistímabilinu 2019-20. Danska félagið AGF frá Árósum fór öðruvísi leið til að lífga upp á heimaleikina sína þegar stuðningsmennirnir máttu ekki mæta á völlinn. Þeir stilltu upp sjónvörpum á nokkrum stöðum í kringum leikvöllinn og á þeim voru stuðningsmennirnir síðan í beinni í gegnum fjarfundabúnað. Stemningin á völlunum í Englandi hefur alltaf verið órjúfanlegur hluti að upplifuninni að horfa á leiki þaðan. Til að lífga upp á áhorfendalausa leiki ensku úrvalsdeildarinnar þá hafa forráðamenn hennar látið sér detta ýmsar nýjungar í hug. Fans on big screens Cameras to celebrate towards More on the "broadcast enhancements" that will be used when the Premier League restarts this week: https://t.co/mf3dVOP3Dp pic.twitter.com/cqgbFKkTVU— BBC Sport (@BBCSport) June 16, 2020 Enska úrvalsdeildin mun verða með stuðningsmenn í beinni á risaskjá og þá verða sjónvarpsstöðvarnar líka með myndavélar á nýjum stöðum. Sums staðar fá sjónvarpsáhorfendur að velja hvort þeir hlusti á leikina með eða án gerviáhorfendahljóðum. Leikmennirnir sjálfir munu að sjálfsögðu ekki heyra neitt nema bergmálið af öskrum félaganna eða stjóranna. Sætin næst vellinum verða líka útbúin sérstaklega og það fer alveg eftir hugmyndaflugi hvers félags hvernig það verður útfært. Ein af nýjungunum er síðan að verða með sextán stuðningsmenn í beinni á meðan leiknum stendur. Sjónvarpsstöðvarnar og sá sem stýrir vallarskjánum á hverjum velli hafa síðan möguleika á að skipta yfir á þessa stuðningsmenn til að sýna fagnaðarlæti eða eitthvað annað sniðugt. AGF Aarhus, the first team in the world to use Zoom to bring fans and players together during matches played behind closed doors, share their learnings after two games.Read full article here... https://t.co/BnaFtiCPQz— XpoNorth (@XpoNorth) June 8, 2020 Nokkrir leikvangar eins og til dæmis Anfield eru ekki með stóran sjónvarpsskjá og Liverpool ætlar ekki að breyta því þrátt fyrir þetta ástand. Það verður því ekki settur upp tímabundinn risaskjár á Anfield. Aðeins 300 manns mega verða viðstödd á hverjum leik og það verða því engir boltakrakkar til að sækja boltana. Leikmenn munu síðan fá eina mínútu í vatnspásu um miðjan hvorn hálfleik en leikirnir fara nú fram um mitt sumar og því gæti verið mun heitara en vanalega á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Varsjáin verður áfram í notkun en nú þarf að skipta VAR-dómurunum upp í fleiri herbergi til að tryggja smitvarnir.
Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira